Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Kosningapróf Stundarinnar: Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn

Kjós­end­ur í Reykja­vík vilja Borg­ar­línu og minni áherslu á einka­bíl­inn, auk­ið lóða­fram­boð og fleiri fé­lags­leg­ar íbúð­ir og trygga leik­skóla­vist barna frá 12 mán­aða aldri, ef marka má nið­ur­stöð­ur kosn­inga­prófs Stund­ar­inn­ar.

<span>Kosningapróf Stundarinnar:</span> Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn
Á svipuðum nótum Séu svör þátttakenda í kosningaprófi Stundarinnar borin saman við svör frambjóðenda í Reykjavík má sjá mjög svipað mynstur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Lítið ber á milli í skoðunum frambjóðenda í Reykjavík og kjósenda, sé miðað við kosningapróf Stundarinnar. Greinanlegast er hvar skilur á milli í afstöðu til þess hvort rétt sé að byggja upp í nýjum hverfum eða halda áfram að þétta byggð. Þar má greina mun því töluvert fleiri fleiri frambjóðendur eru andsnúnir því að lögð verði áhersla á uppbyggingu í nýjum hverfum, umfram þéttingu byggðar, en þátttakendur í kosningaprófinu.

Tíu efstu frambjóðendum framboðanna sem berjast um borgina bauðst að taka þátt í kosningaprófi Stundarinnar, alls 110 manns. 72 frambjóðendur úr öllum framboðum þáðu boðið. Afstaða kjósenda byggir á tæplega 7.700 svörum þeirra sem tekið höfðu prófið um miðjan dag í dag, föstudaginn 13. maí. Alls voru settar fram 45 fullyrðingar í kosningaprófinu sem frambjóðendur, og síðan þátttakendur í prófinu, gátu tekið afstöðu til. Sex svarmöguleikar voru við hverja fullyrðingu, mjög eða frekar ósammála og mjög eða frekar sammála, auk hlutlaus eða veit ekki/vil ekki svara.

Hér að neðan verður afstaða þátttakenda í prófinu rakin og borin saman við afstöðu frambjóðenda í hluta af þeim fullyrðingum sem settar voru fram í prófinu. Rétt er að gera þann fyrirvara að kosningapróf Stundarinnar er ekki vísindaleg skoðanakönnun; þar eð úrtak er ekki valið með handahófskenndum hætti heldur getur hver sem er tekið prófið. Þá er rétt að benda á að þegar notað er orðalagið kjósendur hér að neðan er að sjálfsögðu aðeins verið að vísa til þátttakenda í prófinu.

Hins vegar ætti afstaða frambjóðenda að vera nokkuð skýr, þar eð um afmarkað þýði er að ræða og svarhlutfall var rúm 65 prósent. Þá má nefna að allir oddvitar framboðanna svöruðu prófinu og allir nema einn frambjóðandi í 2. sæti framboðanna einnig.

Vilja uppbyggingu almenningssamgangna og Borgarlínu

Nokkur fjöldi fullyrðinga í prófinu fjallaði um samgöngur og í ljós kemur, ef marka má prófið, að Reykvíkingar vilja fremur að lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna umfram uppbyggingu gatnakerfisins. Alls eru 59 prósent þátttakenda á því á meðan að 28 prósent telja mikilvægara að gatnakerfið verði byggt upp. Frambjóðendur eru enn harðari fylgjendur almenningssamgangna því 68 prósent þeirra vilja fremur uppbyggingu þeirra en gatnakerfisins, á meðan rúm 16 prósent eru á öndverðum meiði.  

59%
kjósenda
vilja uppbyggingu almenningssamgangna
68%
frambjóðenda
vilja uppbygginu almenningssamgangna

Þátttakendur í kosningaprófinu er ekki á því að endurhugsa eigi Borgarlínu og greiða fremur götu einkabílsins. Því er tæpur helmingur allra þátttakenda mjög ósammála og 14 prósent til viðbótar frekar ósammála. Tæpur fjórðungur er hins vegar sammála því að það væri rétt að gera. Frambjóðendur eru á svipuðum nótum, 56 prósent eru mjög ósammála slíkri áherslubreytingu og 11 prósent frekar ósammála. Í heildina eru 27 prósent frambjóðenda hins vegar á því að betra væri að greiða götu einkabílsins.

Þáttakendur í kosningaprófinu vilja að yfirgnæfandi meirihluta að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar fyrir börn að 18 ára aldri. 80 prósent svarenda segjast vera því sammála og þar af eru yfir 50 prósent mjög sammála. Gera má ráð fyrir að svarendum verði við ósk sinni, ef marka má svör frambjóðenda, en tæplega 80 prósent þeirra eru vilja gjaldfrjálsan strætó fyrir börn.

Vilja draga úr umferð en halda nagladekkjunum

Borgarbúar skiptast í tvö horn, þó ekki jafn stór, þegar tekin er afstaða til fullyrðingar um að sporna ætti gegn svifryksmengun með því að draga úr notkun einkabílsins. Um 55 prósent svarenda eru því sammála en um 30 prósent eru því andvíg. Enn stærra hlufall frambjóðenda vill fara þessa leið, rúm 68 prósent, en öllu færri frambjóðendur en kjósendur eru henni andvíg, tæp 25 prósent.

Þó meirihluti svarenda sé á því draga ætti úr bílaumferð, í því skyni að sporna gegn svifryksmengun, er ekki hið sama uppi á teningunum þegar kemur að því hvort banna ætti notkun nagladekkja. Meirihluti svarenda er því andvígur, rétt tæplega helmingur, á meðan að ríflega 35 prósent eru á því að banna ætti nagladekkin. 45 prósent frambjóðenda vilja ekki banna nagladekkin en 38 prósent eru á því að það ætti að gera.

54%
kjósenda
vilja flugvöllinn burt

Færri en fleiri eru þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri til framtíðar. Þeir sem eru því fylgjandi telja 28 prósent þátttakenda en 54 prósent eru því andvíg, þar af 40 prósent mjög andvíg. Heldur fleiri frambjóðendur en kjósendur vilja sjá flugvöllinn fara, tæp 46 prósent þeirra eru mjög áfram um það og 15 prósent frekar fylgjandi því. Rúm 19 prósent frambjóðenda eru hins vegar á því að Vatnsmýri ætti að vera framtíðar staðsetning flugvallarins og 5,5 prósent hallast frekar í þá átt.

Ekki samhljómur um hvar á að byggja

Athyglisvert er að lítið ber á milli í afstöðu þátttakenda í kosningaprófinu þegar kemur að því hvort byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggð. 42 prósent svarenda eru ósammála því að leggja ætti áherslu á að byggja upp í nýjum hverfum en á meðan að 43 prósent eru sammála því. Sú afstaða fer hins vegar ekki saman við vilja frambjóðenda. Tæplega 42 prósent þeirra eru mjög ósammála því að byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggðina og tæp 20 prósent til viðbóðar eru því frekar ósammála, alls tæplega 62 prósent. Tæplega 30 prósent frambjóðenda eru hins vegar sammála þeirri uppbyggingarstefnu.

43%
kjósenda
vilja byggja í nýjum hverfum
62%
frambjóðenda
vilja ekki byggja í nýjum hverfum

Borgarbúar eru þeirrar skoðunar að fjölga þurfi lóðum til íbúðabygginga verulega, tæplega þrír fjórðu svarenda kosningaprófsins eru þeirrar skoðunar og aðeins rúm 5 prósent eru ósammála því. Enn fleiri frambjóðendur eru á sama máli, tæp 88 prósent. Þá er samhljómur milli þátttakenda í könnuninni og hugmyndar Pírata um skilyrða ætti lóðaúthlutanir á þann hátt að fjórðungi lóða sé úthlutað undir leigu- og búseturéttaríbúðir. Helmingur þátttakanda styður slík skilyrði en tæp 18 prósent eru þeim andvíg. Ríflega helmingur frambjóðenda styðja þá hugmynd en öllu fleiri frambjóðendur en þátttakendur í könnuninni eru henni andvígir, alls 25 prósent.

Að sama skapi vilja tveir þriðju þátttakenda að framboð félagslegs húsnæðis verði aukið verulega á meðan að aðeins tíu prósent telja ekki þörf á því. Hlutfallið er svipað hjá frambjóðendum, ríflega 10 prósent telja ekki þörf á auknu framboð félagslegs húsnæðis en 83 prósent telja þörf á því.

Fleiri kjósendur en frambjóðendur vilja heimgreiðslur

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sem tekið hafa prófið vilja að öllum börnum verði tryggð leikskólavist frá 12 mánaða aldri, alls um 80 prósent. Aðeins 7 prósent eru því andvíg. Hlutföllin eru í takt við vilja frambjóðenda sem eru þó enn meira áfram um að börnunum verði tryggð leikskólavist við eins árs aldurinn. Tæplega 70 prósent frambjóðenda eru mjög sammála því og 23 prósent til viðbótar eru því frekar sammála.

Þá vilja þátttakendur að ráðist verði í stórátak í uppbyggingu leik- og grunnskóla í borginni. Um 65 prósent svarenda vilja að það verði gert en aðeins um 6 prósent eru því andvíg. 86 prósent frambjóðenda vilja ráðast í slíkt átak.

Almennt eru kjósendur andvígir því að rekstri leik- og grunnskóla verði útvistað til einkaaðila, alls 63 prósent á meðan 20 prósent eru því fylgjandi. Hutföllin eru svipuð hjá frambjóðendum, heldur fleiri þeirra eru þó andvígir, 65 prósent, og sömuleiðis eru heldur fleiri frambjóðendur fylgjandi útvistun, 23 prósent.

Þá er töluverður stuðningur við þá hugmynd að borgin greiði foreldrum ungra barna fyrir að vera með þau heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til þau fá leikskólavist. Ríflega fjórðungur svarenda er mjög sammála slíkri hugmynd og tæplega þriðjungur er frekar sammála, alls 57 prósent. Tæp 24 prósent eru hins vegar ósammála nálguninni. Þarna fer vilji kjósenda ekki alveg saman við áherslur frambjóðenda. Rúm 40 prósent frambjóðenda vilja ekki fara þessa leið, þar af eru 27 prósent henni mjög andvíg. Ögn lægra hlutfall frambjóðenda vill fara heimgreiðsluleiðina en kjósendur, en þó yfir helmingur, alls um 52 prósent.

50%
kjósenda
vilja gjaldfrjálsan leikskóla

Þegar spurt er um hvort rétt sé að leikskólar yrðu gerðir gjaldfrjálsir svara rétt um helmingur þátttakenda því til að þeir séu því sammála. Á móti er rétt um þriðjungur. Athygli vekur að lægra hlufall kjósenda, eða þátttakenda í kosningaprófinu í það minnsta, eru þessarar skoðunar en frambjóðendur því rúm 55 prósent frambjóðenda telja þetta rétta leið að fara. Rúm 30 prósent frambjóðenda eru því ósammála.

Hins vegar er yfirgnæfandi stuðningur við að hækka tómstundastyrki barna í 75 þúsund krónur að lágmarki, tæplega 70 prósent svarenda eru því sammála og sárafáir ósammála, aðeins rúm 6 prósent. Frambjóðendur eru enda að megninu til á sömu skoðun, og raunar í enn hærra hlutfalli, því 80 prósent þeirra er u á því að hækka styrkinn.

Vilja ekki hallarekstur en ekki heldur hærra útsvar

Fleiri reykvískir kjósendur eru andvígir því að útsvarsprósenta í borginni verði lækkuð en eru því fylgjandi. Í heild eru ríflega 40 prósent því ósammála á meðan að tæplega 25 prósent þeirra sem svarað hafa kosningaprófinu eru því sammála. Fleiri frambjóðendur eru einarðir í andstöðu við að útsvarið verði lækkað en alls eru 55 prósent frambjóðenda því mótfallnir. Fjórðungur frambjóðenda er hins vegar mjög áfram um að það verði gert og 8 prósent til viðbótar eru frekar hlynntir því.

Fleiri en færri vilja að áhersla verði lögð á að reka borgina án halla á kjörtímabilinu en um helmingur þátttakenda eru því sammála, á meðan að um 15 prósent telja það ekki forgangsmál. Frambjóðendur eru á einnig á því að hallarekstur sé ekki málið, 63 prósent segja að reka þurfi borgina án halla en 15 prósent eru því ósammála, rétt eins og þátttakendur í prófinu.

Mjög misjafnt er hvaða skoðun kjósendur hafa á því hvort borgin eigi að eiga fyrirtæki sem eru í samkeppnisrekstri. Tæplega 15 prósent svarenda eru mjög ósammála þeirri fullyrðingu að borgin eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því frekar ósammála. Að sama skapi eru 22 prósent svarenda á frekar sammála því að borgin losi sig út úr samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því mjög sammála. Rúm 18 prósent hafa ekki sérstaka skoðun á málefninu. Frambjóðendur eru harðari í andstöðu sinni við að borgin eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri heldur en kjósendur en 34 prósent þeirra eru mjög sammála því að borgin losi sig út úr slíkum reksti og 25 prósent eru því frekar sammála. Rétt tæpur þriðjungur frambjóðenda er hins vegar ósammála því og telja þá væntanlega að í góðu lagi sé að borgin standi í slíkum rekstri.

Áfram verði stutt við íþróttir og menningu

Þátttakendur vilja þá ekki að meirihluta að dregið verði úr styrkjum borgarinnar til afreksíþrótta en 56 prósent eru því andvíg. Þá vilja kjósendur helfur ekki að dregið verði úr stuðningi við menningarstarfsemi því 77 prósent þátttakenda segjast því mjög ósammála. Frambjóðendur vilja heldur ekki að dregið verði úr stuðningi við íþróttir og menningu. 70 prósent frambjóðenda eru ósammála því þegar kemur að íþróttum og 85 prósent þegar spurt er um menningarstarfsemi.

Því sem næst allir þátttakendur vilja að höfuðáhersla verði lögð á að útrýma kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu, alls 81 prósent. Hins vegar eru þeir færri sem vilja beita jákvæðri mismunun til að jafna stöðu kvenna á við karla. 47 prósent eru því sammála en rúmur fjórðungur þátttakenda vill ekki fara þá leið. Frambjóðendur eru í góðum tengslum við kjósendur þegar kemur að kynbundnum launamun en 89 prósent þeirra vilja að honum verði útrýmt. Hið sama má segja um beitingu jákvæðrar mismununar en 45 prósent frambjóðenda vilja að henni verði beitt á meðan rúmur fjórðungur er því ósammála, þar af 19 prósent frekar ósammála.

Yfir helmingur þátttakenda vilja þá að íbúar fái beina aðkomu að ákvarðanatöku í flestum málum með íbúakosningum en rúmur fjórðungur telur enga þörf á því. Sama hlutfall frambjóðenda telur það þarflaust en tæplega 65 prósent frambjóðenda vilja færa völdin í meira mæli til fólksins.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi
1
Eigin Konur#106

Martyna Ylfa - Fyr­ver­andi kær­asti beitti hana and­legu of­beldi og lifði tvö­földu lífi

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Martyna var sam­bandi með ís­lensk­um manni sem beitti hana of­beldi í lang­an tíma. Ein þekkt­asta að­ferð­in til að ná stjórn í of­beld­is­sam­bandi er að brjóta nið­ur mak­ann, þannig að hann treyst­ir ekki sjálf­um sér leng­ur og telji sig ekki verð­ug­an ham­ingju og heil­brigð­ari fram­komi. „Mér leið eins og ég hafi hitt sálu­fé­lag­ann minn. Þetta byrj­aði mjög hratt og hon­um fannst allt sem ég gerði flott, föt­in mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æð­is­legt,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að eft­ir smá tíma að þá breytt­ist það og hann fór að brjóta hana nið­ur. „Flót­lega hrundi sjálfs­traust­ið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spur­ja margra spurn­inga. Ég vissi al­veg þeg­ar hann var reið­ur og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
2
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
3
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
Aðalsteinn Kjartansson
4
Pistill„Skæruliðar“ Samherja

Aðalsteinn Kjartansson

Þeg­ar lög­regl­an geng­ur er­inda hinna valda­miklu

Blaða­mað­ur­inn Að­al­steinn Kjart­ans­son skrif­ar um rann­sókn lög­reglu á frétta­skrif­um af skæru­liða­deild Sam­herja og hvernig hún hef­ur bú­ið til svig­rúm fyr­ir valda­karla að sá efa­semda­fræj­um um heil­indi blaða­manna.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
5
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta
6
FréttirEigin konur

Vak­in upp af lög­reglu vegna falskr­ar til­kynn­ing­ar fyrr­ver­andi kær­asta

Sam­býl­is­mað­ur Martynu Ylfu sleit sam­bandi við hana upp úr þurru og hóf sam­band við aðra konu. Þeg­ar Martyna sagði mann­in­um að hún vildi ekki taka upp sam­band við hann að nýju sig­aði hann lög­regl­unni á heim­ili henn­ar með falskri til­kynn­ingu um ógn­andi skila­boð.
Saga Nínu: Í leit að samþykki en endaði í vændi
7
Fréttir

Saga Nínu: Í leit að sam­þykki en end­aði í vændi

Kon­ur í vændi eru út­skúf­að­ar úr sam­fé­lag­inu, rétt­indi þeirra eru brot­in og vernd er hvergi að finna, er nið­ur­staða nýrr­ar ís­lenskr­ar rann­sókn­ar. „Mað­ur er ekki mann­eskja.“

Mest deilt

Aðalsteinn Kjartansson
1
Pistill„Skæruliðar“ Samherja

Aðalsteinn Kjartansson

Þeg­ar lög­regl­an geng­ur er­inda hinna valda­miklu

Blaða­mað­ur­inn Að­al­steinn Kjart­ans­son skrif­ar um rann­sókn lög­reglu á frétta­skrif­um af skæru­liða­deild Sam­herja og hvernig hún hef­ur bú­ið til svig­rúm fyr­ir valda­karla að sá efa­semda­fræj­um um heil­indi blaða­manna.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
Neytendur bera kostnaðinn af háum launum og arðgreiðslum verslunarinnar
3
Fréttir

Neyt­end­ur bera kostn­að­inn af há­um laun­um og arð­greiðsl­um versl­un­ar­inn­ar

Mat­vöru­versl­an­ir í land­inu skil­uðu hundraða millj­óna króna hagn­aði á síð­asta ári. Laun stjórn­enda þeirra eru tal­in í tug­um millj­óna á árs­grund­velli. Á sama tíma hef­ur vöru­verð hækk­að um hátt í tíu pró­sent. Neyt­end­ur njóta ekki auk­inn­ar arð­semi í rekstri, sem með­al ann­ars verð­ur til með því að þeir af­greiða sig sjálf­ir og draga þar með úr launa­kostn­aði.
Ásta Logadóttir
4
Aðsent

Ásta Logadóttir og Sölvi Kristjánsson

Kæru fjár­magnar­ar, upp­bygg­ing­ar­að­il­ar og íbúð­ar­kaup­end­ur

Slæm dags­birtu­skil­yrði eru vax­andi ógn við heilsu­far fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að mati verk­fræð­ings og lýs­ing­ar­hönnuð­ar.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
5
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“
6
Fréttir

„Með þessu missti kirkj­an að minnsta kosti eina sál“

Skrúf­að var fyr­ir heitt vatn á tveim­ur bæj­um í Reyk­holts­dal í Borg­ar­firði í byrj­un júlí. Bæ­irn­ir hafa ver­ið heita­vatns­laus­ir síð­an. Ábú­end­ur á bæn­um Skáney segja óbil­girni og yf­ir­gang fyrr­ver­andi prests í Reyk­holti, Geirs Waage, rót­ina að mál­inu. Í gildi sé samn­ing­ur við kirkju­mála­sjóð til næstu 37 ára um kaup og sölu á vatn­inu.
Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu
7
Fréttir

Mik­ill meiri­hluti vill leigu­þak og leigu­bremsu

Fast að því þrír af hverj­um fjór­um Ís­lend­ing­um styðja að tek­ið verði upp þak á leigu­greiðsl­ur og hækk­un á leigu verði brems­uð, sam­kvæmt nýrri könn­un. Meiri­hlutastuðn­ing­ur er við slík­ar að­gerð­ir í öll­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Stuðn­ing­ur­inn er minnst­ur á með­al kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, þó þeir já­kvæðu séu í meiri­hluta þar líkt og hjá öðr­um.

Mest lesið í vikunni

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
1
Fréttir

Geir Waage er ekki skráð­ur eig­andi að hita­veit­unni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.
Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi
2
Eigin Konur#106

Martyna Ylfa - Fyr­ver­andi kær­asti beitti hana and­legu of­beldi og lifði tvö­földu lífi

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Martyna var sam­bandi með ís­lensk­um manni sem beitti hana of­beldi í lang­an tíma. Ein þekkt­asta að­ferð­in til að ná stjórn í of­beld­is­sam­bandi er að brjóta nið­ur mak­ann, þannig að hann treyst­ir ekki sjálf­um sér leng­ur og telji sig ekki verð­ug­an ham­ingju og heil­brigð­ari fram­komi. „Mér leið eins og ég hafi hitt sálu­fé­lag­ann minn. Þetta byrj­aði mjög hratt og hon­um fannst allt sem ég gerði flott, föt­in mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æð­is­legt,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að eft­ir smá tíma að þá breytt­ist það og hann fór að brjóta hana nið­ur. „Flót­lega hrundi sjálfs­traust­ið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spur­ja margra spurn­inga. Ég vissi al­veg þeg­ar hann var reið­ur og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
3
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
4
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
Aðalsteinn Kjartansson
5
Pistill„Skæruliðar“ Samherja

Aðalsteinn Kjartansson

Þeg­ar lög­regl­an geng­ur er­inda hinna valda­miklu

Blaða­mað­ur­inn Að­al­steinn Kjart­ans­son skrif­ar um rann­sókn lög­reglu á frétta­skrif­um af skæru­liða­deild Sam­herja og hvernig hún hef­ur bú­ið til svig­rúm fyr­ir valda­karla að sá efa­semda­fræj­um um heil­indi blaða­manna.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
6
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Fjárfest fyrir milljarða til að gera Klíníkina að sjúkrahúsi
7
Fréttir

Fjár­fest fyr­ir millj­arða til að gera Klíník­ina að sjúkra­húsi

Á næstu 22 mán­uð­um mun fast­eigna­fé­lag­ið Reit­ir ráð­ast í millj­arða fram­kvæmd­ir til að breyta hús­næði í Ár­múla í sjúkra­hús. Þar mun Klíník­in reka stór­aukna starf­semi sína til næstu 20 ára hið minnsta. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áform um að bjóða upp á sér­staka verkja­með­ferð og auka veru­lega við legu­rými.

Mest lesið í mánuðinum

Sex gjaldþrot og jarðarför
1
Afhjúpun

Sex gjald­þrot og jarð­ar­för

Fjöldi fyr­ir­tækja sem öll tengj­ast litl­um hópi manna sem leigt hef­ur út er­lenda starfs­menn, hafa far­ið í þrot á síð­ustu ár­um og skil­ið eft­ir hundruð millj­óna króna skatta- og ið­gjalda­skuld­ir. Á inn­an við ári hafa fjög­ur fyr­ir­tæki þeirra far­ið í þrot án þess að nokk­uð feng­ist upp í hálfs millj­arðs króna kröf­ur í þau. Huldu­menn sem taka yf­ir fyr­ir­tæk­in stuttu fyr­ir gjald­þrot eru tald­ir vera svo­kall­að­ir út­far­ar­stjór­ar.
Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
2
Fréttir

