Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott

End­ur­vinnsl­an hf. hef­ur í aug­lýs­ing­um und­an­far­in ár ít­rek­að gef­ið til kynna að gler­flösk­ur séu end­urunn­ar, jafn­vel þótt fyr­ir­tæk­ið urði allt gler og hafi gert í ára­tugi. Fyr­ir­heit um að hefja slíka end­ur­vinnslu í fyrra stóð­ust ekki, jafn­vel þótt rík­ið hafi í rúmt ár inn­heimt sér­stakt gjald fyr­ir gler. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna sak­ar End­ur­vinnsl­una um vöru­svik og græn­þvott og Neyt­enda­stofa skoð­ar hvort aug­lýs­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins stand­ist lög.

Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott

„Gler er 100% endurvinnanlegt og hægt er að endurvinna það „endalaust“ án þess að það tapi gæðum. Það getur hins vegar tekið glerflösku allt að milljón ár að leysast upp í umhverfinu,“ segir á heimasíðu Endurvinnslunnar, sem í áratugi hefur tekið á móti drykkjarumbúðum Íslendinga til endurvinnslu. Þrátt fyrir það hefur ekki ein glerflaska verið endurunnin á þessum tíma.

Í rúmt ár hefur hið opinbera lagt sérstakt umsýslugjald á allar glerflöskur sem seldar eru í landinu, til að standa straum af kostnaði við endurvinnslu þeirra. Endurvinnslu sem er þó enn ekki hafin. Á sama tíma og gjaldið rennur óskipt til Endurvinnslunnar hf. hefur fyrirtækið ítrekað frestað löngu boðuðum áformum um að hætta að urða gler.

Sér á báti

Ísland er eina ríkið í Evrópu sem endurvinnur ekkert af sínum glerúrgangi. Í þau rúmlega 33 ár sem safnað hefur verið gleri hér á Íslandi fer ekkert af því til endurvinnslu. Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þór Bjarnason skrifaði
    Það ætti að vera nóg að þvo töskurnar. Þá sparast mikil orka
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Gler hefur aldrei verið endur unnið og eingar fréttir um að glermassi sé endurnotaður hvorki til að búa til hverskonar ílát . Gler er mjös svo sterkt efni sem eiðist ekki eða mjög seint og er alveg hreint og vistvaent og meingar ekki neitt . Hagt er að nota hringrasar- kerfi til að endurvinna gler vegna þess að þarf töluverðann hita til að bráðna. Svo má nota mulið gler (grjót )í steipu ,vega gerð og allt sem þarfnast naturlegs efnis til að viðhalda innviðum eins og vegum og í stepu sem meingar mikið vegna frmleiðslu á sementi . Til er ógrini af plasti sem að mestu er urðað eða því brend erlendis með svakalegri meðngun vegna bruna þess og flutnings yfir hafið . Plast trefjar eru enkar hepuilegar í stepu til stirktar hennar sem þíðir minna jarn ,og minna sement . SVO ER TIL ENDALAUST AF LEIR BAÐI RAUÐBRÚNIUM OG GRÁUM SEM ER EiNKAR GOTT LÍM Í STEIPu SEM KOMA MUN Í VEG FYRIR NOTKUN Á SEMENTI . í EVrópu er reistar byggingar með til damiss járgrind til burðar og síðan halðnir veggir inni sem úti úr múrsteini framledum úr leir sem einugis þarfnast hita til að stirkja leirin í stenunum . Svo má líka hugsa sér að bygga hús á súlum sem sem burðar virki sem alltaf er inni í hitnum og þolir þannig mjög vel veðrun og klaeða útveggi með timbur- grindum sem má klaeða með hverju sem er sem eikki meingar ,í staðin fyrir að stepa útveggi 2o cm þykka og síðan trégrind utan á og einagrun utna frá sem að mýnu viti er bara bruðl og því fylgir mikil mengun . Svo eigum við mikið af baeði gjalli og vikri sem endur nýjar sig reglulega með okkar frábaeru elfjöllum sem sýfelt baeta í gjallið ,og vikri (sem að mestu er flutt út og notað í hverskonar iðnað) . Til er vikur aðeins í 3 löndum það er í Astralíju sem notast við vikur við að reisa háhýsi vegna þess að vikur er einagrandi og mjög svo létur eins er með gjallið ,það er léttara en möl sem eiðist og kenmur ekki aftur . Þíkaland eiga lika smávegis af vikri en spara það vegna þess að þeir fá það nanast gefis frá íslandi sem er held ég mesta vikur landið .Hugsa má með sér að allar botnpl´ötur og milli haeða séu steptar úr vikri og gjali sem léttir þar varulega og við það sparast járn ,og svo má ekki glema sparnaðinum og minni meigun við freleiðslu einagrunar hvarskonar enda vikur og gjall mjög hatt í einagrunargílldi .
    0
  • Þetta er ekki bara gler. Margt í "endurvinnslu" endar á sama stað og annað sorp. Og margt er líka ekkert betra fyrir umhverfið hvernig farið er með það. Þannig að endurvinnsla er að miklu leiti bara grænþvottur, eins og það er kallað. Því miður.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta land er óþolandi!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu