Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sextíu jöklar horfnir nú þegar og fleiri bíða sömu örlaga

Ís­lensk­ir jökl­ar hafa horf­ið einn af öðr­um frá alda­mót­un­um 1900, á sama tíma­bili og veru­leg hlýn­un hef­ur orð­ið á lofts­lag­inu við Ís­land. „Snæ­fells­jök­ul get­um við horft á hverfa fyr­ir aug­un­um á okk­ur á næstu ára­tug­um,“ seg­ir Guð­finna Að­al­geirs­dótt­ir jökla­sér­fræð­ing­ur.

Sextíu jöklar horfnir nú þegar og fleiri bíða sömu örlaga

„Snæfellsjökul getum við horft á hverfa fyrir augunum á okkur á næstu áratugum,“ segir Guðfinna Aðalgeirsdóttir, jöklasérfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. „Við getum ekki sagt nákvæmlega hvenær hann hverfur, það fer eftir hve losun gróðurhúsalofttegunda verður mikil á næstu áratugum. Það er í rauninni lykilatriði. Það eru nú þegar miklar breytingar að eiga sér stað. Við sjáum þær. Alls staðar á landinu eru jöklarnir að hopa.“

Við höfum þegar séð íslenska jökla hverfa, það er ekki bara framtíðarmúsík eða spádómar. Haustið 2014 var jökullinn Oktil að mynda afskráður sem slíkur þegar hann var hættur að skríða undan eigin þunga. Minningarstund sem haldin var um jökulinn árið 2019 vakti heimsathygli en þá söfnuðust vísindamenn og kvikmyndagerðarfólk saman á fjallinu þar sem jökullinn hafði áður setið. Flutt voru minningarorð og skjöldur reistur með áletruninni: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • galciers_in_iceland_2500_years_ago
    https://agbjarn.blog.is/album/Oflokkad/image/601654/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu