Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.

„Við eignuðumst barn á kolröngum tíma ársins en það að ég sé að segja það upphátt yfir höfuð er fáránlegt,“ segir Hólmfríður Rut Einarsdóttir sem eignaðist barn í desember. Þegar hún og sambýlismaður hennar, Daði Petersson, voru að klára fæðingarorlofið stóðu þau frammi fyrir algjöru ráðaleysi um dagvistun fyrir son sinn. Nær engin pláss hjá dagforeldrum laus og margra mánaða bið þar til leikskólaplássum yrði næst úthlutað.

„Raunverulegt val okkar var að setja barnið okkar sjö mánaða í dagvistun eða eins og hálfs árs, rúmlega. Við fengum tilboð um pláss en þá hefði hann þurft að fara þangað sjö mánaða, sem við vorum ekki tilbúin til að gera, og þá var okkur boðið að borga til að halda plássinu. Við vorum ekki til í það, að borga fjóra mánuði sem við vorum ekki að nýta. Það var raunverulega bara valmöguleikinn sem við höfðum og við skiljum það alveg út frá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár