Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Telur ekki þörf á meiru Forsætisráðherra segir skipta máli að menn stigi fram og biðjist afsökunar verði þeim á og það hafi innviðaráðherra nú gert með skýrum hætti, Mynd: Davíð Þór

„Við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirður innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Var ekki á orðum Katrínar að heyra að hún teldi þörf á að aðhafast frekar í málinu. 

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata spurði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, út í hin rasísku ummæli sem Sigurður Ingi lét falla í garð Vigdísar síðastliðið fimmtudagskvöld. Vigdís steig fram og lýsti upplifun sinni í færslu á Facebook í hádeginu. Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar á ummælunum á sama vettvangi nú síðdegis, skömmu áður en þingfundur hófst. 

Rasísk og niðrandi ummæli

Halldóra spurði hvernig forsætisráðherra teldi að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á óviðeigandi ummælum sem ráðherra lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummæli sem hafi verið „rasísk, þau voru niðrandi og þau voru særandi,“ sagði Halldóra. Þá sagði hún að þau væru einnig brot á lögum. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga,“ sagði Halldóra og spurði forsætisráðherrra hvort hún myndi fara fram á að Sigurður Ingi segði af sér. Katrín sagði að innviðaráðherra hefði nú stigið fram og beðist afsökunar á ummælum sínum og að sú afsökunarbeiðni endurspeglaði afstöðu hans til eigin ummæla. „Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir máli að þeir stigi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert og það skiptir máli,“ sagði Katrín á Alþingi.   

„Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti“
Halldóra Mogensen
um ummæli Sigurðar Inga

Halldóra kom þá aftur í ræðustól og sagði að Katrín bæri ekki beina ábyrgð á orðum eða gjörðum ráðherra innan hennar ríkisstjórnar en að sem leiðtogi ríkisstjórninnar bæri hún ábyrgð á því að vera leiðandi í þeim samfélagsbreytingum sem hún sjálf boði. „Það er hennar að draga línuna í sandinn. Ef hún ætlar að vera kyndilberi jafnréttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregðast við á einhvern hátt þegar ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn verður uppvís að framkomu sem brýtur í bága við allt sem hún stendur fyrir,“ sagði Halldóra og spurði hversu mikil alvara forsætisherra væri um að  uppræta mismunun þegar í harðbakkann slægi. „Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti, eru það skilaboðin inn í framtíðina, ef ráðherra brýtur lög, er þá nóg að segja bara afsakið, þetta voru mistök?“ spurði Halldóra og Katrín svaraði:

„Forsætisráðherra stendur bara nákvæmlega þar sem hún hefur staðið hingað til og stendur þar áfram. Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg og ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti,“ sagði Katrín. 

Segir fordóma grassera við ríkisstjórnarborðið

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í óundurbúnum  fyrirspurnum á Alþingi að frásögn Vigdísar Häsler um orð sem Sigurður Ingi hafi látið falla um hana í vitna viðurvist væru sláandi. 

Vill að atburðarás helgarinnar verði skoðuð, sérstaklega ,,gaslýsing“ aðstoðarmanns innviðaráðherraSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að hafa þyrfti í huga atburðarrás þessa ,,hörmulega máls“


„Samkvæmt þeim á leiðtogi ríkisstjórnarflokks og ráðherra að hafa gerst sekur um rasísk ummæli sem svo hefur verið staðfest af ráðherranum,“ sagði Sigmar og vitnaði í yfirlýsingu Vigdísar frá því í morgun þar sem sagði meðal annars: „Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins“.  Sagði Sigmar að lýsing þolanda á ummælum ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlytu að kalla á umræðu um fordóma í samfélaginu og á Alþingi „sem samkvæmt þessari frásögn grasserar svo sannarlega á öllum stigum samfélagsins líka við ríkisstjórnarborðið því miður,“ sagði Sigmar og spurði Katínu Jakobsdóttur hvort ekki væri augljóst að ákvæði siðareglna ráðherra hefðu verið brotin og hvort svör forsætisráðherra þyrftu ekki að vera veigameiri en þau hafi verið fyrr í umræðum um málið.  

„Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“
Sigmar Guðmundsson
um ummæli aðstoðarmanns innviðaráðherra um helgina

Katrín sagði að öllum ætti að sýna virðingu og gerð væri rík krafa um að ráðherrar væru vandir að virðingu sinni. „Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að hæstvirtur innviðaráðherra hefur beðist afsökunar. Ég les út úr þeirri afsökunarbeiðni, sem er mjög skýr, þá les ég þá afstöðu að ummælin hafi verið óásættanleg og hefðu ekki átt að falla og ég tel mikilvægt að við getum tekið því þegar fólk biðst afsökunar og það skiptir máli að þegar menn gera mistök að það sé gert með þessum hætti eins og fram kemur í máli ráðherra,“ sagði Katrín  

Kallar svör aðstoðarmanns ráðherra „gaslýsingu“ 

Sigmar kom þá aftur í ræðustól og sagði að málið væri „hörmulegt“ og hann teldi mikilvægt að skoða atburðarrásina. ,,Hún er nefnilega ekki sú að hæstvirtur innviðráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli, … fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarrásar allrar sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort að þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina hljóti ekki að kalli á það að hæstvirtur forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti,“ sagði Sigmar og bætti við að þó sér þætti afar leiðinlegt að þurfa að standa í ræðustól og tala um málið þá væri það gríðarlega mikilvægt. „Verðum við ekki að velta fyrir okkur atburðarrásinni áður en beðist var afsökunar og hver er hljómur afsökunarbeiðni þegar aðdragandinn er þessi?,“ spurði Sigmar forsætisráðherra. 

Katrín vísaði fyrirspurn um orð aðstoðarmanns ráðherra til innviðaráðherra sjálfs og ítrekaði að lokum orð sín um að afsökunarbeiðni Sigurðar Inga hefði verið mjög skýr. „Ég sé ekki ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðni hæstvirts innviðaráðherra í efa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞP
    Þuríður Pétursdóttir skrifaði
    Segðu mér hverjir eru vinir þínir Katrín Jakobsdóttir og ég veit þá hver þú ert. Samkv fréttur eru vinir þínir m.a. rasistar, lygalaupar, spilltir menn sem selja eigur almenings til vina sinna á spottprís og kæra konur fyrir að mótmæla misrétti. Þá vitum við hver þú ert Katrín.
    0
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Það er sem sagt nóg að biðjast afsökunar ef ráðherrar a) brjóta lög, b) brjóta siðareglur bæði alþingismann og ráðherra, c) misfara með opinbert fé, d) selja eignir almennings til vina og félaga, langt undir markaðsverði o. s.frv. Þetta er skondin stjórnsýsla í þessu landi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
6
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
10
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
9
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu