Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ólýsanlegt ástand á brautarstöðinni í Varsjá

Enda­laus straum­ur flótta­manna ligg­ur út úr Úkraínu og yf­ir til Pól­lands. Börn og gam­al­menni liggja á gólf­um hvar sem pláss finnst. Þó geta ekki all­ir flú­ið stríð­ið. „Amma kemst ekk­ert, nema til guðs,“ sagði hin úkraínska Natasha Páli Stef­áns­syni ljós­mynd­ara á að­al­braut­ar­stöð­inni í Var­sjá.

„Maður sem þekkir mann, sem þekkir mann, sem þekkir mann, gaf okkur símanúmer hjá úkraínskum strák í Prag. Við erum á leiðinni þangað með rútu. Hann ætlar að skjóta skjólshúsi yfir okkur,“ segir Natasha, listnemi frá Kharkiv, sem var ásamt nöfnu sinni og ljósmyndanema á yfirfullri rútustöð Varsjárborgar í gær. Það var endalaus umferð hópferðabíla að koma austan frá Úkraínu, fullra af konum og börnum, sem halda síðan áfram um alla álfuna. 

Örtroð og kaosFólk bíður í röðum eftir því að komast í lestir á aðalbrautarstöðinni.

Það var skipulagt kaos á rútustöðinni. Á aðalbrautarstöðinni í Varsjá var ástandið ólýsanlegt. Alltof margt fólk, börn og gamalmenni sofandi á gólfinu hvar sem var pláss. Aðrir að reyna tryggja sér miða, langt í burtu frá þessu stríði. Óformleg könnun sem ljósmyndari gerði leiddi í ljós að straumurinn liggur að töluverðu leyti til Þýskalands, Þjóðverjar bjóða fólki fría lestarferð þangað frá Póllandi. Nokkrum langaði til Bretlands, en það land virðist lokað flóttafólki frá Úkraínu eins og er. Flestir voru þó að færa sig til innan Póllands, því þegar Pólverjar hafa flutt burt, til dæmis til Íslands, hafa Úkraínumenn mannað þau störf sem þarf að manna.

Reynt að hafa ofan af fyrir börnunumLítil stúlka horfir á teiknimyndir í síma móður sinnar á meðan beðið er þess sem framundan er.

En það eru ekki allir á leiðinni í burt segir Natasha þegar við horfum á enn eina rútuna leggja fyrir utan rútustöðina. „Mamma varð eftir, hún gat ekki hugsað sér að fara frá hreyfihamlaðri móður sinni. Amma kemst ekkert, nema til guðs, svo fótafúin er hún. En hún man vel eftir seinni heimstyrjöldinni, hungrinu, kuldanum og grimmdinni. Þegar ég heyrði í mömmu í fyrradag var ekkert rafmagn og þær matarlausar, húsið dimmt og ískalt. Er sagan að endurtaka sig?“

Fylgst með fréttumFólk reynir að átta sig á stöðunni heima fyrir í Úkraínu með því að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður.
Á leið til ÞýskalandsÞessi fullorðnu skötuhjú biðu eftir rútu til Þýskalands.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu