Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka

List­inn yf­ir kaup­end­ur í Ís­lands­banka var birt­ur rétt í þessu þrátt fyr­ir and­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins. Þekkt nöfn eru tengd fé­lög­um á list­an­um, sem komu að bank­an­um fyr­ir hrun. Með­al ann­ars Þor­steinn Már Bald­vins­son, Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, Guð­björg Matth­ías­dótt­ir og Bene­dikt Sveins­son, fað­ir fjár­mála­ráð­herra. List­inn er birt­ur hér í heild.

Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka
Áberandi kaupendur Á meðal þeirra sem voru valdir til að kaupa í Íslandsbanka eru aðilar sem leiddu bankann fyrir efnahagshrunið.

Listinn yfir fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka var birtur rétt í þessu á vef fjármálaráðuneytisins. Stærstu kaupendurnir eru lífeyrissjóðir, en á listanum eru nöfn fjárfesta sem hafa verið umtalaðir í umræðu um efnahagshrunið og tengdust umdeildum viðskiptum í bankanum fyrir hrun.

Birtingin á sér stað sama dag og stjórnarformaður Bankasýslunnar, návinur Bjarna Benediktssonar, Lárus Blöndal, sagði í samtali við Dagmál hjá Morgunblaðinu að hann teldi ekki heimild fyrir því að birta listann og lagði til að birting upplýsinga um kaupendur yrði hluti af skilyrðum í næstu atrennu einkavæðingar. 

Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins segir að ekki hafi verið fallist á andstöðu og röksemdir Bankasýslunnar. „Að mati ráðuneytisins falla upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefur ráðherra ákveðið að birta yfirlitið.“

Í þessari lotu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka bauðst almenningi ekki að kaupa, heldur voru svokallaðir fagfjárfestar, sem uppfylltu tiltekin skilyrði, handvaldir og hringt í þá eftir lokun markaða og þeim boðið að taka þátt. 

Meðal beinna og óbeinna kaupenda í gegnum félög eru Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti eigandi í Glitni fyrir efnahagshrunið, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður bankans fyrir hrun, útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. og Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem var líkt og Bjarni sjálfur, stórtækur í viðskiptum við og með bankann fyrir efnahagshrunið og náði að forða bæði hlutafé og verðbréfum skömmu fyrir fall bankans 2008.

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður bankans í hruninu, kaupir fyrir 296 milljónir króna í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein, sem hann á til jafns við fyrrverandi eiginkonu sína, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur.

Rétt eins og fyrrverandi stjórnarformaður bankans, er stærsti eigandi hans fyrir hrun að bæta við sig hlut. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Baugs, fer fyrir eignarhaldsfélaginu Streng, sem á liðlega helming í Skel fjárfestingafélagi hf, áður Skeljungi, sem fékk að kaupa fyrir 450 milljónir króna.

Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, er sá 118. stærsti meðal kaupenda í lotunni. Hann kaupir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. samtals fyrir 55 milljónir króna, 0,1% fáanlegra hluta í útboðinu. Benedikt á 100% hlut í Hafsilfri. 

Þá á Jón Sigurðsson fjárfestir, sem var forstjóri FL Group fyrir hrun, sem síðar hétu Stoðir hf, endurkomu með 175,5 milljón króna kaupum í gegnum Stoðir.

Karl Wernersson, áður kenndur við Milestone, einn helsta eiganda bankans fyrir hrun, tengist kaupum með því að Lyf og heilsa kaupa fyrir 225 milljónir. Karl kom félaginu í hendur sonar síns í umdeildri fjárhagslegari endurskipulagningu árið 2017.

Einnig má nefna tvö félög í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka og Gnúps, sem keyptu í útboðinu fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Þau félög heita Brekka retail ehf. og Fjárfestingarfélagið Brekka ehf. Þórður Már varð landsþekktur fyrir skömmu vegna aðkomu sinnar að máli Vitalíu Lazarevu sem leiddi til þess að hann hætti sem stjórnarformaður smásölufyrirtækisins Festar, eiganda Krónunnar meðal annars. 

Jakob Valgeir með tæpan milljarð

Guðbjörg Matthíasdóttir, sem er aðaleigandi Morgunblaðsins og einn umsvifamesti útgerðareigandi landsins, fær úthlutað einna stærstum hluta einstakra kaupenda, eða 468 milljónum króna í gegnum eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. 

Enn stærri er þó hlutur Jakobs Valgeirs ehf, sem fær að kaupa fyrir 936 milljónir króna. Jakob Valgeir er í eigu eiginkonu samnefnds útgerðarmanns og bræðra hans. Jakob Valgeir Flosason fékk 20 milljarða króna lán til að kaupa í Glitni fyrir hrun, í máli sem var rannsakað sem umboðssvik og markaðsmisnotkun. Forstjóri bankans, Lárus Welding, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir viðskiptin.

Meðal annarra einstaklinga í kaupendahópnum eru Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur heildverslunarinnar Johan Rönning, sem kaupa í gegnum félagið sitt Bóksal ehf. fyrir 1,17 milljarð króna.

Valdimar Grímsson, fyrrverandi handknattleikslandsliðsmaður, kaupir fyrir 225 milljónir króna. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi hægri hönd Róberts Wessman, eiganda Alvogen, kaupir fyrir 69 milljónir króna.

Stærstu kaupendurnir eru þó lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR, Brú og Lífeyrissjóður verslunarmanna. 

11% hækkun á hlutunum

Alls var boðinn út 22,5% hlutur ríkisins, að verðmæti 52,7 milljarðar króna, 22. mars síðastliðinn, eftir lokun markaða. Veittur var afsláttur af kaupunum. Hringt var í fjárfesta og þeim boðið að kaupa. Hlutir í Íslandsbanka voru seldir á 117 krónur, en gengi dagsins hafði verið 122 krónur, eða 4,3% hærra en söluverð Bankasýslunnar. Gengið náði mest 130 krónum í dag og hefur hlutur þeirra sem fengu að kaupa því hækkað um 11%. Þannig hefur hlutur Benedikts Sveinssonar hækkað um 6 milljónir króna í virði frá 22. mars. Einn þeirra einstaklinga sem fékk hvað stærstan hlut, útgerðin Jakob Valgeir ehf, hefur hagnast um 102 milljónir króna með kaupunum.

Sátt um söluferlið

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í dag er ferill sölunnar rakinn. „Þann 18. mars sl. ákvað ráðherra, að fengnum umsögnum efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis, auk umsagnar Seðlabanka Íslands, að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í bankanum í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins. Meirihlutar beggja þingnefnda mæltu með því að hafist yrði handa við framhald sölu. Þá taldi Seðlabankinn í umsögn sinni að jafnræði bjóðenda yrði tryggt og var salan talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.“

Kaupendalistinn í heild

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Hlynur Jörundsson skrifaði
  Nei. Bjarni er ekki vondi karlinn af því pabbi hans fjárfestir skynsamlega. Hugsið út í það... haldið þið virkilega faðir hans hafi slegið á þráðinn og sagt "Bjarni minn ég ætla koma þér í rosalegan bobba"?

  Og Þorsteinn Már er ekki vondi karlinn í þessu dæmi heldur... alþingismenn allir eru það aftur á móti.

  Snúið ykkur að kerfinu sem gersamlega ábyrgðarlaust fór í lokaða sölu þar sem spákaupmenn... þetta eru ekki alvöru fagfjárfestar... orðið er bara orðskrýpi til að slá ryk í augun á ykkur. Og út frá þeirri apaskylgreiningu eru þetta réttmætir fjárfestar. En sem kjölfestu eða ábyrgir aðilar þá þarf að skoða hvernig þeir eru bundnir í kaupsamningum.

  Og þeir eru óbundnir ekki satt ? Geta selt á morgun með glimrandi hagnaði.

  Enn einn gjafagerningur frá leiðtogum stjórnmálaflokka til velunnarra sinna og verður aldrei borið saman við erlenda söluskilmála... að minnsta kosti ekki af rannsóknarblaðamönnum sem þurfa að fá duglegt spark í rassinn því umfjöllunin er öll á manninn... fáein skifti um boltann ... en aldrei lagst af fullum þunga á reglugerða og regluverksaðilana... sem bera 100 % ábyrgðina.

  Ef ég væri með sambærilegan lista yfir íslendinga og viðskifti þeirra erlendis við banka og fyrirtækjaskrá Panama sem ég gaf skattrannsóknarstjóra á meðan hún var lokuð ... þá myndi ég einfaldlega ekki treysta ykkur samlöndum mínum fyrir þeim upplýsingum af því þið fokkið allri hreingerningu upp. Það eru öngvar rannsóknir nema málarmynda og engin viðurlög og frelsararnir eru ekki fyrr komnir í feitu sætin en þeir eru þagnaðir... ekki satt Björn ... Þórður ???
  2
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
   Svo kaus þjòðin aftur 3 af fjórflokkunum og það er kannski òskilanlegast af öllu.
   0
 • Steinþór Grímsson skrifaði
  Var einhver hissa?
  3
 • Sveinn Hansson skrifaði
  Og ekkert vaselín notað.
  6
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  Ísland er YNDISLEGT land !!!!!!

  Ég hef aldrei séð á eftir því að flytja þaðan :-)
  5
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Það er bara svona, bankaræningjunum hleypt aftur að borðinu eins og ekkert hafi gerst árið 2008, hvað segir hið háa Alþingi við þessu!
  10
 • Þór Saari skrifaði
  Það er nákvæmlega svona sem gerspillt pólitísk yfirstétt hagar sér. Gaukar eigum almennings, í þessu tilfelli Íslandsbanka, til vina og vandamanna fjármálaráðherra og yfirstéttarinnar í Sjálfstæðisflokknum og beitir fyrir sig "bankaleynd," hugtaki sem er ekki til í lögum. Spilltir og siðlausir formennn Framsóknarflokks og Vinstir-grænna horfa á með velþóknun og kjósendur þeirra sannfæra sjálf sig um að þetta sé bara all gott fyrirkomulag.
  19
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
   Þetta snýst allt um hvatana Þór minn.... og meðan sýndarreglur og lög eru athugasemdarlaust sett sem ganga þvert á hvatana og veita ekki neina hvata til að fylgja reglunum ... eða réttar sagt upprunarlega tilgangnum.... verður engin breyting. Píratar og Viðreisn vissu auðvitað alveg hvað til stóð... ekki vera svona trúgjarn að halda það sé eðlismunur á flokkum.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sá bara veikan einstakling“
1
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
2
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
3
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Sorgarsaga Söngva Satans
4
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Björn Leví Gunnarsson
6
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
7
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Mest deilt

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
1
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
2
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
3
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
4
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
5
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Í vöku og draumi
6
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Mest lesið í vikunni

Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
1
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
2
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
„Ég sá bara veikan einstakling“
3
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
4
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Í vöku og draumi
5
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
6
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
7
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
3
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
5
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
6
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
7
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.