Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Elísabet drottning er VÍST úr Víðidalnum!

Elísabet drottning er VÍST úr Víðidalnum!
Elísabet frænka með íslensku fálkaorðuna

Vart hefur farið framhjá neinum að undanfarna daga hefur verið haldið upp á það í Bretlandi — og jafnvel víðar — að 70 ár eru síðan Elísabet 2. settist í hásæti sem drottning Bretlands. („Settist að völdum“ og „valdaafmæli“ er eiginlega vitlaust orðalag því raunveruleg völd hennar eru næstum engin.)

Af þessu tilefni var einhvers staðar rifjuð upp í glensi sagan af því þegar Erlendur Einarsson forstjóri SÍS 1955-1986 lét eitt sinn útbúa ættartölu sem átti að sýna fram á frændsemi hans við Elísabetu en sá oflátungsháttur þótti harla fyndinn hér á landi.

Frændsemin átti að vera gegnum Auðun skökul landnámsmann í Víðidal í Húnavatnssýslu.

Það þótti sérlega fyndið að viðurnefni Auðuns, skökull, þýðir auðvitað ekkert annað en typpi á graðhesti.

En sannleikurinn er reyndar sá að ef tekið er mark á þeim heimildum sem til eru, þá er þessi ættfærsla vissulega rétt.

Ég skal nú rekja ætt Elísabetar allt aftur í Víðidalinn. Og athugið að hér er ekki farið með fleipur íslenskra ættfræðinörda. Allar ættfærslur til og með árinu 1000 eru samkvæmt nýjustu upplýsingum af Wikipediu, og ef það er eitthvað sem Wikipedia er góð í, þá eru það ættir „hefðarfólks“.

Þið getið sjálf rakið ykkur á alfræðisíðunni aftur til ársins 1000.

Rétt er að vekja athygli á að í listanum hér á eftir eru innan sviga við nöfnin til 1700 valdatími konunga og drottninga, en eftir það eru í svigunum fæðingar- og dánarár eftir því sem best er vitað.

Faðir Elísabetar var Georg 6. konungur Breta (1936-1952).

Faðir hans var Georg 5. konungur (1910-1936).

Faðir hans var Játvarður 7. konungur (1901-1910).

Móðir hans var Viktoría drottning (1837-1901).

Faðir hennar var Játvarður hertogi af Kent.

Faðir hans var Georg 3. konungur (1760-1820).

Faðir hans var Friðrik prins af Veils.

Faðir hans var Georg 2. konungur (1727-1760).

Faðir hans var Georg 1. konungur (1714-1727).

Faðir hans var Ernest Augustus hertogi af Hanover (f.1629-d.1698).

Faðir hans var Georg hertogi af Brúnsvík (1582-1641).

Faðir hans var Vilhjálmur hertogi af Brúnsvík (1535-1592).

Faðir hans var Ernest hertogi af Brúnsvík (1497-1546).

Faðir hans var Hinrik hertogi af Brúnsvík (1468-1532).

Faðir hans Ottó veglyndi hertogi af Brúnsvík (1439-1471).

Faðir hans var Friðrik guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1418-1478).

Faðir hans var Bernharður hertogi af Brúnsvík (1360-1434).

Faðir hans var Magnús „með hálskeðjuna“ hertogi af Brúnsvík (1324-1374).

Faðir hans var Magnús guðhræddi hertogi af Brúnsvík (1304-1369).

Faðir hans var Albert feiti hertogi af Brúnsvík (1268-1318).

Faðir hans var Albert stóri hertogi af Brúnsvík (1236-1279).

Faðir hans var Ottó barn hertogi af Brúnsvík (1204-1252).

Faðir hans var Vilhjálmur lávarður af Luneburg (1184-1213).

Faðir hans var Hinrik ljón hertogi af Saxlandi (1130-1195).

Faðir hans var Hinrik drambláti hertogi af Bæjaralandi (1108-1139).

Móðir hans var Úlfhildur af Saxlandi (1072-1126).

Faðir hennar var Magnús hertogi af Saxlandi (1045-1106).

Móðir hans var Úlfhildur hin norska (1020-1071).

Faðir hennar var Ólafur digri Noregskonunugur (995-1030).

Móðir hans var Ásta Guðbrandsdóttir (975-1025).

Móðir hennar var Úlfhildur, væntanlega fædd um 950.

Móðir hennar var Þóra mosháls, væntanlega fædd um 920.

Faðir hennar var Auðun skökull, væntanlega fæddur um 860-870, ef hann var í rauninni til.

Í 400 ár voru forfeður og -mæður Elísabetar valdafólk í Brúnsvík.Þótt íslenskun á nafninu virðist gefa til kynna vík við sjó, þá er Brúnsvík (Braunschweig) langt inni í landi, þar sem bláa táknið er. „Vík“ þýðir í þessu tilfelli sennilega áfanga- eða hvíldarstað.

Um Auðun skökul (hafi hann verið til) er fátt vitað, nema Landnámabók segir að faðir hans hafi heitið Björn einhver, en sá hafi verið sonur Hunda-Steinars, jarls á Englandi, og Álöfar, dóttur Ragnars loðbrókar.

Ragnar loðbrók var þjóðsagnapersóna á Norðurlöndum, sem gerði hervirki á Englandi í upphafi víkingaaldar, en óvíst er hvort hann var tómur tilbúningur eða átti sér einhvers konar fyrirmynd.

Eins og ég sagði hér fremst: Heimildir eru ætt Elísabetar allt frá henni og til Ólafs digra eru svona þokkalega áreiðanlegar, með öllum hugsanlegum fyrirvörum þó.

Þetta gæti að minnsta kosti verið svona!

Heimild að þremur elstu ættliðunum — frá móður Ástu Guðbrandsdóttur til Auðuns skökuls — hún er aftur á móti aðeins ein: Landnámabók sem upphaflega er talin hafa verið skrifuð á fyrri hluta 12. aldar. Þar segir:

„Auðun skökull fór til Íslands og nam Víðidal og bjó á Auðunarstöðum. […] Auðun skökull var faðir Þóru mosháls, móður Úlfhildar, móður Ástu, móður Óláfs konungs hins helga [eða digra].“

Meira er það nú ekki.

Þegar Snorri Sturluson skrifaði sögu konunganna Ólafs Tryggvasonar og Ólafs digra um það bil eftir að fyrsta gerð Landnámu var skrifuð, þá getur hann um Ástu Guðbrandsdóttur móður Ólafs digra en nefnir ekki hver móðir hennar hafi verið. Samkvæmt því treystir Norsk biografisk leksikon sér ekki til að slá því föstu — hvað sem Landnáma segir — að móðir Ástu Guðbrandsdóttur hafi verið Úlfhildur dótturdóttir Auðuns skökuls, því „morens navn er ikke kjent“ segir þar aðeins.

Það breytir því þó ekki að samkvæmt ÞEIRRI EINU HEIMILD SEM TIL ER, þá var Ásta Guðbrandsdóttir ættuð úr Víðidal.

Hér verðum við að vísu að líta framhjá því að flestir seinni tíma fræðimenn telja heimildagildi Landnámu lítið, og jafnvel afar lítið, en það er sama:

Þetta segir samt eina heimildin sem er til!

Og samkvæmt því þá ER Elísabet 2. Bretadrottning ættuð úr Víðidalnum.

En svo er náttúrlega spurning hvort einhverjir maðkar kunni að leynast víðar á ættartrénu. Hélt einhver framhjá einhverjum einhvern tíma?

Hefur slíkt einhvern tíma gerst í þessum prúðu ættum fyrirfólksins?

En það, eins og sagt er, er önnur saga.

Auðunarstaðir í VíðidalMyndin er af Sarpi Þjóðminjasafnsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Júlíus Guðni Antonsson skrifaði
    Takk fyrir þessa samantekt, ég sem fyrrum bóndi á Auðunarstöðum og afkomandi Auðuns Skökuls í 32. lið eins og Beta frænka, hef gaman af þessu en vil samt benda á að Elísabet getur varla talist vera ættuð úr Víðidalnum þar sem Þóra Moðháls var fædd útií Noregi og fór aldrei til Íslands. Það er síðan gaman af því að seigja frá því að þegar ég rek ættir mínar til Auðuns Skökuls þá er það í gegnum fyrstu biskupsfrú landsins Döllu Þorvaldsdóttur sem og Steinunni fylgikonu Jóns Arasonar biskups. Ótrúlegt en satt að hátt í 1/3 þeirra sem eru í þessari 32 ættliða keðju hafa búið á Auðunarstöðum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár