Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Elísabet drottning er VÍST úr Víðidalnum!

Elísabet drottning er VÍST úr Víðidalnum!
Elísabet frænka með íslensku fálkaorðuna

Vart hefur farið framhjá neinum að undanfarna daga hefur verið haldið upp á það í Bretlandi — og jafnvel víðar — að 70 ár eru síðan Elísabet 2. settist í hásæti sem drottning Bretlands. („Settist að völdum“ og „valdaafmæli“ er eiginlega vitlaust orðalag því raunveruleg völd hennar eru næstum engin.)

Af þessu tilefni var einhvers staðar rifjuð upp í glensi sagan af því þegar Erlendur Einarsson forstjóri SÍS 1955-1986 lét eitt sinn útbúa ættartölu sem átti að sýna fram á frændsemi hans við Elísabetu en sá oflátungsháttur þótti harla fyndinn hér á landi.

Frændsemin átti að vera gegnum Auðun skökul landnámsmann í Víðidal í Húnavatnssýslu.

Það þótti sérlega fyndið að viðurnefni Auðuns, skökull, þýðir auðvitað ekkert annað en typpi á graðhesti.

En sannleikurinn er reyndar sá að ef tekið er mark á þeim heimildum sem til eru, þá er þessi ættfærsla vissulega rétt.

Ég skal nú rekja ætt Elísabetar allt aftur í Víðidalinn. Og athugið að hér er ekki farið með fleipur íslenskra ættfræðinörda. Allar ættfærslur til og með árinu 1000 eru samkvæmt nýjustu upplýsingum af Wikipediu, og ef það er eitthvað sem Wikipedia er góð í, þá eru það ættir „hefðarfólks“.

Þið getið sjálf rakið ykkur á alfræðisíðunni aftur til ársins 1000.

Rétt er að vekja athygli á að í listanum hér á eftir eru innan sviga við nöfnin til 1700 valdatími konunga og drottninga, en eftir það eru í svigunum fæðingar- og dánarár eftir því sem best er vitað.

Faðir Elísabetar var Georg 6. konungur Breta (1936-1952).

Faðir hans var Georg 5. konungur (1910-1936).

Faðir hans var Játvarður 7. konungur (1901-1910).

Móðir hans var Viktoría drottning (1837-1901).

Faðir hennar var Játvarður hertogi af Kent.

Faðir hans var Georg 3. konungur (1760-1820).

Faðir hans var Friðrik prins af Veils.

Faðir hans var Georg 2. konungur (1727-1760).

Faðir hans var Georg 1. konungur (1714-1727).

Faðir hans var Ernest Augustus hertogi af Hanover (f.1629-d.1698).

Faðir hans var Georg hertogi af Brúnsvík (1582-1641).

Faðir hans var Vilhjálmur hertogi af Brúnsvík (1535-1592).

Faðir hans var Ernest hertogi af Brúnsvík (1497-1546).

Faðir hans var Hinrik hertogi af Brúnsvík (1468-1532).

Faðir hans Ottó veglyndi hertogi af Brúnsvík (1439-1471).

Faðir hans var Friðrik guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1418-1478).

Faðir hans var Bernharður hertogi af Brúnsvík (1360-1434).

Faðir hans var Magnús „með hálskeðjuna“ hertogi af Brúnsvík (1324-1374).

Faðir hans var Magnús guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1304-1369).

Faðir hans var Albert feiti hertogi af Brúnsvík (1268-1318).

Faðir hans var Albert stóri hertogi af Brúnsvík (1236-1279).

Faðir hans var Ottó barn hertogi af Brúnsvík (1204-1252).

Faðir hans var Vilhjálmur lávarður af Luneburg (1184-1213).

Faðir hans var Hinrik ljón hertogi af Saxlandi (1130-1195).

Faðir hans var Hinrik drambláti hertogi af Bæjaralandi (1108-1139).

Móðir hans var Úlfhildur af Saxlandi (1072-1126).

Faðir hennar var Magnús hertogi af Saxlandi (1045-1106).

Móðir hans var Úlfhildur hin norska (1020-1071).

Faðir hennar var Ólafur digri Noregskonunugur (995-1030).

Móðir hans var Ásta Guðbrandsdóttir (975-1025).

Móðir hennar var Úlfhildur, væntanlega fædd um 950.

Móðir hennar var Þóra mosháls, væntanlega fædd um 920.

Faðir hennar var Auðun skökull, væntanlega fæddur um 860-870, ef hann var í rauninni til.

Í 400 ár voru forfeður og -mæður Elísabetar valdafólk í Brúnsvík.Þótt íslenskun á nafninu virðist gefa til kynna vík við sjó, þá er Brúnsvík (Braunschweig) langt inni í landi, þar sem bláa táknið er. „Vík“ þýðir í þessu tilfelli sennilega áfanga- eða hvíldarstað.

Um Auðun skökul (hafi hann verið til) er fátt vitað, nema Landnámabók segir að faðir hans hafi heitið Björn einhver, en sá hafi verið sonur Hunda-Steinars, jarls á Englandi, og Álöfar, dóttur Ragnars loðbrókar.

Ragnar loðbrók var þjóðsagnapersóna á Norðurlöndum, sem gerði hervirki á Englandi í upphafi víkingaaldar, en óvíst er hvort hann var tómur tilbúningur eða átti sér einhvers konar fyrirmynd.

Eins og ég sagði hér fremst: Heimildir eru ætt Elísabetar allt frá henni og til Ólafs digra eru svona þokkalega áreiðanlegar, með öllum hugsanlegum fyrirvörum þó.

Þetta gæti að minnsta kosti verið svona!

Heimild að þremur elstu ættliðunum — frá móður Ástu Guðbrandsdóttur til Auðuns skökuls — hún er aftur á móti aðeins ein: Landnámabók sem upphaflega er talin hafa verið skrifuð á fyrri hluta 12. aldar. Þar segir:

„Auðun skökull fór til Íslands og nam Víðidal og bjó á Auðunarstöðum. […] Auðun skökull var faðir Þóru mosháls, móður Úlfhildar, móður Ástu, móður Óláfs konungs hins helga [eða digra].“

Meira er það nú ekki.

Þegar Snorri Sturluson skrifaði sögu konunganna Ólafs Tryggvasonar og Ólafs digra um það bil eftir að fyrsta gerð Landnámu var skrifuð, þá getur hann um Ástu Guðbrandsdóttur móður Ólafs digra en nefnir ekki hver móðir hennar hafi verið. Samkvæmt því treystir Norsk biografisk leksikon sér ekki til að slá því föstu — hvað sem Landnáma segir — að móðir Ástu Guðbrandsdóttur hafi verið Úlfhildur dótturdóttir Auðuns skökuls, því „morens navn er ikke kjent“ segir þar aðeins.

Það breytir því þó ekki að samkvæmt ÞEIRRI EINU HEIMILD SEM TIL ER, þá var Ásta Guðbrandsdóttir ættuð úr Víðidal.

Hér verðum við að vísu að líta framhjá því að flestir seinni tíma fræðimenn telja heimildagildi Landnámu lítið, og jafnvel afar lítið, en það er sama:

Þetta segir samt eina heimildin sem er til!

Og samkvæmt því þá ER Elísabet 2. Bretadrottning ættuð úr Víðidalnum.

En svo er náttúrlega spurning hvort einhverjir maðkar kunni að leynast víðar á ættartrénu. Hélt einhver framhjá einhverjum einhvern tíma?

Hefur slíkt einhvern tíma gerst í þessum prúðu ættum fyrirfólksins?

En það, eins og sagt er, er önnur saga.

Auðunarstaðir í VíðidalMyndin er af Sarpi Þjóðminjasafnsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Júlíus Guðni Antonsson skrifaði
    Takk fyrir þessa samantekt, ég sem fyrrum bóndi á Auðunarstöðum og afkomandi Auðuns Skökuls í 32. lið eins og Beta frænka, hef gaman af þessu en vil samt benda á að Elísabet getur varla talist vera ættuð úr Víðidalnum þar sem Þóra Moðháls var fædd útií Noregi og fór aldrei til Íslands. Það er síðan gaman af því að seigja frá því að þegar ég rek ættir mínar til Auðuns Skökuls þá er það í gegnum fyrstu biskupsfrú landsins Döllu Þorvaldsdóttur sem og Steinunni fylgikonu Jóns Arasonar biskups. Ótrúlegt en satt að hátt í 1/3 þeirra sem eru í þessari 32 ættliða keðju hafa búið á Auðunarstöðum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn
Flækjusagan

Ótrú­leg hegð­un Asíufíla: Grafa dána unga með mik­illi við­höfn

Fíl­ar á Indlandi grafa dauða unga sína. Þessi ótrú­lega stað­reynd hef­ur kom­ið fram í dags­ljós­ið eft­ir að ind­versk­ir vís­inda­menn birtu fyr­ir ör­fá­um dægr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem þeir gerðu á fimm hræj­um fílsunga. Vís­inda­menn­irn­ir fylgd­ust með fíla­hjörð­um draga lík sumra ung­anna um lang­an veg — lengsta ferð­in tók tvo sól­ar­hringa — þang­að til fíl­arn­ir fundu nógu mjúk­an jarð­veg sem þeir grófu...

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
6
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
8
Viðskipti

Gjör­breytt að­ferða­fræði við út­reikn­inga á vísi­tölu neyslu­verðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.
Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
9
Fréttir

Minn­ast þeirra sem lét­ust úr fíkni­sjúk­dómn­um: „Hann var á bið­list­an­um“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
4
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
5
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár