Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan

Borg­ar­stjór­inn í Bucha seg­ir að Rúss­um verði aldrei fyr­ir­gef­ið. Lík lágu á göt­um borg­ar­inn­ar og í fjölda­gröf nærri kirkju bæj­ar­ins. Rúss­ar hneyksl­ast og segja voða­verk­in svið­sett. Mynd­ir af að­stæð­um í Bucha sem fylgja frétt­inni geta vak­ið óhug.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan
Á götum Bucha Starfsmenn borgarinnar í Bucha bera lík íbúa í líkpoka. Í forgrunni sést látinn maður í borgaralegum klæðum. Af aðstæðum að dæma hefur hann verið að sækja kartöflur. Rússnesk stjórnvöld hafna algerlega ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha á hersetutíma þeirra. Mynd: Sergei SUPINSKY / AFP

„Við munum aldrei fyrirgefa Rússum fyrir hryllinginn sem átti sér stað hér,“ segir Anatoly Fedoruk, borgarstjórinn í Bucha, norðvestur af úkraínsku höfuðborginni Kyiv. Lík almennra borgara lágu í tugatali á götum borgarinnar eftir að rússneskar hersveitir hörfuðu frá því sem Rússlandsforseti hefur nefnt „sértækri hernaðaraðgerð“ og fólst í allsherjarinnrás í Úkraínu.

Rússnesk yfirvöld lýsa ásökunum og lýsingum á því sem gerðist í Bucha sem „ögrun“ og „sviðsetningu“ af hálfu Úkraínumanna. „Við höfnum skilyrðislaust öllum ásökunum,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, á blaðamannafundi í dag. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst innrásinni sem tilraun til að hreinsa Úkraínu af nasistum.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, sagði í dag að fjöldamorðin í Bucha og nágrenni yrðu héðan í frá á lista yfir voðaverk sem unnin hafa verið í Evrópu.

Enn ræða vestræn yfirvöld að leggja nýjar refsiaðgerðir á Rússa, en óljóst er hverju þær skila. Þannig hefur rússneska rúblan farið langt með að ná …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Anna Á. skrifaði
  Til er upptaka af bæjarstjóra Bucha sigri hrósandi, Þegar rússar fóru frá borginni og það var ekkert í ræðu hans sem gaf til kynna að rússar hefðu myrt hundruði manna með köldu blóði.
  Einn þeirra sem liggur látinn í götunni, er með hvítt band bundið um vinstri upphandlegg. Það merkir að viðkomandi studdi og fagnaði veru rússa í bænum. Önnur mynd sýnir látna manneskju bundna með hendur fyrir aftan bak með hvítum borða. Önnur manneskja liggur nálægt og þar sést rétt glitta í hvítt á hægri upphandlegg. Þessar þrjár manneskjur voru líklega allar stuðningsmenn rússa.
  Opnumyndin sýnir látna manneskju og það er plastpoki með kartöflum við fætur hennar.
  Aðrar myndir frá Bucha sýna fólk með matarbirgðir sem rússar voru nýbúnir að dreifa til íbúa.
  Úkraínumenn hafa dauðalista yfir fréttamenn sem vinna með rússum og aðra sem eru hliðhollir rússum. Á vef sínum lýsa þeir sérstaklega yfir að þeir muni taka af lífi alla svikara.
  Bucha passar algerlega við þá mynd.
  0
 • Þrymur Sveinsson skrifaði
  Það var rússneskur genráll í miklum metum hjá Alexander II sem hét Mikhail Skobelev. Þegar Rússar tóku að þenja sig út í Kákasushéruðunum og austar eftir Rússnesk - Tyrkenska stríðið 1878 hafði Skobolev yfir bardagavönum her að ráða. Þetta vandamál sem tekið er fram hér að ofan er ekki nýtt af nálinni að óbreyttir hermenn rússahers séu færir um jafn óhugnarlegt kaldrifjað ofbeldi og fjöldamorð eins og raun ber vitni: Það kann að vera að ástæðan fyrir þessu sé ekki jafn tilviljanakennd og hún virðist vera í augum okkar nútímafólks sem höfum almennt lítin áhuga á sagnfræði. Það er mögulegt að þetta athæfi rússahers sem aðilar á borð við Kenneth Øhlenschlæger Buhl tilgreinir séu vísvitandi gerð til að gera rússaher jafn ógnvekjandi og raunin er sé jafnvel hluti metorðastigans innan hersins. Þótt Kreml sverji ódæðin af sér sanna myndir úr gerfihöttum það sem gerðist nýverið í Bucha. Eins yfirþyrmandi þögn Þjóðverja á tímabilinu 1944 - 1960 sem hreinlega öskrar undan ofbeldi rússahers sem beitti nákvæmlega sama bragðinu. Ekkert nýtt undir sólini í strúktúr rússahers.
  "Memory Day marks a black moment in the history of the Turkmen; their disastrous defeat at the fortress of Geok-Tepe in 1881. The battle was the last major battle tsarist forces would fight against the Turkmen and the area that is now Turkmenistan would remain under Moscow's control from then until 1991.
  Skobelev came much better prepared for the assault than his predecessor had in 1879 but the deciding event was on January 12, 1881 when Russians tunneled under the fortress wall and planted explosives that blew out a huge section of the defensive structure. Russian troops rushed through the breach, killing some 6,500 people in the city and then chasing down and killing some 8,000 more who fled.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“