Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Eiga Rússar voða bágt?

Í síð­asta blaði hóf Ill­ugi Jök­uls­son að kanna styrj­ald­ar­sögu Rúss­lands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sí­fellt sætt grimm­um árás­um frá er­lend­um ríkj­um, ekki síst Vest­ur­lönd­um. Því sé eðli­legt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuð­púða“ gegn hinni mis­kunn­ar­lausu ásælni vest­rænna stór­velda. Í fyrri grein­inni höfðu ekki fund­ist slík dæmi, því oft­ar en ekki voru það Rúss­ar sem sóttu fram en vörð­ust ei. En í frá­sögn­inni var kom­ið fram á 19. öld.

Eiga Rússar voða bágt?
Hinn tvíhöfða örn var tákn Romanov-ættarinnar sem réði Rússlandi. Og var hann einlægt á flótta undan vondum óvinum úr vestri?

Haustið 1853 braust Krímstríðið út. Það snerist upphaflega alls ekki um Krímskagann – sem Rússar höfðu tekið frá Krím-Tötörum og innlimað 1783 – heldur um samkeppni Rússa og Tyrkja við Svartahaf. Rússar hófu stríðið með því að ráðast inn í Bessarabíu (Moldovu) og Wallachíu (suðurhluta Rúmeníu) sem Tyrkir höfðu ráðið um aldir. Þeir héldu svo sókn sinni áfram og stefndu suður til Konstantínópel, höfuðborg Tyrkjaveldis. Jafnframt rústaði rússneski flotinn hinum tyrkneska svo fátt virtist geta stöðvað Rússa.

Krímskaginn hertekinn

Það féll Bretum og Frökkum illa. Hinir fornu fjendur voru nú óðum að verða nánir bandamenn í sókn sinni eftir nýlendum úti í hinum stóra heimi og vildu síður að í bakgarði þeirra heima í Evrópu risi á meðan of öflugt stórveldi. Því ákváðu báðar þjóðir að styðja Tyrki í næsta örvæntingarfullri vörn þeirra gegn vaxandi veldi Rússa.

Sameinaður floti Breta og Frakka var sendur inn á Svartahaf í byrjun árs …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár