Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Utanríkisráðuneytið hefur flogið hergögnum til Úkraínu í á annan tug skipta undanfarna mánuði. Ráðuneytið vill ekki gefa upp hversu mörg flugin eru, hver kostnaðurinn sé eða hvað hafi verið flutt. Ráðuneytið telur ekkert óeðlilegt við að embættismaður sé hluthafi í flugfélaginu sem oftast var samið við. Sama félag er sakað um félagsleg undirboð og að brjóta kjarasamninga.
Tvö íslensk flugfélög hafa tekið að sér hergagnaflutning fyrir íslensk stjórnvöld frá því brugðist var við beiðni Úkraínumanna um aðstoð við varnir landsins í lok febrúar, flugfélögin Air Atlanta og Bláfugl, mun oftar síðarnefnda flugfélagið. Bláfugl, eða Bluebird Nordic, er rekið á íslensku flugrekstrarleyfi, en er í eigu litáísks stórfyrirtækis, Avia Solutions Group (ASG), sem skráð er á eynni Kýpur.
Utanríkisráðuneytið vill ekki svara því hversu oft hefur verið samið við Bláfugl um hergagnaflug. Þó hefur komið fram að vélar Bláfugls hafi séð um mikinn meirihluta þeirra þrettán ferða sem farnar höfðu verið í byrjun apríl, þegar Kjarninn fjallað um málið. Ráðuneytið vill ekki svara því hversu mörg flug hafa bæst við á þeim mánuði sem liðinn er.
Stjórnvöld fást heldur ekki til að gefa upplýsingar um hvers kyns hergögn voru flutt í þessu flugi, enda sé um að ræða málefni sem falli utan gildissviðs upplýsingalaga þar sem það varði …
Athugasemdir (2)