Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hækkandi hitastig veldur nýrri tegund af náttúruvá

Áhrif lofts­lags­breyt­inga eru sjá­an­leg og hita­stig hef­ur hækk­að tals­vert frá því að skipu­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust. Ekki er nóg að reyna að lág­marka áfram­hald­andi hlýn­un held­ur er nauð­syn­legt að bregð­ast við áhrif­um sem þeg­ar hafa orð­ið á Ís­landi.

Hækkandi hitastig veldur nýrri tegund af náttúruvá
Hitabreytingar 1850-2015 Hækkun hita á Íslandi samkvæmt mælingum Í Stykkishólmi frá 1850 til 2015. Það eru lengstu samfelldu hitamælingar sem fram hafa farið á Íslandi. Á því tímabili hefur rösk hækkun hitastigs leitt af sér um 1,1 gráðu hækkun á meðalhita þrátt fyrir kuldaköst á sama tímabili.

Hitastig á Íslandi hefur hækkað verulega frá því að hér hófust skipulegar veðurmælingar. Þegar gögn um hitamælingar eru skoðaðar á tímabilinu frá 1830 til 2019 sést að hækkunin hefur verið afgerandi upp á við þó að inn á milli hafi komið mælanleg kuldaköst. 

„Það er alveg klárt að þessi kynslóð sem núna er á dögum hefur horft á að síðustu tuttugu og fimm árin hefur hlýnað gríðarlega mikið og það er með hröðustu hlýnunartímabilum Íslandssögunnar,“ segir Tómas Jóhannesson, doktor í jarðeðlisfræði og fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. „Það er mismunandi eftir stöðum á jörðinni hvort þessi hlýnun er að koma fram frá ári til árs eða hvort það verður smá hiksti. Frá ári til árs hefur ekki hlýnað núna síðustu 10 árin en afleiðingarnar af þeirri hlýnun sem orðin er, hún er að koma alltaf skýrar og skýrar fram.“

Skörp hækkun síðustu 15 ára hefur verið meiri en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Ásgeirsson skrifaði
    Gríðarleg tækifæri fyrir Ísland vegna hlýnunar jarðar!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár