Langvarandi rafmagnsleysi og innilokun í desemberveðrinu 2019 olli því að Guðrún Magnúsdóttir, bóndi í Koti í Svarfaðardal, ákvað að skrá sig í hjúkrunarnám. „Ég áttaði mig á að ég kynni bara ekki nóg til að bjarga mér ef börnin myndu lenda í einhverju eða maðurinn minn,“ segir Guðrún, sem gagnrýnir einnig að símasamband skyldi bregðast í óveðrinu, sem aftur olli því að fjölskyldan í Koti var sambandslaus með öllu.
Óveðrið dagana 10. til 12. desember 2019 olli víðtæku og langvarandi rafmagnsleysi, sambandsleysi og ófærð víða um land en einkum þó á Norðurlandi, enda illviðrið þá með slíkum eindæmum að leita þarf aftur til ársins 1965 að viðlíka. Samtals var aðveitustöð Landsnets á Dalvík rafmagnslaus í 209 klukkustundir svo dæmi séu nefnd.
Þriðjudaginn 10. desember síðdegis fór rafmagn af Dalvík og Svarfaðardal einnig. Kot er innsti bær í Svarfaðardal í byggð og var þar aftakaveður. Guðrún býr þar sauðfjárbúi ásamt Atla …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir (1)