Kosningapróf Stundarinnar: Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn

Kjós­end­ur í Reykja­vík vilja Borg­ar­línu og minni áherslu á einka­bíl­inn, auk­ið lóða­fram­boð og fleiri fé­lags­leg­ar íbúð­ir og trygga leik­skóla­vist barna frá 12 mán­aða aldri, ef marka má nið­ur­stöð­ur kosn­inga­prófs Stund­ar­inn­ar.

<span>Kosningapróf Stundarinnar:</span> Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn
Á svipuðum nótum Séu svör þátttakenda í kosningaprófi Stundarinnar borin saman við svör frambjóðenda í Reykjavík má sjá mjög svipað mynstur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Lítið ber á milli í skoðunum frambjóðenda í Reykjavík og kjósenda, sé miðað við kosningapróf Stundarinnar. Greinanlegast er hvar skilur á milli í afstöðu til þess hvort rétt sé að byggja upp í nýjum hverfum eða halda áfram að þétta byggð. Þar má greina mun því töluvert fleiri fleiri frambjóðendur eru andsnúnir því að lögð verði áhersla á uppbyggingu í nýjum hverfum, umfram þéttingu byggðar, en þátttakendur í kosningaprófinu.

Tíu efstu frambjóðendum framboðanna sem berjast um borgina bauðst að taka þátt í kosningaprófi Stundarinnar, alls 110 manns. 72 frambjóðendur úr öllum framboðum þáðu boðið. Afstaða kjósenda byggir á tæplega 7.700 svörum þeirra sem tekið höfðu prófið um miðjan dag í dag, föstudaginn 13. maí. Alls voru settar fram 45 fullyrðingar í kosningaprófinu sem frambjóðendur, og síðan þátttakendur í prófinu, gátu tekið afstöðu til. Sex svarmöguleikar voru við hverja fullyrðingu, mjög eða frekar ósammála og mjög eða frekar sammála, auk hlutlaus eða veit ekki/vil ekki svara.

Hér að neðan verður afstaða þátttakenda í prófinu rakin og borin saman við afstöðu frambjóðenda í hluta af þeim fullyrðingum sem settar voru fram í prófinu. Rétt er að gera þann fyrirvara að kosningapróf Stundarinnar er ekki vísindaleg skoðanakönnun; þar eð úrtak er ekki valið með handahófskenndum hætti heldur getur hver sem er tekið prófið. Þá er rétt að benda á að þegar notað er orðalagið kjósendur hér að neðan er að sjálfsögðu aðeins verið að vísa til þátttakenda í prófinu.

Hins vegar ætti afstaða frambjóðenda að vera nokkuð skýr, þar eð um afmarkað þýði er að ræða og svarhlutfall var rúm 65 prósent. Þá má nefna að allir oddvitar framboðanna svöruðu prófinu og allir nema einn frambjóðandi í 2. sæti framboðanna einnig.

Vilja uppbyggingu almenningssamgangna og Borgarlínu

Nokkur fjöldi fullyrðinga í prófinu fjallaði um samgöngur og í ljós kemur, ef marka má prófið, að Reykvíkingar vilja fremur að lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna umfram uppbyggingu gatnakerfisins. Alls eru 59 prósent þátttakenda á því á meðan að 28 prósent telja mikilvægara að gatnakerfið verði byggt upp. Frambjóðendur eru enn harðari fylgjendur almenningssamgangna því 68 prósent þeirra vilja fremur uppbyggingu þeirra en gatnakerfisins, á meðan rúm 16 prósent eru á öndverðum meiði.  

59%
kjósenda
vilja uppbyggingu almenningssamgangna
68%
frambjóðenda
vilja uppbygginu almenningssamgangna

Þátttakendur í kosningaprófinu er ekki á því að endurhugsa eigi Borgarlínu og greiða fremur götu einkabílsins. Því er tæpur helmingur allra þátttakenda mjög ósammála og 14 prósent til viðbótar frekar ósammála. Tæpur fjórðungur er hins vegar sammála því að það væri rétt að gera. Frambjóðendur eru á svipuðum nótum, 56 prósent eru mjög ósammála slíkri áherslubreytingu og 11 prósent frekar ósammála. Í heildina eru 27 prósent frambjóðenda hins vegar á því að betra væri að greiða götu einkabílsins.

Þáttakendur í kosningaprófinu vilja að yfirgnæfandi meirihluta að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar fyrir börn að 18 ára aldri. 80 prósent svarenda segjast vera því sammála og þar af eru yfir 50 prósent mjög sammála. Gera má ráð fyrir að svarendum verði við ósk sinni, ef marka má svör frambjóðenda, en tæplega 80 prósent þeirra eru vilja gjaldfrjálsan strætó fyrir börn.

Vilja draga úr umferð en halda nagladekkjunum

Borgarbúar skiptast í tvö horn, þó ekki jafn stór, þegar tekin er afstaða til fullyrðingar um að sporna ætti gegn svifryksmengun með því að draga úr notkun einkabílsins. Um 55 prósent svarenda eru því sammála en um 30 prósent eru því andvíg. Enn stærra hlufall frambjóðenda vill fara þessa leið, rúm 68 prósent, en öllu færri frambjóðendur en kjósendur eru henni andvíg, tæp 25 prósent.

Þó meirihluti svarenda sé á því draga ætti úr bílaumferð, í því skyni að sporna gegn svifryksmengun, er ekki hið sama uppi á teningunum þegar kemur að því hvort banna ætti notkun nagladekkja. Meirihluti svarenda er því andvígur, rétt tæplega helmingur, á meðan að ríflega 35 prósent eru á því að banna ætti nagladekkin. 45 prósent frambjóðenda vilja ekki banna nagladekkin en 38 prósent eru á því að það ætti að gera.

54%
kjósenda
vilja flugvöllinn burt

Færri en fleiri eru þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri til framtíðar. Þeir sem eru því fylgjandi telja 28 prósent þátttakenda en 54 prósent eru því andvíg, þar af 40 prósent mjög andvíg. Heldur fleiri frambjóðendur en kjósendur vilja sjá flugvöllinn fara, tæp 46 prósent þeirra eru mjög áfram um það og 15 prósent frekar fylgjandi því. Rúm 19 prósent frambjóðenda eru hins vegar á því að Vatnsmýri ætti að vera framtíðar staðsetning flugvallarins og 5,5 prósent hallast frekar í þá átt.

Ekki samhljómur um hvar á að byggja

Athyglisvert er að lítið ber á milli í afstöðu þátttakenda í kosningaprófinu þegar kemur að því hvort byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggð. 42 prósent svarenda eru ósammála því að leggja ætti áherslu á að byggja upp í nýjum hverfum en á meðan að 43 prósent eru sammála því. Sú afstaða fer hins vegar ekki saman við vilja frambjóðenda. Tæplega 42 prósent þeirra eru mjög ósammála því að byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggðina og tæp 20 prósent til viðbóðar eru því frekar ósammála, alls tæplega 62 prósent. Tæplega 30 prósent frambjóðenda eru hins vegar sammála þeirri uppbyggingarstefnu.

43%
kjósenda
vilja byggja í nýjum hverfum
62%
frambjóðenda
vilja ekki byggja í nýjum hverfum

Borgarbúar eru þeirrar skoðunar að fjölga þurfi lóðum til íbúðabygginga verulega, tæplega þrír fjórðu svarenda kosningaprófsins eru þeirrar skoðunar og aðeins rúm 5 prósent eru ósammála því. Enn fleiri frambjóðendur eru á sama máli, tæp 88 prósent. Þá er samhljómur milli þátttakenda í könnuninni og hugmyndar Pírata um skilyrða ætti lóðaúthlutanir á þann hátt að fjórðungi lóða sé úthlutað undir leigu- og búseturéttaríbúðir. Helmingur þátttakanda styður slík skilyrði en tæp 18 prósent eru þeim andvíg. Ríflega helmingur frambjóðenda styðja þá hugmynd en öllu fleiri frambjóðendur en þátttakendur í könnuninni eru henni andvígir, alls 25 prósent.

Að sama skapi vilja tveir þriðju þátttakenda að framboð félagslegs húsnæðis verði aukið verulega á meðan að aðeins tíu prósent telja ekki þörf á því. Hlutfallið er svipað hjá frambjóðendum, ríflega 10 prósent telja ekki þörf á auknu framboð félagslegs húsnæðis en 83 prósent telja þörf á því.

Fleiri kjósendur en frambjóðendur vilja heimgreiðslur

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sem tekið hafa prófið vilja að öllum börnum verði tryggð leikskólavist frá 12 mánaða aldri, alls um 80 prósent. Aðeins 7 prósent eru því andvíg. Hlutföllin eru í takt við vilja frambjóðenda sem eru þó enn meira áfram um að börnunum verði tryggð leikskólavist við eins árs aldurinn. Tæplega 70 prósent frambjóðenda eru mjög sammála því og 23 prósent til viðbótar eru því frekar sammála.

Þá vilja þátttakendur að ráðist verði í stórátak í uppbyggingu leik- og grunnskóla í borginni. Um 65 prósent svarenda vilja að það verði gert en aðeins um 6 prósent eru því andvíg. 86 prósent frambjóðenda vilja ráðast í slíkt átak.

Almennt eru kjósendur andvígir því að rekstri leik- og grunnskóla verði útvistað til einkaaðila, alls 63 prósent á meðan 20 prósent eru því fylgjandi. Hutföllin eru svipuð hjá frambjóðendum, heldur fleiri þeirra eru þó andvígir, 65 prósent, og sömuleiðis eru heldur fleiri frambjóðendur fylgjandi útvistun, 23 prósent.

Þá er töluverður stuðningur við þá hugmynd að borgin greiði foreldrum ungra barna fyrir að vera með þau heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til þau fá leikskólavist. Ríflega fjórðungur svarenda er mjög sammála slíkri hugmynd og tæplega þriðjungur er frekar sammála, alls 57 prósent. Tæp 24 prósent eru hins vegar ósammála nálguninni. Þarna fer vilji kjósenda ekki alveg saman við áherslur frambjóðenda. Rúm 40 prósent frambjóðenda vilja ekki fara þessa leið, þar af eru 27 prósent henni mjög andvíg. Ögn lægra hlutfall frambjóðenda vill fara heimgreiðsluleiðina en kjósendur, en þó yfir helmingur, alls um 52 prósent.

50%
kjósenda
vilja gjaldfrjálsan leikskóla

Þegar spurt er um hvort rétt sé að leikskólar yrðu gerðir gjaldfrjálsir svara rétt um helmingur þátttakenda því til að þeir séu því sammála. Á móti er rétt um þriðjungur. Athygli vekur að lægra hlufall kjósenda, eða þátttakenda í kosningaprófinu í það minnsta, eru þessarar skoðunar en frambjóðendur því rúm 55 prósent frambjóðenda telja þetta rétta leið að fara. Rúm 30 prósent frambjóðenda eru því ósammála.

Hins vegar er yfirgnæfandi stuðningur við að hækka tómstundastyrki barna í 75 þúsund krónur að lágmarki, tæplega 70 prósent svarenda eru því sammála og sárafáir ósammála, aðeins rúm 6 prósent. Frambjóðendur eru enda að megninu til á sömu skoðun, og raunar í enn hærra hlutfalli, því 80 prósent þeirra er u á því að hækka styrkinn.

Vilja ekki hallarekstur en ekki heldur hærra útsvar

Fleiri reykvískir kjósendur eru andvígir því að útsvarsprósenta í borginni verði lækkuð en eru því fylgjandi. Í heild eru ríflega 40 prósent því ósammála á meðan að tæplega 25 prósent þeirra sem svarað hafa kosningaprófinu eru því sammála. Fleiri frambjóðendur eru einarðir í andstöðu við að útsvarið verði lækkað en alls eru 55 prósent frambjóðenda því mótfallnir. Fjórðungur frambjóðenda er hins vegar mjög áfram um að það verði gert og 8 prósent til viðbótar eru frekar hlynntir því.

Fleiri en færri vilja að áhersla verði lögð á að reka borgina án halla á kjörtímabilinu en um helmingur þátttakenda eru því sammála, á meðan að um 15 prósent telja það ekki forgangsmál. Frambjóðendur eru á einnig á því að hallarekstur sé ekki málið, 63 prósent segja að reka þurfi borgina án halla en 15 prósent eru því ósammála, rétt eins og þátttakendur í prófinu.

Mjög misjafnt er hvaða skoðun kjósendur hafa á því hvort borgin eigi að eiga fyrirtæki sem eru í samkeppnisrekstri. Tæplega 15 prósent svarenda eru mjög ósammála þeirri fullyrðingu að borgin eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því frekar ósammála. Að sama skapi eru 22 prósent svarenda á frekar sammála því að borgin losi sig út úr samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því mjög sammála. Rúm 18 prósent hafa ekki sérstaka skoðun á málefninu. Frambjóðendur eru harðari í andstöðu sinni við að borgin eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri heldur en kjósendur en 34 prósent þeirra eru mjög sammála því að borgin losi sig út úr slíkum reksti og 25 prósent eru því frekar sammála. Rétt tæpur þriðjungur frambjóðenda er hins vegar ósammála því og telja þá væntanlega að í góðu lagi sé að borgin standi í slíkum rekstri.

Áfram verði stutt við íþróttir og menningu

Þátttakendur vilja þá ekki að meirihluta að dregið verði úr styrkjum borgarinnar til afreksíþrótta en 56 prósent eru því andvíg. Þá vilja kjósendur helfur ekki að dregið verði úr stuðningi við menningarstarfsemi því 77 prósent þátttakenda segjast því mjög ósammála. Frambjóðendur vilja heldur ekki að dregið verði úr stuðningi við íþróttir og menningu. 70 prósent frambjóðenda eru ósammála því þegar kemur að íþróttum og 85 prósent þegar spurt er um menningarstarfsemi.

Því sem næst allir þátttakendur vilja að höfuðáhersla verði lögð á að útrýma kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu, alls 81 prósent. Hins vegar eru þeir færri sem vilja beita jákvæðri mismunun til að jafna stöðu kvenna á við karla. 47 prósent eru því sammála en rúmur fjórðungur þátttakenda vill ekki fara þá leið. Frambjóðendur eru í góðum tengslum við kjósendur þegar kemur að kynbundnum launamun en 89 prósent þeirra vilja að honum verði útrýmt. Hið sama má segja um beitingu jákvæðrar mismununar en 45 prósent frambjóðenda vilja að henni verði beitt á meðan rúmur fjórðungur er því ósammála, þar af 19 prósent frekar ósammála.

Yfir helmingur þátttakenda vilja þá að íbúar fái beina aðkomu að ákvarðanatöku í flestum málum með íbúakosningum en rúmur fjórðungur telur enga þörf á því. Sama hlutfall frambjóðenda telur það þarflaust en tæplega 65 prósent frambjóðenda vilja færa völdin í meira mæli til fólksins.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
2
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
3
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
4
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
5
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
6
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.

Mest deilt

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
4
Fréttir

Berst gegn Borg­ar­línu og hef­ur ekki tek­ið strætó í 30 ár

Odd­vit­ar Reykja­vík­ur­fram­boð­anna eru flest­ir sam­mála um að bæta eigi al­menn­ings­sam­göng­ur og að­eins einn sagð­ist vera á móti Borg­ar­línu. Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins, vill greiða götu einka­bíls­ins og hætta við Borg­ar­línu.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
5
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
6
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Odd­vit­ar mæt­ast í beinni út­send­ingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Mest lesið í vikunni

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Átök í kapp­ræð­um: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skamm­ast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
4
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Hilmar Þór Hilmarsson
5
Aðsent

Hilmar Þór Hilmarsson

Kjarn­orku­stríð í Úkraínu?

Aldrei fyrr hef­ur heim­ur­inn kom­ist jafnn­á­lægt kjarn­orku­stríði, seg­ir Hilm­ar Þór Hilm­ars­son pró­fess­or.
Kappræður Stundarinnar 2022
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar 2022

Odd­vit­ar fram­boð­anna sem bít­ast um völd­in í borg­inni mæt­ast í kapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar klukk­an 14:00. Um er að ræða fyrstu kapp­ræð­urn­ar í beinni út­send­ingu þar sem all­ir odd­vit­arn­ir mæta til leiks.
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hjól­að í Kjart­an vegna hjálms­ins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Mest lesið í mánuðinum

Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
1
Eigin Konur#82

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Áróð­urs­bréfi um störf eig­in­manns Hild­ar fyr­ir Jón Ás­geir dreift til sjálf­stæð­is­fólks

Í að­drag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í mars var ómerktu dreifi­bréfi um eig­in­mann Hild­ar Björns­dótt­ur dreift til flokks­manna. Þar var rætt um vinnu manns henn­ar, Jóns Skafta­son­ar fyr­ir fjár­fest­inn Jón Ás­geir Jó­hann­es­son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ás­geir verð­ur hluti af pró­kjörs­bar­áttu í flokkn­um.
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Kosn­inga­próf Stund­ar­inn­ar er nú op­ið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.
Systurnar berjast fyrir bótunum
4
Fréttir

Syst­urn­ar berj­ast fyr­ir bót­un­um

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Fjár­mála­ráð­herra, flækju­fót­ur, föð­ur­lands­svik­ari

Úps, hann gerði það, aft­ur. Seldi ætt­ingj­um rík­is­eign­ir, aft­ur. Vissi ekki neitt um neitt, aft­ur.
Helga Sif og Gabríela Bryndís
6
Eigin Konur#80

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Patrekur
7
Eigin Konur#81

Pat­rek­ur

Pat­rek­ur bjó með móð­ur sinni og stjúp­föð­ur þeg­ar hann reyndi al­var­lega sjálfs­vígstilraun. Helga Sif er móð­ir Pat­reks, en hún steig fram í við­tali við Eig­in kon­ur þann 25. apríl og lýsti of­beldi föð­ur­ins. Pat­rek­ur stíg­ur nú fram í stuttu við­tali við Eig­in kon­ur og seg­ir sárt að ekki hafi ver­ið hlustað á sig eða systkini sín í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...