Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti fylgi í 20 sveit­ar­fé­lög­um í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þar af missti flokk­ur­inn fylgi í þrem­ur þeim fjöl­menn­ustu og sjö af tíu fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lög­un­um.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum
Stærst en töpuðu þó Útkoma Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík undir forystu Hildar Björnsdóttur er sú slakasta í sögunni. Þar, eins og víða annars staðar, gæti landsmálapólitík haft áhrif. Salan á Íslandsbanka og gagnrýnin sem Sjálfstæðisflokkurinn, og ekki síst Bjarni Benediktsson formaður, hafa setið undir eftir hana hefur að líkindum smitast yfir og haft áhrif í sveitarstjórnarkosningunum.

Liðnar sveitarstjórnarkosningar voru Sjálfstæðisflokknum ekki hagfelldar heilt á litið. Staða flokksins veiktist í sjö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins, þar af í þremur þeim stærstu, og á höfuðborgarsvæðinu missti flokkurinn fimm sveitarstjórnarfulltrúa. Sérfræðingar sem Stundin ræddi við telja líklegt kjósendur flokksins hafi í meira mæli nú leitað yfir til Framsóknarflokksins, sem hafi rekið öfluga kosningabaráttu og náð eyrum fólks. Þá hafi landsmálapólitík smitað yfir í sveitarstjórnarkosningarnar og líklegt sé að andróður gegn Sjálfstæðisflokknum eftir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi haft einhverjar afleiðingar fyrir flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum í kosningunum um liðna helgi, miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum. Alls búa 80 prósent landsmanna í sveitarfélögunum 20 þar sem flokkurinn missti fylgi, mismikið þó. Þá tapaði flokkurinn sveitarstjórnarfulltrúum í 14 sveitarfélögum. Flokkurinn bætti aftur á móti við sig fylgi í 13 sveitarfélögum og sveitarstjórnarfulltrúum í 6 sveitarfélögum. Í 13 sveitarfélögum hélst fulltrúatala flokksins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Þetta eru bara yndislegar fréttir! Það að X-D er á niðurleið þýðir betra þjóðfélag, alla vega mikil von!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjörtímabilinu
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjör­tíma­bil­inu

Borg­ar­full­trú­ar hafa mis­mun­andi sýn á það sem upp úr stóð á líð­andi kjör­tíma­bili, bæði gott og slæmt. Skoð­an­ir á því hvernig tókst til í vel­ferð­ar­mál­um eru þannig skipt­ar en ekki endi­lega eft­ir því hvort fólk sat í meiri- eða minni­hluta. Borg­ar­full­trú­ar í meiri­hluta telja sig ekki hafa stað­ið sig nægi­lega vel þeg­ar kem­ur að mál­efn­um fatl­aðs fólks. Frá­far­andi borg­ar­full­trúi brýn­ir næstu borg­ar­stjórn til að und­ir­búa borg­ina und­ir fram­tíð­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu