Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og Eva Dís Þórðardóttir, leiðbeinandi hjá Stígamótum segja að samfélagið átti sig ekki á ömurlegri stöðu þeirra kvenna sem neyðist til að vera í vændi og að flestar þeirra beri af því varanlegan skaða. Í þættinum Eigin Konur segja þær frá bók um vændi á Íslandi sem kemur út innan skamms. Í henni eru meðal annars birtar reynslusögur sex kvenna sem hafa verið í vændi.
„Samfélagið virðist ekki átta sig á neyðinni sem veldur því að konur selja aðgang að líkama sínum. Að þessu sé leyft að grassera í okkar samfélagi sem er svona lítið, að það viðgangist að fólk í neyð, veikar konur, fátækar konur neyðist til að grípa til slíkra ráða,“ segir Eva Dís Þórðardóttir. Hún vinnur hjá Stígamótum og hefur þar umsjón með svokölluðum Svanahópum sem eru stuðningshópar fyrir þolendur vændis. Eva Dís segir að konunum gefist þar tækifæri til að tala um afleiðingar vændis og vinna úr áföllum því tengdu. Eva Dís segir að hugmyndin um að skrifa bók með reynslusögum kvenna af vændi hafi kviknað árið 2019 þegar hún var með hópnum og ein kvennanna spurði hvar þær gætu sagt sögur sínar. „Sumar þessar sögur sitja verulega á sálinni okkar, inni í taugakerfinu okkar. Við erum að fá jafnvel svona leiftur, svona „flashback“ af því að langflestar okkar ef ekki …
Athugasemdir