Geir Waage er ekki skráð­ur eig­andi að hita­veit­unni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.
„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“
3
Fréttir

„Með þessu missti kirkj­an að minnsta kosti eina sál“

Skrúf­að var fyr­ir heitt vatn á tveim­ur bæj­um í Reyk­holts­dal í Borg­ar­firði í byrj­un júlí. Bæ­irn­ir hafa ver­ið heita­vatns­laus­ir síð­an. Ábú­end­ur á bæn­um Skáney segja óbil­girni og yf­ir­gang fyrr­ver­andi prests í Reyk­holti, Geirs Waage, rót­ina að mál­inu. Í gildi sé samn­ing­ur við kirkju­mála­sjóð til næstu 37 ára um kaup og sölu á vatn­inu.
Hjallastefnan keypti framkvæmdastjórann út fyrir 55 milljónir
4
Fréttir

Hjalla­stefn­an keypti fram­kvæmda­stjór­ann út fyr­ir 55 millj­ón­ir

Einka­rekna skóla­fyr­ir­tæk­ið Hjalla­stefn­an þurfti að lækka hluta­fé sitt til að kaupa hluta­bréf fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, Þór­dís­ar Jónu Sig­urð­ar­dótt­ur. Hluta­bréf­in voru keypt á 55 millj­ón­ir. Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, stofn­andi Hjalla­stefn­unn­ar, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki áð­ur gert kauprétt­ar­samn­inga, muni ekki gera það aft­ur og læri af reynsl­unni.
„Rússneska þjóð, þið eruð sofandi risi“
5
FréttirÚkraínustríðið

„Rúss­neska þjóð, þið er­uð sof­andi risi“

Rúss­nesk­ir an­arkó-komm­ún­ist­ar hafa fram­ið fjölda skemmd­ar­verka í kring­um hern­að­ar­lega mik­il­væga inn­viði frá upp­hafi Úkraínu­stríðs­ins. Hóp­ur­inn lít­ur á stríð­ið sem þátt í bar­áttu sinni gegn al­þjóða­heimsvalda­stefnu.
Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi
6
Eigin Konur#106

Martyna Ylfa - Fyr­ver­andi kær­asti beitti hana and­legu of­beldi og lifði tvö­földu lífi

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Martyna var sam­bandi með ís­lensk­um manni sem beitti hana of­beldi í lang­an tíma. Ein þekkt­asta að­ferð­in til að ná stjórn í of­beld­is­sam­bandi er að brjóta nið­ur mak­ann, þannig að hann treyst­ir ekki sjálf­um sér leng­ur og telji sig ekki verð­ug­an ham­ingju og heil­brigð­ari fram­komi. „Mér leið eins og ég hafi hitt sálu­fé­lag­ann minn. Þetta byrj­aði mjög hratt og hon­um fannst allt sem ég gerði flott, föt­in mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æð­is­legt,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að eft­ir smá tíma að þá breytt­ist það og hann fór að brjóta hana nið­ur. „Flót­lega hrundi sjálfs­traust­ið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spur­ja margra spurn­inga. Ég vissi al­veg þeg­ar hann var reið­ur og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
Strákurinn sem dreifði nektarmyndunum sendi hughreystandi skilaboð á sama tíma
7
Fréttir

Strák­ur­inn sem dreifði nekt­ar­mynd­un­um sendi hug­hreyst­andi skila­boð á sama tíma

Freyja Gunn­ars­dótt­ir var fimmtán ára þeg­ar nekt­ar­mynd­ir af henni fóru í dreif­ingu. Ger­and­inn neit­aði að taka mynd­irn­ar nið­ur, sagð­ist hafa keypt þær og eiga þær. Hún leit­aði þá til móð­ur hans sem sagði að hún hefði ekki átt að taka mynd­irn­ar. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar lenti Freyja illa í jafn­aldra sín­um, en þrátt fyr­ir játn­ingu rík­ir enn óvissa í mál­inu þrem­ur ár­um síð­ar.

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.