Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.

Stórhuga áform borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar í Kópavogi við þéttingu byggðar eru ekki aðeins á teikniborðinu heldur eru byggingar byrjaðar að rísa, þvert á áhyggjur margra sérfræðinga.

Án þess að mikil umræða hafi átt sér stað um það hafa viðmið um þéttleika byggðar á nýjum byggingareitum í Reykjavík í reynd verið margfölduð frá því sem áður var. 

Þéttasta byggingamagn sögunnar

Í janúar síðastliðnum sendi umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar frá sér tilkynningu um gildistöku aðalskipulags til ársins 2040, sem sagt var „uppfærð“ útgáfa fyrra skipulags sem samþykkt var 2014. Í uppfærðu skipulaginu var hins vegar í raun innsigluð grundvallarbreyting á eðli byggðar. 

Á árum áður var miðað við að þéttleiki byggðar næmi 60 íbúðum á hektara, líkt og sem dæmi í blönduðu byggðinni á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur og í fjölbýlishúsabyggðinni í Hólahverfinu í Breiðholti. Í nýjum hverfum sem hafa verið samþykkt og eru sum þegar komin í byggingu er …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristrún Heimisdóttir skrifaði
  Takk fyrir frábæra grein. Þetta er svo alvarlegt mál að leitun er að öðru eins.
  1
 • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
  Þessi grein hefði átt að birtast fyrir kosningar.
  1
 • Finnur Jónsson skrifaði
  Ein athugasemd:
  Það má vera að Reykjavík sé ein dreifbýlasta höfuðborg heims. Flestallar höfuðborgir í heiminum eru hinsvegar margfalt stærri en Reykjavík. Þetta er því ónothæfur samanburður. Þekkt er að stórar borgir eru dæmigert þéttbyggðari en litlar borgir, sérstaklega miðjukjarnar. Ef Reykjavík er borin saman við álíka stórar borgir í Evrópu er hún hvorki þéttbýlli eða dreifbýlli en gengur og gerist.
  Sjá má umfjöllun um þetta í Facebook grúppunni "Borgarlína - umræða".
  5
 • Thora Bergny skrifaði
  Takk fyrir mjög gagnlega umfjöllun. Þetta er hrikaleg þróun.
  1
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Gekk Lindargötuna gömlu hér á dögunum, fannst sem ég væri komin inn í bók eftir Dickens.
  2
 • Finnur Jónsson skrifaði
  Takk fyrir góða samantekt!
  1
 • S
  swain skrifaði
  Reykjavík stendur við sjó, strandlengjan falleg og fallegur fjallahringur við sjóndeildarhring frá Reykjanesi til Esju til Snæfellsness. Væri ekki nær að skipuleggja byggð svo sem flestir gætu notið útsýnis og útivistar frekar en að þröngva fólki saman í steypklessur sem standa hvor oní annari?
  7
 • M
  mgbmadawei skrifaði
  A Islandi ætti ekki að leyfa þéttari bygð en að sólarljós á hádegi á jafndægrum geti baðað allar suðurhliðar húsa.
  7
 • Óskar Guðmundsson skrifaði
  Nú skal selja sólarljós
  4
 • S
  soleylilja skrifaði
  Ágætis samantekt á þeirri staðreynd að það er minna beint sólarljós í íbúðum á mörgum þéttingarreitum. Fólk er reyndar löngu flutt inn á mörgum þessum stöðum það hefði verið áhugavert að heyra hvernig þeim líður að búa svona og hvernig það samræmist þeirra lífstíl.
  9
 • KÞM
  Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
  1. Börn eru aldrei að leika utandyra í dag nema á skólalóð eða iþróttavelli.
  2. Sést aldrei til sólar í Reykjavík og ef að það er sól þá er farið í næstu sundlaug.
  3. Íslendingar fara til Tene eða út á land í sól
  4. Farið til Berlínar þar sem garðar við fjölbýlishús eru núll en skikk að hafa græn svæði/garða.
  5. Þessi túnmenning Íslendinga er arfur sveitamenningarinnar og aldrei sést nokkur maður þar.
  -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
Fréttir

Óþol­andi að fólk sitji und­ir ákúr­um vegna beiðna um fjár­hags­að­stoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.
Ingibjörg Sædís: Ólst upp við sárafátækt
Eigin Konur#116

Ingi­björg Sæ­dís: Ólst upp við sára­fá­tækt

Ingi­björg Sæ­dís ólst upp við mikla fá­tækt þeg­ar hún var yngri. Hún bjó hjá for­eldri sem gat ekki unn­ið vegna and­legra og lík­am­legra veik­inda og var á sama tíma mót­fall­ið því að biðja um að­stoð. Hún seg­ist horfa að­dá­un­ar­aug­um á fólk sem bið­ur um að­stoð á in­ter­net­inu fyr­ir börn­in sín og vildi óska að fað­ir henn­ar hefði gert það sama.
„... sem við höfðum bara einfaldlega ekki séð fyrir“
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

„... sem við höfð­um bara ein­fald­lega ekki séð fyr­ir“

Fyrsta nafn­ið sem all­ir blaða­menn leit­uðu að í kaup­endal­ista Ís­lands­banka var Bene­dikt Sveins­son. En Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafði bara ekki dott­ið það í hug!
Söguleg mótmæli í Kína: „Þið getið ekki ritskoðað það sem er ósagt”
Fréttir

Sögu­leg mót­mæli í Kína: „Þið get­ið ekki rit­skoð­að það sem er ósagt”

Ára­löng og hörð Covid-stefna kín­verskra yf­ir­valda er und­ir­rót þeirr­ar öldu hljóð­látra mót­mæla sem hafa far­ið fram í mörg­um borga lands­ins. Mót­mæl­in eru sögu­leg í landi þar sem það eitt að gagn­rýna stjórn­völd, hvað þá upp­hátt eða í hópi, hef­ur kostað fjölda manna frels­ið. Í anda þess eru mót­mæla­spjöld­in auð og kröf­urn­ar sett­ar fram með þögn.
Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí
Fréttir

Grannt fylgst með brott­kasti smá­báta en tog­ara­flot­inn stikk­frí

Eft­ir­lit Fiski­stofu með brott­kasti og ólög­leg­um veið­um bein­ist fyrst og fremst að smá­bát­um. Tog­ara­flot­inn hef­ur al­veg slopp­ið við dróna­eft­ir­lit á þessu ári. Gef­ur ranga mynd, að sögn tals­manns smá­báta­sjó­manna. Brott­kast mun meira en áð­ur var tal­ið.
Í upphafi var orðið
GagnrýniEden

Í upp­hafi var orð­ið

Mað­ur er alltaf rík­ari eft­ir að hafa geng­ið inn í sagna­heim Auð­ar Övu. Text­inn er fal­leg­ur og blátt áfram, ein­hvern veg­inn heim­il­is­leg­ur, skrif­ar Þór­unn Hrefna Sig­ur­jóns­dótt­ir.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Greining

Sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.
Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða
Fréttir

Vanda­samt að leysa Init-klúð­ur líf­eyr­is­sjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.
Unglingarússíbani ... dauðans!
GagnrýniDrengurinn með ljáinn

Ung­linga­rúss­íbani ... dauð­ans!

Dreng­ur­inn með ljá­inn er skemmti­leg ung­menna­bók um missi, bæld­ar til­finn­ing­ar og hvaða vand­kvæði geta fylgt því að fara í sleik ef þú ert með bráða­of­næmi fyr­ir eggj­um. Hún er skrif­uð af hlýju, al­úð og virð­ingu fyr­ir les­enda­hópn­um, skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.
Kerling í aðalhlutverki
MenningDrag plóg þinn yfir bein hinna dauðu

Kerl­ing í að­al­hlut­verki

Í bók­inni Drag plóg þinn yf­ir bein hinna dauðu eft­ir nó­bels­verð­launa­skáld­ið Olgu Tok­arczuk er spurn­ing­um eins og: hvaða lík­am­ar eru rétt­dræp­ir? og: hverj­ir hafa völd til að ákveða það? velt upp. Bók­in olli mikl­um usla þeg­ar hún kom út í heimalandi höf­und­ar Póllandi, í landi þar sem stjórn­völd hafa tek­ið til dæm­is ákvarð­ana­rétt yf­ir líköm­um kvenna í sín­ar hend­ur.
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.