Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.

Stórhuga áform borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar í Kópavogi við þéttingu byggðar eru ekki aðeins á teikniborðinu heldur eru byggingar byrjaðar að rísa, þvert á áhyggjur margra sérfræðinga.

Án þess að mikil umræða hafi átt sér stað um það hafa viðmið um þéttleika byggðar á nýjum byggingareitum í Reykjavík í reynd verið margfölduð frá því sem áður var. 

Þéttasta byggingamagn sögunnar

Í janúar síðastliðnum sendi umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar frá sér tilkynningu um gildistöku aðalskipulags til ársins 2040, sem sagt var „uppfærð“ útgáfa fyrra skipulags sem samþykkt var 2014. Í uppfærðu skipulaginu var hins vegar í raun innsigluð grundvallarbreyting á eðli byggðar. 

Á árum áður var miðað við að þéttleiki byggðar næmi 60 íbúðum á hektara, líkt og sem dæmi í blönduðu byggðinni á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur og í fjölbýlishúsabyggðinni í Hólahverfinu í Breiðholti. Í nýjum hverfum sem hafa verið samþykkt og eru sum þegar komin í byggingu er …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristrún Heimisdóttir skrifaði
    Takk fyrir frábæra grein. Þetta er svo alvarlegt mál að leitun er að öðru eins.
    1
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Þessi grein hefði átt að birtast fyrir kosningar.
    1
  • Finnur Jónsson skrifaði
    Ein athugasemd:
    Það má vera að Reykjavík sé ein dreifbýlasta höfuðborg heims. Flestallar höfuðborgir í heiminum eru hinsvegar margfalt stærri en Reykjavík. Þetta er því ónothæfur samanburður. Þekkt er að stórar borgir eru dæmigert þéttbyggðari en litlar borgir, sérstaklega miðjukjarnar. Ef Reykjavík er borin saman við álíka stórar borgir í Evrópu er hún hvorki þéttbýlli eða dreifbýlli en gengur og gerist.
    Sjá má umfjöllun um þetta í Facebook grúppunni "Borgarlína - umræða".
    5
  • Thora Bergny skrifaði
    Takk fyrir mjög gagnlega umfjöllun. Þetta er hrikaleg þróun.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Gekk Lindargötuna gömlu hér á dögunum, fannst sem ég væri komin inn í bók eftir Dickens.
    2
  • Finnur Jónsson skrifaði
    Takk fyrir góða samantekt!
    1
  • S
    swain skrifaði
    Reykjavík stendur við sjó, strandlengjan falleg og fallegur fjallahringur við sjóndeildarhring frá Reykjanesi til Esju til Snæfellsness. Væri ekki nær að skipuleggja byggð svo sem flestir gætu notið útsýnis og útivistar frekar en að þröngva fólki saman í steypklessur sem standa hvor oní annari?
    7
  • A Islandi ætti ekki að leyfa þéttari bygð en að sólarljós á hádegi á jafndægrum geti baðað allar suðurhliðar húsa.
    7
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Nú skal selja sólarljós
    4
  • Ágætis samantekt á þeirri staðreynd að það er minna beint sólarljós í íbúðum á mörgum þéttingarreitum. Fólk er reyndar löngu flutt inn á mörgum þessum stöðum það hefði verið áhugavert að heyra hvernig þeim líður að búa svona og hvernig það samræmist þeirra lífstíl.
    9
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    1. Börn eru aldrei að leika utandyra í dag nema á skólalóð eða iþróttavelli.
    2. Sést aldrei til sólar í Reykjavík og ef að það er sól þá er farið í næstu sundlaug.
    3. Íslendingar fara til Tene eða út á land í sól
    4. Farið til Berlínar þar sem garðar við fjölbýlishús eru núll en skikk að hafa græn svæði/garða.
    5. Þessi túnmenning Íslendinga er arfur sveitamenningarinnar og aldrei sést nokkur maður þar.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár