Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Taka verður hótanir Pútíns um notkun kjarnavopna alvarlega

Slæl­egri fram­gang­ur rúss­neska hers­ins í Úkraínu en við var bú­ist og bit þving­un­ar­að­gerða er að hrekja ráða­menn Rúss­lands út í horn að mati Veru Knúts­dótt­ur ör­ygg­is- og varn­ar­mála­sér­fræð­ings. „Pútín er að spila rúss­nesku rúll­ettu.“

Taka verður hótanir Pútíns um notkun kjarnavopna alvarlega
Telur Pútín kominn út í horn Gangur stríðsins og efnahagsþvinganir hafa að mati Veru Knútsdóttur þrengt þannig að Pútín Rússlandsforseta að hann sjái ekki annað fært en að hóta notkun kjarnavopna. Mynd: Alexey NIKOLSKY / SPUTNIK / AFP

Taka verður hótanir Pútíns Rússlandsforseta um hugsanlega beitingu kjarnavopna alvarlega, segir Vera Knútsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur. Margt bendir til að gangur stríðsins í Úkraínu og þær efnahagslegu, menningarlegu og pólitísku þvinganir sem alþjóðasamfélagið beitir Rússa nú séu búnar að hrekja ráðamenn í Rússlandi út í horn. Í því ljósi aukast líkur á að kjarnavopnum verði beitt samkvæmt kenningum þar um.

„Pútín er eins og fjárhættuspilari. Hann tekur gríðarlegar áhættur í því sem hann gerir og það hefur gengið upp fyrir hann, hingað til. Við sjáum það á stríðinu við Georgíu árið 2008, við sjáum það á innlimun Krímskagans árið 2014, við sjáum það á árásum sem gerðar hafa verið á einstaklinga á erlendri grundu. En núna virðist fjárhættuspilið ekki ganga upp, í það minnsta ekki ennþá,“ segir Vera.

Fjárhættuspil sem ekki gengur uppPútín hefur alla tíð tekið miklar áhættur að sögn Veru en nú virðist spilið ekki vera að ganga.

Spurð hvað beri að lesa í yfirlýsingar Pútíns um að búið sé að setja þær sveitir rússneska hersins sem fara með kjarnavopn í viðbragðsstöðu, og eins yfirlýsingar Seirgei Lavrov utanríkisráðherra sem varaði við því að ef þriðja heimsstyrjöldin brytist út yrði um gereyðingarstríð háð með kjarnavopnum að ræðar, segir Vera að taka verði því alvarlega þegar hótanir þar um séu settar fram, þó vitanlega verði að hafa á því ákveðinn fyrirvara. „Mér finnst þetta benda til að Rússar séu komnir í þá stöðu að þeir sjái ekki aðra leið færa en að hóta notkun þessara vopna. Efnahagsþvinganirnar gegn Rússum eru svo víðtækar að þær eru þegar farnar að þrengja að. Ég held líka að þarna skipti máli hvernig hernaðurinn gengur, og hann gengur alls ekki eins og við var búist í Moskvu. Þessar yfirlýsingar benda því til að ráðamenn í Rússlandi séu komnir út í horn. Þess vegna er þetta síðasta hálmstráið. Af þeim sökum eru NATO ríkin líka treg til að fara í beinar hernaðaraðgerðir til að aðstoða Úkraínumenn, það vill enginn fara í beint stríð við Rússa af þessum sökum.“

Pútín gæti misst stuðning olígarkanna

Vera veltir því jafnframt fyrir sér varðandi hugsanlega beitingu kjarnavopna hvort Pútín hafi stuðning við slíka ákvörðun í æðstu lögum rússnesks stjórnkerfis og í hernum. Notkun kjarnsvopna er ekki með þeim hætti að einn maður geti ræst kjarnaodda eða tekið slíkar ákvarðanir. Hún bendir á að Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra Rússlands hafi ekki mikið verið í fréttum og mögulegt sá að hann eða aðrir gætu virkað sem hemill gegn Pútín, ætli hann sér virkilega að beita kjarnavopnum. Þá sé einnig spurning hvort hermenn á úkraínskri grund myndu framfylgja slíkum skipunum.

„Það verður að taka ógninni alvarlega, ef það er ekki gert er verið að bjóða hættunni heim“

Það má líka velta fyrir sér hvort Pútín sé að missa, eða muni missa, stuðning efnamanna í Rússlandi, ólígarkanna, en hann hefur auðvitað setið við völd í þeirra skjóli. Í Rússlandi Pútíns hafa þeir getað fyllt bankareikninga sína en nú þegar að viðskiptaþvinganir eru jafn harðdrægar eins og raun ber vitni hefur það áhrif á þessa menn. „Það gæti farið að fjara undan þeim stuðningi eftir því sem efnahagsþvinganir bíta meira. Hvað verða olígarkarnir tilbúnir til að kóa með honum lengi í þeim aðstæðum? Ég hugsa að það þurfi jafnvel ekki mikið til að hann verði svikinn af slíkum innanbúðarmönnum,“ segir Vera.

En hversu líklegt er þá í raun og veru að Pútín hyggist, og vilji, beita kjarnavopnum?

„Það er milljarða króna spurningin. Það er mjög erfitt að segja en það er aldrei hægt að útiloka að kjarnavopn verði notuð á meðan þau eru til staðar. Að Pútín muni taka ákvörðun um að nota þau, það getur alveg gerst. Hann tekur gríðarlega áhættu, Pútín er að spila rússnesku rúllettu. Ég held að það sé ekki hægt að svara þessu öðruvísi en með því að segja kannski. En það verður að taka ógninni alvarlega, ef það er ekki gert er verið að bjóða hættunni heim. Þar með er ég ekki að segja að Vesturlönd eigi að láta af efnahagsþvingunum eða hætta að styðja Úkraínumenn með hergögnum og annarri aðstoð, það verður að halda áfram.“

Ísland ætti að fullgilda kjarnorkuafvopnunarsamninginn

Ef til kæmi að kjarnavopnum yrði beitt eru mestar líkur til þess að það yrði gert í hernaðarskyni í Úkraínu. Rússar búa yfir taktískum kjarnavopnum sem beita má á takmarkaðan hátt í hernaði sem slíkum. „Spurning er hvort Pútín átti sig á að það myndi þýða endalok valdatíðar hans. Raunar telja margir að stríðsreksturinn sjálfur sé upphafið að þeim endalokum.“

En hvað gerist þá, hvaða viðbragða er að vænta til dæmis frá NATO ríkjunum?

„Það er spurningin. Úkraína er auðvitað ekki NATO-ríki. Stefna Bandaríkjanna segir til um kjarnavopn geti verið notuð sem svar við árás á bandaríska jörð eða árás á bandamenn. Þá er spurning hvernig Bandaríkin skilgreini Úkraínu, hvort þau skilgreini landið sem bandalagsríki. Myndi það þá þýða að Bandaríkin væru tilbúin að svara í sömu mynt? Við vitum að það myndi þýða allsherjar kjarnorkustríð og það vill enginn. Ég tel ólíklegt að það yrði svarað í sömu mynt en það er mjög erfitt að segja til um það.“

En er ekki einn vandinn sá að ef Pútín myndi beita þessum vopnum og því yrði látið ósvarað, þá myndi ógnin um beitingu kjarnavopna aukast og vofa yfir til framtíðar?

„Ef að þannig færi myndi maður vonast til að það myndi sýna þeim þjóðum sem búa yfir kjarnavopnum fram á að það borgi sig hreinlega ekki. Fælingarmátturinn er kannski í raun of mikill. Kjarnavopn koma ekki í veg fyrir stríðsátök eins og þau áttu að gera, stríð verða þrátt fyrir að ríki heims haldi á gríðarlegum birgðum kjarnavopna. Besta leiðin væri sú að menn myndu átta sig á því. Auðvitað gæti svarið verið að NATO-ríkin myndu fara í bein stríðsátök við Rússa, vegna þess að þeir teldu ólíklegt að Rússar myndu beita kjarnavopnum gegn þeim í ljósi þess hvaða afleiðingar það myndi hafa, allsherjar kjarnorkustríð. Fyrir Pútín snýst allt um að halda völdum og hann myndi tæpast viljandi grípa til aðgerða sem myndu valda því að hann missti völd.“

Ísland er ekki aðili að kjarnorkuafvopnunarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Vera segir að hennar mat sé að Ísland ætti að fullgilda samninginn sem allra fyrst. „Ég held að þjóðir séu öruggari standi þær utan kjarnorkuverndarhlífa, í stóra samhenginu. Þetta er úrelt kaldastríðspólitík.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
7
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
8
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
10
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu