Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður og leiðsögumaður, segir að það að vera í náttúrunni veiti sér hamingju og lífsfyllingu. Hann segir útivist hafa verið mótvægi við starf þingmannsins og hann upplifi enn þá tilfinningu að verða bergnuminn í náttúrunni.
„Maður skilur allt amstrið eftir; allir verða einhvern veginn jafnir, sama hvaðan þeir eru komnir, og eðlilegir í þessu umhverfi. Það er þetta sem dregur mig í þetta: Mér líður bara svo vel meðan á þessu stendur,“ segir Róbert Marshall, leiðsögumaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, þegar hann er beðinn að ræða um samband sitt við náttúruna og eftirminnilegustu upplifanir sínar af henni.
„Það er enginn sem er fúll og segist frekar vilja vera heima hjá sér að skoða Instragram eða þrífa klósettið.“
„Þetta snýst ekki um það að maður sé að hugsa: Þetta verð ég að gera til að tryggja heilsu mína og langlífi. Ég er jafn útsettur fyrir hverju sem er og hver annar: Að verða fyrir strætó eða að veikjast alvarlega. En þetta er bara gríðarlega gott meðan á því stendur,“ segir Róbert þegar hann ræðir um hvað …
Athugasemdir