Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Úps, hann gerði það, aftur. Seldi ættingjum ríkiseignir, aftur. Vissi ekki neitt um neitt, aftur.
Við áttum sko þennan banka. Ég og þú. Við borguðum fyrir hann, ekki aðeins með viðskiptum við hann, heldur einnig með hruninu. Þegar Glitnir fór á hausinn, meðal annars vegna brasksins hjá Bjarna Ben og pabba hans, þá var það þjóðin sem borgaði reikninginn. Skeindi óreiðumönnum. Byggði banka úr rústunum. Og hann gekk mjög vel. Alveg sko mjööög vel. Skilaði 23,7 milljörðum í hagnað í fyrra.
En þar sem ákveðinn hópur fólks á Íslandi er búið að drekka Kool-Aid-ið að ríkið skuli alls ekki eiga banka, þá var ofboðslega mikilvægt að selja hann sem fyrst. Sú krafa kemur frá Sjálfstæðisflokknum. Frá Bjarna. Sem meðal annars átti þátt í að setja hann á hausinn. Alveg eins og þegar hann setti N1 á hausinn og þjóðin sat uppi með um 130 MILLJARÐA reikning fyrir veislunni. Ef ég ætti að setja saman lista yfir fólk sem ætti ALLS EKKI að fara með fjármál …
Viljum við lofa þessu að vera svona? Mitt svar er nei.
Kaupendur Búnaðarbanka skálduð upp nafn þýsks banka sem væri með þeim í kaupunum,og Ríkisendurskoðandi blessaði málið.