Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Sigrún Júlíusdóttir, sem var í vistheimilanefnd, segist telja eðlilegt að rannsókninni á Varpholti og Laugalandi lyki með tillögum að aðgerðum. Og að það hefði átt að bjóða konum sem þar voru vistaðar sálfræðiaðstoð.
Í lögum um vistheimilanefnd sagði meðal annars um hlutverk nefndarinnar: „Nefndin skuli leggja grundvöll að tillögum til stjórnvalda um frekari viðbrögð ef ástæða þyki til.“ Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var ein nefndarmanna í vistheimilanefnd og segir hún að aldrei hafi annað komið til greina en að túlka þá klásúlu laganna með þeim hætti að nefndin myndi leggja fram tillögur um hugsanlegar fébætur, um áframhaldandi sálfræðiþjónustu, um mat á framkvæmd barnaverndarlaga á þeim tíma sem þá var undir og síðan um áframhaldandi vinnu nefndarinnar. Það hafi nefndin enda gert.
Í skipunarbréfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um rannsókn á starfsemi Varpholts og Laugalands sagði: „Niðurstaða stofnunarinnar verði eftir atvikum grundvöllur að frekari viðbrögðum stjórnvalda.“ Orðalag sem er áþekkt en þó ekki eins og orðalagið í lögunum um vistheimilanefnd. Engu að síður var það niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar að ekki ætti að gera tillögur að aðgerðum í lokaskýrslu um …
Athugasemdir