Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
4
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
7
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Landsins snjöllustuFagfjárfestar Íslands
Sumarið 2017 var ég ásamt kollega mínum kallaður ofan í fjármálaráðuneyti. Erindið var að hitta þar nokkurra manna nefnd sem fengið hafði það hlutverk að skrifa svokallaða hvítbók um fjármálakerfið.
Einn nefndarmanna sat bara hluta fundarins. Formaðurinn, Lárus Blöndal. Þann tíma sem hann var viðstaddur, lagði hann fátt til málanna. Raunar hafði ég orð á því við kollega minn eftir fundinn að ég hefði sjaldan séð mann horfa öðrum eins löngunaraugum út í átt til Seðlabankans og Lárus gerði þennan dag. Þó kann að vera að sumarið hafi togað svona í Lárus.
Í fundarherbergi í Arnarhváli var annars ýmislegt rætt. Þó var aðallega rætt um traust.
Þá staðreynd að jafnvel þó menn vildu láta í það skína að öllum þessum árum eftir hrun, væri búið að girða fyrir að margt af því sem þá gerðist, myndi endurtaka sig, væru enn skýr merki um að menningin væri lítið breytt.
Í þessu sambandi tókum við dæmi af því þegar forsvarsmenn Íslandsbanka urðu þess varir að þrír lykilstarfsmenn bankans, sem höfðu verið fengnir til að selja dýrmæta eign bankans, olíufélagið Skeljung, voru grunuð um að hafa selt það fyrir lítið, gegn því að fá í staðinn verðmæti fyrir slikk.
Þetta plott fór ekki sérstaklega leynt árið 2008. Sérstaklega ekki þegar einn þremenninganna, Einar Örn Ólafsson, sem sá um söluna fyrir Íslandsbanka, var látinn fara vegna trúnaðarbrests og gerðist forstjóri Skeljungs. Fyrirtækisins sem hann hafði selt.
Forsvarsmenn Íslandsbanka virðast strax hafa fyllst grun um að fiskur leyndist undir steini. Strax þarna hófst fjölmennur hvísluleikur um að Einar og hinir tveir samstarfsmenn hjá bankanum, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson, hefðu líka fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessum snúningi.
Seinna sagðist bankinn hafa látið óháðan aðila skoða söluna, án niðurstöðu. En lengra fór málið ekki að sinni.
Heiður hússins
Mörgum sem fylgst höfðu með þessu máli þótti augljóst að hjá Íslandsbanka hefði „heiður hússins" orðið ofan á. Það hefði augljóslega kostað bankann álitshnekki að fara á fullt eftir grun sínum og fá hann staðfestan. Að hafa mögulega verið rændur innan frá. Aftur.
Því var ákveðið að leggja málinu.
Það var svo ekki fyrr en 2016 sem bankinn loks neyddist til að gera eitthvað í málinu en þá höfðu utanaðkomandi aðilar bent bankanum á upplýsingar sem sýndu að öll þrjú, Einar, Halla og Kári, höfðu öll grætt hundruð milljóna króna á því að selja Skeljung. Þessar ábendingar bárust reyndar bankanum 2013.
Í millitíðinni höfðu þau Einar, Kári og Halla Sigrún, tekið þátt í enn einum umdeildu viðskiptunum. Þremenningarnir höfðu þá keypt laxeldisfyrirtækið Fjarðalax árið 2012. Aftur var bent á sérkennilega aðkomu þeirra að málinu. Halla Sigrún hafði verið starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar Straums, sem sá um söluna á Arnarlaxi, og Kári hafði raunar verið starfandi ráðgjafi fyrir kaupendurna.
Sjálf vísuðu þau því á bug að nokkuð væri óeðlilegt við þessi viðskipti þeirra, frekar en Skeljungsviðskiptin. Hjá Straumi var málið allt hið vandræðalegasta og einungis því til að svara að Halla hefði „óhjákvæmilega“ hætt hjá Straumi, þegar ljóst var hvert stefndi með eignina sem hún átti að selja – sjálfri sér. Kaupin á Fjarðalaxi áttu svo sannarlega eftir að reynast þremenningunum verðmæt þegar þau seldu sig út úr rekstrinum nokkrum árum síðar.
Hvorug þessara viðskipta, salan á Skeljungi og Fjarðalaxi, fóru fram í neinni kyrrþey. Og þótt salan á Fjarðalaxi hafi ekki farið lengra þegar upplýst var um hana í nóvember 2013, var þarna kominn skriður á Skeljungsmálið. Upplýsingar um hvað þremenningarnir hefðu eignast hluti í dótturfélagi Skeljungs fyrir lítið, eftir að hafa selt það fyrir bankann, voru farnar að kvisast út.
Óvænt upphefð
Mánuði eftir að Halla Sigrún hætti störfum í Straumi, eftir að hafa selt sér og félögum sínum Fjarðalax, skipaði hins vegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hana stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins. Margir hváðu við en aðra renndi kannski í grun að ráðherrann hefði fengið ábendingu um þessa reynslumiklu konu, frá viðskiptafélaga hennar, vini Bjarna, Einari Erni Ólafssyni.
Einar Örn hafði, auk þess að vera vinur Bjarna, þjónustað hann í viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni, sem fjölskylda Bjarna átti þá ráðandi hlut í, en líka átt samtöl um FME við Bjarna, þá þingmann, í tengslum við aðgerðir yfirvalda vegna yfirtöku á Glitni.
„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna,“ sagði Einar Örn í pósti til yfirmanna sinna hjá Glitni 6. október 2008, nokkrum tímum áður en tilkynnt var um setningu neyðarlaganna og þjóðnýtingu Glitnis. Einar var á þessum tíma líka skráður fyrir stuðningsmannahópi framboðs Bjarna Benediktssonar.
Hvað svo sem stýrði vali Bjarna á stjórnarformanni FME í desember 2013, var ljóst að hann þurfti ári síðar að finna annan formann í hennar stað. Í nóvember 2014 var enda upplýst um það í fjölmiðlum að Halla hefði haft hundruð milljóna króna verðmæti út úr Skeljungssölu hennar og félaga hennar fyrir Glitni. Jafnvel þótt hún teldi málið misskilning, ætlaði hún að víkja úr stjórnarformannsstóli FME, en bara þegar skipunartími hennar rynni út. Rúmum mánuði síðar.
Á þetta féllst Bjarni og sagðist ekki ætla að aðhafast frekar, jafnvel þó ljóst væri að stjórnarformaðurinn sem enn sat í umboði hans ætlaði ekki að víkja strax.
Það var svo ekki fyrr en 2016 sem Íslandsbanki hafði sig í það að leggja fram kæru á hendur þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum, Höllu, Kára og Einari, vegna gruns um alvarleg lögbrot þeirra þegar þau seldu þeim Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundi Þórðarsyni Skeljung árið 2008.
Árið 2018 fóru svo fram húsleitir og handtökur á þeim Svanhildi Nönnu og Guðmundi, auk þess sem þremenningarnir voru yfirheyrð. Öll fimm hafa þau réttarstöðu grunaðs vegna ætlaðra umboðssvika, skilasvika, mútubrota og fleiri brota sem varðað geta allt að sex ára fangelsi. Málið bíður nú þess að saksóknari ákveði hvort ákært verði í málinu.
Traustabönd
En aftur að fundinum í Arnarhváli sumarið 2017. Þar sem hann horfði til veðurs hann Lárus Blöndal. Formaðurinn, sem skilaði sannarlega Hvítbók sumarið 2018. Þar sem mikið var rætt um traust. Ekki vegna umræðnanna þennan klukkutíma sem við, ég og kollegi minn, vörðum hjá nefndinni. Heldur af því að mig grunar að flestir ef ekki allir viðmælendur nefndarinnar hafi gert það.
„Hlutverk ríkisins er að tryggja umgjörð sem stuðlar að verðskulduðu trausti. Vegna samfélagslegs mikilvægis fjármálakerfisins eru almannahagsmunir fólgnir í því að ríkið styrki umgjörðina um fjármálakerfið og dragi þannig úr óhóflegri áhættu og stuðli að því að fjármálakerfið öðlist traust,“ stendur stórum stöfum í Hvítbókinni.
Formaður Hvítbókarnefndarinnar er í dag stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Þar situr hann í umboði Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra; í því sem kallað er armslengdarfjarlægð frá manninum sem hann hefur stutt með ráðum og dáð í stjórnmálum.
Á dögunum fól Bjarni svo Lárusi að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem verið er að einkavæða, nú í annað sinn, eftir að hafa farið á hausinn og hafnað í fangi ríkisins, eftir brambolt í höndum kröfuhafa.
Fyrir ári síðan var fyrsti skammtur bankans seldur þegar ríflega þriðjungur af hlutafé bankans skipti um hendur í almennu hlutafjárútboði. Þó vissulega hafi verðið sem boðið var verið gagnrýnt var það svo að mörgum þótti vel takast til.
Fáum þó eins rosalega vel og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, sem í gegnum velgjörðarfélag sitt, 1881, og ásamt fjölmiðlinum Innherja, valdi söluna viðskipti ársins í íslensku viðskiptalífi, á miklum galadinner í upphafi árs. Við verðlaununum tóku Bjarni Benediktsson og Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Þessa sama banka og kærði Svanhildi Nönnu og fjóra aðra fyrir fjölda lögbrota.
„Ríjúníon“ Rannsóknarnefndar
Þegar selja átti í bankanum nú í annað sinn í mars var hins vegar önnur leið valin. Nú átti að bjóða hlutinn hæfum fjárfestum. Fagfjárfestum. Og af því að armslengdin er mikilvæg var ákveðið að láta nokkur fjármálafyrirtæki um framkvæmdina.
Meðal hæfra fjárfesta sem keyptu af þeim Bjarna og Lárusi, voru þeir Einar Örn Ólafsson og Kári Þór Guðjónsson. Já og pabbi Bjarna. Menn sem sæta rannsókn vegna efnahagsbrota og félög tengd mönnum sem jafnvel voru gerðar húsleitir hjá degi eftir kaupin, vegna gruns um að þeir hefðu stolið eignum undan milljarða gjaldþrotum sínum. Meðal annars félaginu sem degi fyrr keypti í Íslandsbanka.
Upplýsingarnar um þennan kaupendahóp fengum við ekki frá Íslandsbanka. Ekki heldur Bankasýslunni. Og raunar ekki heldur frá fjármálaráðuneytinu sem birti lista yfir 207 kaupendur í útboðinu.
Nei, það þurfti nefnilega talsverða vinnu til að setja saman raunverulegan lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboðinu. Listinn sem fjármálaráðuneytið birti, hráan frá söluaðilum bréfanna, þeim sömu og var eftirlátið að skilgreina hverjir mættu og hverjir ekki, innihélt ekki þær upplýsingar að hægt sé að gera eins og Bankasýslan og ráðherra hafa gert, að fullyrða um að kaupendalistinn sé góður og gildur.
Það er einfaldlega ekki hægt.
Ekki fyrr en búið er að fletta upp og rýna eignarhaldið að baki félögunum sem keyptu, er hægt að segja nokkuð til um hvort þar fari hæfir fjárfestar. Og stundum er það ekki einu sinni hægt, vegna þess að félög sem skráð eru fyrir kaupunum finnast ekki einu sinni á skrá.
Bankasýslan virðist ekki hafa af því miklar áhyggjur, frekar en öðru í þessu ferli. Enda liggur núna fyrir að stór hluti þessara fagfjárfesta allra er búinn að selja lífeyrissjóðunum bréfin sem þeir fengu að kaupa. Erlendu fjárfestingasjóðirnir sem fengnir voru að borðinu líka, rétt eins og þeir gerðu í fyrra.
Enda er það bjargföst trú þeirra Bankasýslumanna og fjármálaráðherrans, að þetta hafi barasta verið fínt. Um einhver smá atriði eins og það hverjir keyptu, vísast til trausts.
„Menn geta haft skoðanir á þeim sem koma upp á listanum en við verðum að treysta þessum fjármálafyrirtækjum,“ segir forstjóri Bankasýslunnar í úttekt Stundarinnar í dag.
Og á þá líkast til við að þegar fáir innan stjórnarflokkanna, nema ef til vill í þingflokki forsætisráðherrans, treysta sér lengur til að lýsa yfir trausti á Bankasýslunni og fjármálaráðherra í málinu, sé eins gott að leggja allt sitt traust á fjármálafyrirtækin.
Þessi spillingarsaga er með hreinum ólíkindum. Það er ekki nóg með spillingin eigi sér stað nánast fyrir opnum tjöldum, heldur er hún augljóslega samofin pólititísku valdi sem í reglubundnum kosningum nýtur fylgis meirihluta þjóðarinnar. Bágborið ástand margra okkar helstu innviða verður að skoða í því ljósi að hér hefur lengi viðgengist skefjalaus fjármálaspilling að mestu óátalin eins og nú er komið í ljós.
Það sem ég er mest forvitinn um, er það hvað dýrt er að selja bankahlut. Þetta ferli núna kostaði víst 700 milljónir. Er þetta eðlilegur kostnaður eða gerist þetta bara þegar verið er að selja eigur ríkisins ?
Verðbréfamiðlarnir keyptu sjálfir, 700-milljónirnar er gjaldið sem Bjarni Ben er tilbúinn að borga af skattfé almennings til að hringja út helstu fjármála-SÓÐA Íslandssögunnar, Bjarni Ben er örlátur við SÓÐANNA á kostnað almennings. Í öllum samanburðarlöndum væri hafin lögreglu-rannsókn og Bjarni, Katrín og Sigurður búin að hirða pokann sinn, og það væri búið að ákveða kjördag.
Svo sannarlega og ríkisstjórnin öll ekki heyrist mikið í Sigurði eða Katrínu
2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Leiðari
13
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Stelpurnar okkar
Konur eftirlétu körlum völdin í íslensku samfélagi. Nú gera þær kröfu um að þeir fari vel með þau. Sú krafa sprettur upp af áralangri jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna.
Mest lesið
1
Fréttir
5
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
4
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
7
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
5
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
6
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
7
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
3
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
4
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
5
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
5
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
ÞrautirSpurningaþrautin
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þessi eyja? * Aðalspurningar: 1. Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins? 2. En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli? 3. Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að...
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
Fréttir
5
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
MannlýsingSpurningaþrautin
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
Fyrri aukaspurning: Afmælisbarn dagsins. Hvað heitir stúlkan á myndinni hér ofan, en hún fæddist 1. júlí 1961. * 1. Fyrsti júlí er í dag, við höfum spurningarnar um þá staðreynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kenndur? 2. Tveir konungar Danmerkur (og þar með Íslands) fæddust 1. júlí — annar 1481 en hinn 1534. Báðir báru...
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
ÞrautirSpurningaþrautin
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
Fyrri aukaspurning: Af hverjum er — eða öllu heldur var — þessi stytta? * Aðalspurningar: 1. Hvað er stærst Norðurlandanna? 2. En þá næst stærst? 3. Um það er hins vegar engum blöðum að fletta að Danmörk er minnst Norðurlandanna (ef Grænland er ekki talið með, vitanlega). En hvað telst Danmörk vera — svona nokkurn veginn — mörg prósent af...
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Væri ekki snjallt að vekja áhuga erlendra fjölmiðla á nýjasta íslenska bankaráninu ?
Þar gæfist Bjarna gott tækifæri til þess að útskýra málið !!
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!