Stórhuga áform borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar í Kópavogi við þéttingu byggðar eru ekki aðeins á teikniborðinu heldur eru byggingar byrjaðar að rísa, þvert á áhyggjur margra sérfræðinga.
Án þess að mikil umræða hafi átt sér stað um það hafa viðmið um þéttleika byggðar á nýjum byggingareitum í Reykjavík í reynd verið margfölduð frá því sem áður var.
Þéttasta byggingamagn sögunnar
Í janúar síðastliðnum sendi umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar frá sér tilkynningu um gildistöku aðalskipulags til ársins 2040, sem sagt var „uppfærð“ útgáfa fyrra skipulags sem samþykkt var 2014. Í uppfærðu skipulaginu var hins vegar í raun innsigluð grundvallarbreyting á eðli byggðar.
Á árum áður var miðað við að þéttleiki byggðar næmi 60 íbúðum á hektara, líkt og sem dæmi í blönduðu byggðinni á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur og í fjölbýlishúsabyggðinni í Hólahverfinu í Breiðholti. Í nýjum hverfum sem hafa verið samþykkt og eru sum þegar komin í byggingu er …
2. Sést aldrei til sólar í Reykjavík og ef að það er sól þá er farið í næstu sundlaug.
3. Íslendingar fara til Tene eða út á land í sól
4. Farið til Berlínar þar sem garðar við fjölbýlishús eru núll en skikk að hafa græn svæði/garða.
5. Þessi túnmenning Íslendinga er arfur sveitamenningarinnar og aldrei sést nokkur maður þar.