Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings við stjórn­völd. Stór­út­gerð­in er ein um að njóta slíkra fríð­inda og ver þau af hörku. Heimt­uðu að nei­kvæð um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar yrði dreg­in til baka og krefjast upp­lýs­inga um sam­töl starfs­manna Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm

Á síðasta ári lagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, fram frumvarp um hringrásarhagkerfið. Það frumvarp varð svo seinna að lögum. Samkvæmt þeim er lagt úrvinnslugjald á langflestar framleiddar og innfluttar umbúðir. Gjaldið á síðan að standa straum af endurvinnslu eða urðun umbúðanna.

Fyrirkomulagið er ekki nýtt. En með nýju lögunum voru auknar kröfur lagðar á framleiðendur og innflytjendur ýmissa UMBÚÐA og vörutegunda, frá því sem áður var. Ein tegund vara er þó eftir sem áður undanþegin úrvinnslugjaldi, með sérákvæði í lögunum: Veiðarfæri.

Íslenska stórútgerðin sparar sér þannig hundruð milljóna króna sem hún annars myndi greiða fyrir endurvinnslu, endurnýtingu eða urðun veiðarfæra eftir að notkun þeirra er hætt. Ólíkt öllum öðrum sem lögin ná til.

Hagsmunasamtök sjávarútvegsins hafa tryggt sér nær óbreyttan sérsamning, byggðan á gömlu óuppsegjanlegu samkomulagi við yfirvöld. 

Samkomulagi sem þó hefur verið þverbrotið, eins og Stundin hefur sannreynt.

Sjávarútvegurinn nær ekki markmiðum

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  https://i.redd.it/itm54bglriy81.jpg
  0
 • Anna Óskarsdóttir skrifaði
  Nú veit maður af hverju Samherjaútgerðirnar sýndu myndir af endurnýtingunni sinni í fréttum í vikunni - Ekkert nema svik og lygi í áratugi
  2
 • Vigfús Ásbjörnsson skrifaði
  Frekjan,yfirgangurinn,hræsnin og vanþakklætið í SFS er hreint út sagt rosalegt. Innræti þessara samtaka virðist vera að vera óvinur samfélagsins og þjóðarinnar NR 1. SFS lítur á sína eigin þjóð og almenning sem eitthvað til að nýðast á og murka lífið úr. Það er ekki nóg með að SFS berjist gegn því að þjóðin fái mannsæmandi aðgengi við nýtingar sinna eigin auðlinda í gegnum mannsæmandi frelsis til handfæraveiða sem er umhverfisvænasta veiðarfæri sem hér finnst og ógnar ekki fiskistofnum heldur þarf almenningur að greiða fyrir SFS urðunarkosnað þeirra. Framganga þeirra gagnvart stofnunum samfélagsins ber merki um að mjög veikt fólk sé við stjórn samtakanna svo vægt sé til orða tekið. Það er allstaðar sem niður er komið í kringum þessi samtök slóð hræsnis ,hroka og fyrirlitningar gegn þjóðinni og öðru fólki. Íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi er þjóðinni eins óhagkvæmt og hugsast getur. Kostnaðurinn sem lendir á þjóðinni er allstaðar í allskonar formum sem flest fólk skilur mæta vel. Eru samtökin kanski stofnuð að fyrirmynd vondu systra öskubusku úr samnefndu ævintýri. Ef þessi samtök fara ekki að breyta hugsunarhætti sínum og aðför sinni að almannahagsmunum þarf það að verða þjóðþrifamál að losna við þau úr íslensku samfélagi. Svandís Svavarsdóttir er þeirra kona í ríkistjórn, það hefur hún sannað þá fáu mánuði sem hún hefur verið sem sjávarútvegsráðherra.....
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.