Þessi grein er rúmlega 3 mánaða gömul.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan

Borg­ar­stjór­inn í Bucha seg­ir að Rúss­um verði aldrei fyr­ir­gef­ið. Lík lágu á göt­um borg­ar­inn­ar og í fjölda­gröf nærri kirkju bæj­ar­ins. Rúss­ar hneyksl­ast og segja voða­verk­in svið­sett. Mynd­ir af að­stæð­um í Bucha sem fylgja frétt­inni geta vak­ið óhug.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan
Á götum Bucha Starfsmenn borgarinnar í Bucha bera lík íbúa í líkpoka. Í forgrunni sést látinn maður í borgaralegum klæðum. Af aðstæðum að dæma hefur hann verið að sækja kartöflur. Rússnesk stjórnvöld hafna algerlega ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha á hersetutíma þeirra. Mynd: Sergei SUPINSKY / AFP

„Við munum aldrei fyrirgefa Rússum fyrir hryllinginn sem átti sér stað hér,“ segir Anatoly Fedoruk, borgarstjórinn í Bucha, norðvestur af úkraínsku höfuðborginni Kyiv. Lík almennra borgara lágu í tugatali á götum borgarinnar eftir að rússneskar hersveitir hörfuðu frá því sem Rússlandsforseti hefur nefnt „sértækri hernaðaraðgerð“ og fólst í allsherjarinnrás í Úkraínu.

Rússnesk yfirvöld lýsa ásökunum og lýsingum á því sem gerðist í Bucha sem „ögrun“ og „sviðsetningu“ af hálfu Úkraínumanna. „Við höfnum skilyrðislaust öllum ásökunum,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, á blaðamannafundi í dag. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst innrásinni sem tilraun til að hreinsa Úkraínu af nasistum.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, sagði í dag að fjöldamorðin í Bucha og nágrenni yrðu héðan í frá á lista yfir voðaverk sem unnin hafa verið í Evrópu.

Enn ræða vestræn yfirvöld að leggja nýjar refsiaðgerðir á Rússa, en óljóst er hverju þær skila. Þannig hefur rússneska rúblan farið langt með að ná …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Anna Á. skrifaði
  Til er upptaka af bæjarstjóra Bucha sigri hrósandi, Þegar rússar fóru frá borginni og það var ekkert í ræðu hans sem gaf til kynna að rússar hefðu myrt hundruði manna með köldu blóði.
  Einn þeirra sem liggur látinn í götunni, er með hvítt band bundið um vinstri upphandlegg. Það merkir að viðkomandi studdi og fagnaði veru rússa í bænum. Önnur mynd sýnir látna manneskju bundna með hendur fyrir aftan bak með hvítum borða. Önnur manneskja liggur nálægt og þar sést rétt glitta í hvítt á hægri upphandlegg. Þessar þrjár manneskjur voru líklega allar stuðningsmenn rússa.
  Opnumyndin sýnir látna manneskju og það er plastpoki með kartöflum við fætur hennar.
  Aðrar myndir frá Bucha sýna fólk með matarbirgðir sem rússar voru nýbúnir að dreifa til íbúa.
  Úkraínumenn hafa dauðalista yfir fréttamenn sem vinna með rússum og aðra sem eru hliðhollir rússum. Á vef sínum lýsa þeir sérstaklega yfir að þeir muni taka af lífi alla svikara.
  Bucha passar algerlega við þá mynd.
  0
 • Þrymur Sveinsson skrifaði
  Það var rússneskur genráll í miklum metum hjá Alexander II sem hét Mikhail Skobelev. Þegar Rússar tóku að þenja sig út í Kákasushéruðunum og austar eftir Rússnesk - Tyrkenska stríðið 1878 hafði Skobolev yfir bardagavönum her að ráða. Þetta vandamál sem tekið er fram hér að ofan er ekki nýtt af nálinni að óbreyttir hermenn rússahers séu færir um jafn óhugnarlegt kaldrifjað ofbeldi og fjöldamorð eins og raun ber vitni: Það kann að vera að ástæðan fyrir þessu sé ekki jafn tilviljanakennd og hún virðist vera í augum okkar nútímafólks sem höfum almennt lítin áhuga á sagnfræði. Það er mögulegt að þetta athæfi rússahers sem aðilar á borð við Kenneth Øhlenschlæger Buhl tilgreinir séu vísvitandi gerð til að gera rússaher jafn ógnvekjandi og raunin er sé jafnvel hluti metorðastigans innan hersins. Þótt Kreml sverji ódæðin af sér sanna myndir úr gerfihöttum það sem gerðist nýverið í Bucha. Eins yfirþyrmandi þögn Þjóðverja á tímabilinu 1944 - 1960 sem hreinlega öskrar undan ofbeldi rússahers sem beitti nákvæmlega sama bragðinu. Ekkert nýtt undir sólini í strúktúr rússahers.
  "Memory Day marks a black moment in the history of the Turkmen; their disastrous defeat at the fortress of Geok-Tepe in 1881. The battle was the last major battle tsarist forces would fight against the Turkmen and the area that is now Turkmenistan would remain under Moscow's control from then until 1991.
  Skobelev came much better prepared for the assault than his predecessor had in 1879 but the deciding event was on January 12, 1881 when Russians tunneled under the fortress wall and planted explosives that blew out a huge section of the defensive structure. Russian troops rushed through the breach, killing some 6,500 people in the city and then chasing down and killing some 8,000 more who fled.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.
Við þurfum að tala um Eritreu
Viðtal

Við þurf­um að tala um Er­itr­eu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
ÞrautirSpurningaþrautin

797. spurn­inga­þraut: Kon­ur í NATO, inn­rás Frakka á Eng­land og hæð Heklu

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þessi eyja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var sá hæst­setti sem þurfti að segja af sér vegna Waterga­te-hneyksl­is­ins? 2.  En hvers vegna nefn­ist Waterga­te-hneyksl­ið Waterga­te-hneyksli? 3.  Á NATO-fund­in­um sem lauk á dög­un­um mættu fjór­ar kon­ur sem leið­tog­ar ríkja sinna. Ein þeirra var vita­skuld Katrín Jak­obs­dótt­ir héð­an frá Ís­landi en hvað­an komu hinar kon­urn­ar þrjár? Þið þurf­ið að...
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Fréttir

Rík­ið hef­ur of­greitt kjörn­um full­trú­um og emb­ætt­is­mönn­um sam­tals 105 millj­ón­ir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Fréttir

22 börn biðu eft­ir brott­flutn­ingi í byrj­un júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.