Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frumbyggjar regnskógarins og háhýsi heimsborgarinnar

Hann lét gaml­an draum ræt­ast. Ferð­að­ist í vet­ur í 11 vik­ur um nokk­ur lönd Suð­ur-Am­er­íku. Heim­sótti með­al ann­ars týndu borg­ina, La Ciu­dad Per­dida, í regn­skóg­um Kól­umb­íu, dvaldi í nokkra daga við Amason­fljót­ið og svo heim­sótti hann lit­ríka bæi og borg­ir og virti fyr­ir sér há­hýs­in í Bu­enos Aires þar sem hann var á jóla­dag eins og Palli sem var einn í heim­in­um. Að­al­mál­ið var þó eig­in­lega fjall­göng­ur. Ein­ar Skúla­son, sem rek­ið hef­ur göngu­klúbb­inn Vesen og ver­gang í ára­tug, tal­ar hér með­al ann­ars um þenn­an draum sem rætt­ist, frum­byggja regn­skóg­ar­ins, bæ­ina og borg­irn­ar og auð­vit­að tal­ar hann um fjöll­in. Hann tal­ar líka um göngu­klúbb­inn sinn og Ís­land; ís­lenska nátt­úru sem á hjarta hans.

Einar Skúlason er maður sem ungur fékk ást á náttúrunni íslensku og það er þessi náttúra sem á hug hans og hjarta. Hann hefur í áratug leitt þúsundir manna um landið sitt, vetur, sumar, vor og haust, og einnig víða um heim. „Vesen og vergangur“ heitir gönguklúbburinn hans. Styrkri hönd leiðir hann vana og óvana um fjöll, firnindi og fjörur og þótt hraunnibburnar geti stungið þá er fólk samt öruggt undir hans leiðsögn.

Hann, sem bláum augum horfir til fjalla sem fjarlægðin gerir blá, varð fimmtugur í fyrrahaust; fertugur var hann þegar hann stofnaði Vesen og vergang. Og hann ákvað að láta gamlan draum rætast á þessum tímamótum í fyrra; fara til Suður-Ameríku. „Svo spilar inn í að ég á þrjá syni sem eru nú uppkomnir og þurfa minna á mér að halda í dag og í mínum huga hefði þetta ekki verið raunhæft fyrir fimm eða tíu árum; ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu