Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Kosningapróf Stundarinnar: Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn

Kjós­end­ur í Reykja­vík vilja Borg­ar­línu og minni áherslu á einka­bíl­inn, auk­ið lóða­fram­boð og fleiri fé­lags­leg­ar íbúð­ir og trygga leik­skóla­vist barna frá 12 mán­aða aldri, ef marka má nið­ur­stöð­ur kosn­inga­prófs Stund­ar­inn­ar.

<span>Kosningapróf Stundarinnar:</span> Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn
Á svipuðum nótum Séu svör þátttakenda í kosningaprófi Stundarinnar borin saman við svör frambjóðenda í Reykjavík má sjá mjög svipað mynstur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Lítið ber á milli í skoðunum frambjóðenda í Reykjavík og kjósenda, sé miðað við kosningapróf Stundarinnar. Greinanlegast er hvar skilur á milli í afstöðu til þess hvort rétt sé að byggja upp í nýjum hverfum eða halda áfram að þétta byggð. Þar má greina mun því töluvert fleiri fleiri frambjóðendur eru andsnúnir því að lögð verði áhersla á uppbyggingu í nýjum hverfum, umfram þéttingu byggðar, en þátttakendur í kosningaprófinu.

Tíu efstu frambjóðendum framboðanna sem berjast um borgina bauðst að taka þátt í kosningaprófi Stundarinnar, alls 110 manns. 72 frambjóðendur úr öllum framboðum þáðu boðið. Afstaða kjósenda byggir á tæplega 7.700 svörum þeirra sem tekið höfðu prófið um miðjan dag í dag, föstudaginn 13. maí. Alls voru settar fram 45 fullyrðingar í kosningaprófinu sem frambjóðendur, og síðan þátttakendur í prófinu, gátu tekið afstöðu til. Sex svarmöguleikar voru við hverja fullyrðingu, mjög eða frekar ósammála og mjög eða frekar sammála, auk hlutlaus eða veit ekki/vil ekki svara.

Hér að neðan verður afstaða þátttakenda í prófinu rakin og borin saman við afstöðu frambjóðenda í hluta af þeim fullyrðingum sem settar voru fram í prófinu. Rétt er að gera þann fyrirvara að kosningapróf Stundarinnar er ekki vísindaleg skoðanakönnun; þar eð úrtak er ekki valið með handahófskenndum hætti heldur getur hver sem er tekið prófið. Þá er rétt að benda á að þegar notað er orðalagið kjósendur hér að neðan er að sjálfsögðu aðeins verið að vísa til þátttakenda í prófinu.

Hins vegar ætti afstaða frambjóðenda að vera nokkuð skýr, þar eð um afmarkað þýði er að ræða og svarhlutfall var rúm 65 prósent. Þá má nefna að allir oddvitar framboðanna svöruðu prófinu og allir nema einn frambjóðandi í 2. sæti framboðanna einnig.

Vilja uppbyggingu almenningssamgangna og Borgarlínu

Nokkur fjöldi fullyrðinga í prófinu fjallaði um samgöngur og í ljós kemur, ef marka má prófið, að Reykvíkingar vilja fremur að lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna umfram uppbyggingu gatnakerfisins. Alls eru 59 prósent þátttakenda á því á meðan að 28 prósent telja mikilvægara að gatnakerfið verði byggt upp. Frambjóðendur eru enn harðari fylgjendur almenningssamgangna því 68 prósent þeirra vilja fremur uppbyggingu þeirra en gatnakerfisins, á meðan rúm 16 prósent eru á öndverðum meiði.  

59%
kjósenda
vilja uppbyggingu almenningssamgangna
68%
frambjóðenda
vilja uppbygginu almenningssamgangna

Þátttakendur í kosningaprófinu er ekki á því að endurhugsa eigi Borgarlínu og greiða fremur götu einkabílsins. Því er tæpur helmingur allra þátttakenda mjög ósammála og 14 prósent til viðbótar frekar ósammála. Tæpur fjórðungur er hins vegar sammála því að það væri rétt að gera. Frambjóðendur eru á svipuðum nótum, 56 prósent eru mjög ósammála slíkri áherslubreytingu og 11 prósent frekar ósammála. Í heildina eru 27 prósent frambjóðenda hins vegar á því að betra væri að greiða götu einkabílsins.

Þáttakendur í kosningaprófinu vilja að yfirgnæfandi meirihluta að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar fyrir börn að 18 ára aldri. 80 prósent svarenda segjast vera því sammála og þar af eru yfir 50 prósent mjög sammála. Gera má ráð fyrir að svarendum verði við ósk sinni, ef marka má svör frambjóðenda, en tæplega 80 prósent þeirra eru vilja gjaldfrjálsan strætó fyrir börn.

Vilja draga úr umferð en halda nagladekkjunum

Borgarbúar skiptast í tvö horn, þó ekki jafn stór, þegar tekin er afstaða til fullyrðingar um að sporna ætti gegn svifryksmengun með því að draga úr notkun einkabílsins. Um 55 prósent svarenda eru því sammála en um 30 prósent eru því andvíg. Enn stærra hlufall frambjóðenda vill fara þessa leið, rúm 68 prósent, en öllu færri frambjóðendur en kjósendur eru henni andvíg, tæp 25 prósent.

Þó meirihluti svarenda sé á því draga ætti úr bílaumferð, í því skyni að sporna gegn svifryksmengun, er ekki hið sama uppi á teningunum þegar kemur að því hvort banna ætti notkun nagladekkja. Meirihluti svarenda er því andvígur, rétt tæplega helmingur, á meðan að ríflega 35 prósent eru á því að banna ætti nagladekkin. 45 prósent frambjóðenda vilja ekki banna nagladekkin en 38 prósent eru á því að það ætti að gera.

54%
kjósenda
vilja flugvöllinn burt

Færri en fleiri eru þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri til framtíðar. Þeir sem eru því fylgjandi telja 28 prósent þátttakenda en 54 prósent eru því andvíg, þar af 40 prósent mjög andvíg. Heldur fleiri frambjóðendur en kjósendur vilja sjá flugvöllinn fara, tæp 46 prósent þeirra eru mjög áfram um það og 15 prósent frekar fylgjandi því. Rúm 19 prósent frambjóðenda eru hins vegar á því að Vatnsmýri ætti að vera framtíðar staðsetning flugvallarins og 5,5 prósent hallast frekar í þá átt.

Ekki samhljómur um hvar á að byggja

Athyglisvert er að lítið ber á milli í afstöðu þátttakenda í kosningaprófinu þegar kemur að því hvort byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggð. 42 prósent svarenda eru ósammála því að leggja ætti áherslu á að byggja upp í nýjum hverfum en á meðan að 43 prósent eru sammála því. Sú afstaða fer hins vegar ekki saman við vilja frambjóðenda. Tæplega 42 prósent þeirra eru mjög ósammála því að byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggðina og tæp 20 prósent til viðbóðar eru því frekar ósammála, alls tæplega 62 prósent. Tæplega 30 prósent frambjóðenda eru hins vegar sammála þeirri uppbyggingarstefnu.

43%
kjósenda
vilja byggja í nýjum hverfum
62%
frambjóðenda
vilja ekki byggja í nýjum hverfum

Borgarbúar eru þeirrar skoðunar að fjölga þurfi lóðum til íbúðabygginga verulega, tæplega þrír fjórðu svarenda kosningaprófsins eru þeirrar skoðunar og aðeins rúm 5 prósent eru ósammála því. Enn fleiri frambjóðendur eru á sama máli, tæp 88 prósent. Þá er samhljómur milli þátttakenda í könnuninni og hugmyndar Pírata um skilyrða ætti lóðaúthlutanir á þann hátt að fjórðungi lóða sé úthlutað undir leigu- og búseturéttaríbúðir. Helmingur þátttakanda styður slík skilyrði en tæp 18 prósent eru þeim andvíg. Ríflega helmingur frambjóðenda styðja þá hugmynd en öllu fleiri frambjóðendur en þátttakendur í könnuninni eru henni andvígir, alls 25 prósent.

Að sama skapi vilja tveir þriðju þátttakenda að framboð félagslegs húsnæðis verði aukið verulega á meðan að aðeins tíu prósent telja ekki þörf á því. Hlutfallið er svipað hjá frambjóðendum, ríflega 10 prósent telja ekki þörf á auknu framboð félagslegs húsnæðis en 83 prósent telja þörf á því.

Fleiri kjósendur en frambjóðendur vilja heimgreiðslur

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sem tekið hafa prófið vilja að öllum börnum verði tryggð leikskólavist frá 12 mánaða aldri, alls um 80 prósent. Aðeins 7 prósent eru því andvíg. Hlutföllin eru í takt við vilja frambjóðenda sem eru þó enn meira áfram um að börnunum verði tryggð leikskólavist við eins árs aldurinn. Tæplega 70 prósent frambjóðenda eru mjög sammála því og 23 prósent til viðbótar eru því frekar sammála.

Þá vilja þátttakendur að ráðist verði í stórátak í uppbyggingu leik- og grunnskóla í borginni. Um 65 prósent svarenda vilja að það verði gert en aðeins um 6 prósent eru því andvíg. 86 prósent frambjóðenda vilja ráðast í slíkt átak.

Almennt eru kjósendur andvígir því að rekstri leik- og grunnskóla verði útvistað til einkaaðila, alls 63 prósent á meðan 20 prósent eru því fylgjandi. Hutföllin eru svipuð hjá frambjóðendum, heldur fleiri þeirra eru þó andvígir, 65 prósent, og sömuleiðis eru heldur fleiri frambjóðendur fylgjandi útvistun, 23 prósent.

Þá er töluverður stuðningur við þá hugmynd að borgin greiði foreldrum ungra barna fyrir að vera með þau heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til þau fá leikskólavist. Ríflega fjórðungur svarenda er mjög sammála slíkri hugmynd og tæplega þriðjungur er frekar sammála, alls 57 prósent. Tæp 24 prósent eru hins vegar ósammála nálguninni. Þarna fer vilji kjósenda ekki alveg saman við áherslur frambjóðenda. Rúm 40 prósent frambjóðenda vilja ekki fara þessa leið, þar af eru 27 prósent henni mjög andvíg. Ögn lægra hlutfall frambjóðenda vill fara heimgreiðsluleiðina en kjósendur, en þó yfir helmingur, alls um 52 prósent.

50%
kjósenda
vilja gjaldfrjálsan leikskóla

Þegar spurt er um hvort rétt sé að leikskólar yrðu gerðir gjaldfrjálsir svara rétt um helmingur þátttakenda því til að þeir séu því sammála. Á móti er rétt um þriðjungur. Athygli vekur að lægra hlufall kjósenda, eða þátttakenda í kosningaprófinu í það minnsta, eru þessarar skoðunar en frambjóðendur því rúm 55 prósent frambjóðenda telja þetta rétta leið að fara. Rúm 30 prósent frambjóðenda eru því ósammála.

Hins vegar er yfirgnæfandi stuðningur við að hækka tómstundastyrki barna í 75 þúsund krónur að lágmarki, tæplega 70 prósent svarenda eru því sammála og sárafáir ósammála, aðeins rúm 6 prósent. Frambjóðendur eru enda að megninu til á sömu skoðun, og raunar í enn hærra hlutfalli, því 80 prósent þeirra er u á því að hækka styrkinn.

Vilja ekki hallarekstur en ekki heldur hærra útsvar

Fleiri reykvískir kjósendur eru andvígir því að útsvarsprósenta í borginni verði lækkuð en eru því fylgjandi. Í heild eru ríflega 40 prósent því ósammála á meðan að tæplega 25 prósent þeirra sem svarað hafa kosningaprófinu eru því sammála. Fleiri frambjóðendur eru einarðir í andstöðu við að útsvarið verði lækkað en alls eru 55 prósent frambjóðenda því mótfallnir. Fjórðungur frambjóðenda er hins vegar mjög áfram um að það verði gert og 8 prósent til viðbótar eru frekar hlynntir því.

Fleiri en færri vilja að áhersla verði lögð á að reka borgina án halla á kjörtímabilinu en um helmingur þátttakenda eru því sammála, á meðan að um 15 prósent telja það ekki forgangsmál. Frambjóðendur eru á einnig á því að hallarekstur sé ekki málið, 63 prósent segja að reka þurfi borgina án halla en 15 prósent eru því ósammála, rétt eins og þátttakendur í prófinu.

Mjög misjafnt er hvaða skoðun kjósendur hafa á því hvort borgin eigi að eiga fyrirtæki sem eru í samkeppnisrekstri. Tæplega 15 prósent svarenda eru mjög ósammála þeirri fullyrðingu að borgin eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því frekar ósammála. Að sama skapi eru 22 prósent svarenda á frekar sammála því að borgin losi sig út úr samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því mjög sammála. Rúm 18 prósent hafa ekki sérstaka skoðun á málefninu. Frambjóðendur eru harðari í andstöðu sinni við að borgin eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri heldur en kjósendur en 34 prósent þeirra eru mjög sammála því að borgin losi sig út úr slíkum reksti og 25 prósent eru því frekar sammála. Rétt tæpur þriðjungur frambjóðenda er hins vegar ósammála því og telja þá væntanlega að í góðu lagi sé að borgin standi í slíkum rekstri.

Áfram verði stutt við íþróttir og menningu

Þátttakendur vilja þá ekki að meirihluta að dregið verði úr styrkjum borgarinnar til afreksíþrótta en 56 prósent eru því andvíg. Þá vilja kjósendur helfur ekki að dregið verði úr stuðningi við menningarstarfsemi því 77 prósent þátttakenda segjast því mjög ósammála. Frambjóðendur vilja heldur ekki að dregið verði úr stuðningi við íþróttir og menningu. 70 prósent frambjóðenda eru ósammála því þegar kemur að íþróttum og 85 prósent þegar spurt er um menningarstarfsemi.

Því sem næst allir þátttakendur vilja að höfuðáhersla verði lögð á að útrýma kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu, alls 81 prósent. Hins vegar eru þeir færri sem vilja beita jákvæðri mismunun til að jafna stöðu kvenna á við karla. 47 prósent eru því sammála en rúmur fjórðungur þátttakenda vill ekki fara þá leið. Frambjóðendur eru í góðum tengslum við kjósendur þegar kemur að kynbundnum launamun en 89 prósent þeirra vilja að honum verði útrýmt. Hið sama má segja um beitingu jákvæðrar mismununar en 45 prósent frambjóðenda vilja að henni verði beitt á meðan rúmur fjórðungur er því ósammála, þar af 19 prósent frekar ósammála.

Yfir helmingur þátttakenda vilja þá að íbúar fái beina aðkomu að ákvarðanatöku í flestum málum með íbúakosningum en rúmur fjórðungur telur enga þörf á því. Sama hlutfall frambjóðenda telur það þarflaust en tæplega 65 prósent frambjóðenda vilja færa völdin í meira mæli til fólksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
4
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
8
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár