Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Ég ætlaði að giftast Paul McCartney. Ég var níu ára og ég vissi að hann var að verða fjörutíu ára en gerði ráð fyrir að hann myndi vera þrjátíu og eitthvað þangað til ég yrði þrjátíu og eitthvað. Paul hélt áfram að eldast. Paul er 80 ára í dag. Mér þykir enn vænst um hann af öllu því fólki sem ég þekki ekki persónulega.
Ég er á leiðinni í kristilegar sumarbúðir í júní árið 1980. Ég er guðhræddur krakki og starfsfólkið í búðunum þurfti ekki að segja mér tvisvar að við stelpurnar yrðum að vera duglegar að biðja bænirnar til að Guð myndi forða því að grjóthrun yrði í fjallinu fyrir ofan búðirnar. Þá gætum við allar dáið.
Ég var líka kvíðakrakki.
Orð fullorðna fólksins hittu því beint í mark. Ég lá á bæn, fór með bænir í hljóði meðan ég var að keppa í brennó og limbó. Meðan ég át perlugraut og á kvöldvökum. Á morgnana muldraði ég: Ó Jesú bróðir besti.
Hálfu ári eftir að þessi mynd var tekin dó John Lennon. Ég var 9 ára og elskaði Paul McCartney. Vinkona mín sem var með mér í kristilegu sumarbúðunum sagði mér fréttirnar. Svo fórum við í skólann. Og þar var allt eins og áður. …
Athugasemdir (1)