Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brjálað að bræðraþjóðir berjist

Eft­ir að allt fór í hund og kött í Úkraínu flýr fólk með hunda sína og ketti úr landi und­an sókn Rússa. Fólk er flutt unn­vörp­um frá landa­mæra­stöðv­um og inn í önn­ur Evr­ópu­lönd þar sem straum­ur­inn klofn­ar, fólk ým­ist leit­ar húsa­skjóls eða legg­ur í lengri ferða­lög.

„Maðurinn minn getur ekki einu sinni drepið flugu. Nú er hann kominn með byssu, til að drepa Rússa. Hann var undanskilin herskyldu, var í háskólanámi, en er nú orðin hermaður,“ sagði hin úkraínska Anna við ljósmyndara þar sem hún hélt á skjálfandi læðu á lestarstöðinn í Kosice í Slóvakíu á leið til Þýskalands. „Ég hef ekki heyrt í honum í viku, og... hann er hálfur Rússi. Við erum bræðraþjóðir, vinaþjóðir, það gerir þetta stríð svo brjálað.“

Anna sagðist vera heppinn, þau væru barnlaus, svo það væri lítið mál að taka heimilisköttinn með sem skyldi ekkert í hvað væri að gerast, væri mjög hrædd, enda innikisa. „En það eru fjölskyldur, sem ég þekki sem höfðu ekki möguleika að taka hundinn eða köttinn með á flótta, það var bara eitt í stöðunni... þú getur ekki ímyndað þér hve sárt það var, sérstaklega fyrir börnin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu