Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Tveir stjórnarmenn Úrvinnslusjóðs segja af sér - Rannsókn í gangi

Bryn­dís Gunn­laugs­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, og Hlíð­ar Þór Hreins­son, stjórn­ar­mað­ur fyr­ir hönd Fé­lags at­vinnu­rek­anda og fram­kvæmda­stjóri Heim­ilis­tækja, hafa sagt af sér úr stjórn Úr­vinnslu­sjóðs. Rík­is­end­ur­skoð­un er nú að rann­saka sjóð­inn.

Tveir stjórnarmenn Úrvinnslusjóðs segja af sér - Rannsókn í gangi
Hætt Tveir stjórnarmenn sjóðsins hafa hætt á undanförnum dögum.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í stjórn Úrvinnslusjóðs eftir að Stundin hóf  ítarlega umfjöllun um málefni sjóðsins. Magnús Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður sjóðsins, staðfestir í samtali við Stundina að tveir stjórnarmenn sjóðsins hafi sagt af sér.

Nýlega fjallaði Stundin um allt að 1500 tonn af íslensku plasti sem fannst í vöruhúsi í litlum smábæ í Suður-Svíþjóð. Plastið hefur legið þar í um 5 ár og var aldrei sent í endurvinnslu, en íslensku endurvinnslufyrirtækin Terra og Íslenska gámafélagið fengu greiddar um 100 milljónir króna fyrir koma plastinu í endurvinnslu. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec sagðist hafa endurunnið allt plastið og sendi staðfestingar þess efnis á Úrvinnslusjóð og voru þær tölur svo notaðar til að sýna fram á endurvinnsluhlutfall íslensk plasts. 

Þrír búnir að segja úr stjórn á stuttum tíma

Þau sem sögðu af sér eru Bryndís Gunnlaugsdóttir, stjórnarmaður fyrir hönd Samband íslenskra sveitarfélaga, og Hlíðar Þór Hreinsson, stjórnarmaður fyrir hönd Félags atvinnurekanda og framkvæmdastjóri Heimilistækja. Í nóvember á síðasta ári, rétt fyrir fréttaumfjöllun Stundarinnar um íslenska plastið í Svíþjóð, sagði Laufey Helga Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, af sér. Laufey neitaði ítrekuðum viðtalsbeiðnum Stundarinnar rétt fyrir afsögn. Þá neitaði hún einnig viðtalsbeiðni Stundarinnar eftir að hún sagði af sér. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni sagði hún að hún hafi hætt störfum sem stjórnarformaður vegna anna, en hún starfar einnig sem lögmaður á lagaskrifstofu Alþingis. Skrifstofan sér meðal annars um að vera ráðgefandi við lagasetningu um stofnanir Alþingis, fyrir umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðanda, en sú stofnun er einmitt að rannsaka sjálfan sjóðinn.

Ekki enn búið að skipa í öll sætin

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Garðabæ, tekur við sæti Bryndísar, en ekki hefur verið ákveðið hver tekur við sæti Hlíðars í stjórn Úrvinnslusjóðs. Í samtali við Stundina segir Magnús Jóhannesson að tilkynnt verði á allra næstu dögum hver muni taka sæti Hlíðars Þórs í stjórn sjóðsins, en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sér um að skipa stjórnarmeðlimi sjóðsins eftir tilnefningar þeirra félaga sem eiga fulltrúa í sjóðnum. Áslaug Hulda er fyrrverandi starfsmaður íslenska endurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling í Hveragerði, en fyrirtækið er það eina á Íslandi sem endurvinnur plast. Þá átti Áslaug hlut í félaginu en hún seldi hann í október á síðasta ári.

Íslensk sendinefnd mætt til Svíþjóðar

Í morgun mættu íslenskir fulltrúar í vöruhúsið fræga í Påryd. Einn fulltrúi frá Úrvinnslusjóði, einn fulltrúi frá Terra og sá síðasti frá Íslenska Gámafélaginu. Þá mættu einnig tveir fulltrúar frá sænska endurvinnslufyrirtækinu Swerec.

Stoppuðu stutt

Stoppuðu þeir í um hálftíma á svæðinu en skoðuðu ekki allt húsnæðið, heldur eingöngu þar sem hægt var að komast að plastinu. Hlutverk þeirra er að meta hversu mikið af plastinu er íslenskt og hvort það hafi verið á einhverjum tímapunkti verið sett í gegnum endurvinnsluvélar Swerec. Þá voru þeir einnig að skoða hvernig væri hægt að koma bara íslenska plastinu út úr vöruhúsinu og skilja allt hitt plastið eftir.

Ómögulegt að ná bara íslenska plastinu

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sjálfstæður ráðgjafi sendur af Swerec í vöruhúsið fyrir um tveim vikum. Var það niðurstaða hans að það væri nánast ómögulegt að taka bara íslenska plastið þar sem mikið af því væri nú þegar búið að blandast saman. Þá var það hans mat að ekkert af því plasti sem fannst í húsinu hefði á nokkrum tímapunkti farið í gegnum endurvinnsluvélar Swerec, en fyrirtækið fékk greiddar tugi milljóna frá íslenskum endurvinnslufyrirtækjum fyrir að endurvinna plastið.

Alþingi óskaði eftir rannsókn á Úrvinnslusjóði

Þann 31. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslands að Ríkisendurskoðun skyldi gera rannsókn á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram beiðnina fyrir Alþingi og var hún samþykkt með 57 atkvæðum. Rannsóknarbeiðnin er ítarleg og er meðal annars krafist svara um hvers vegna ríkisstofnun, sem árlega veltir milljörðum króna, hafi ekki skilað ársskýrslum í yfir fimm ár. 

Í skýrslubeiðninni kemur fram að meðal annars eigi að fjalla um eftirfarandi: „Ársskýrslur sjóðsins síðustu fimm ár, hvar megi nálgast þær og hvers vegna þær hafi ekki verið gerðar opinberar, hvaða reglur gildi um greiðslur úr sjóðnum og hvaða annað mat fari fram við ákvörðun um hvert greiða skuli úr sjóðnum?“

Forsvarsmenn Úrvinnslusjóðs mættu á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þann 21. maí. Tíu dögum seinna var farið fram á beiðnina um rannsókn á sjóðnum.

Þá er einnig krafist svara um hvort Úrvinnslusjóður hafi í raun og veru athugað hvort úrgangur, sem sjóðurinn greiddi íslenskum endurvinnslufyrirtækjum fyrir að endurvinna, hafi í raun og veru verið endurunninn: „... Hvort Úrvinnslusjóður gangi úr skugga um það hjá viðtakendum greiðslna hvert efnin fari sem greiddur er kostnaður fyrir og hvort við taki vottuð endurvinnsluferli, raunveruleg endurvinnsla eða önnur viðurkennd ferli áður en greitt er úr sjóðnum. Hvort Úrvinnslusjóður fylgi því eftir með öðrum hætti að allar greiðslur úr sjóðnum hafi verið í samræmi við ráðstöfun og þau lögmætu markmið sem að er stefnt, með það að markmiði að koma í veg fyrir ofgreiðslur úr sjóðnum.“

Segjast fagna rannsókn Ríkisendurskoðunar

Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs birtist frétt, 18. júní síðastliðinn, þess efnis að stjórn sjóðsins fagni rannsókn Ríkisendurskoðunar. Þá kemur þar einnig fram að rannsóknin sé kjörið tækifæri um hvort megi gera betur heldur en það kerfi sem sett upp hefur verið af sjóðnum.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórn Úrvinnslusjóðs fagnar fyrirhugaðri úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi sjóðsins og lýsir sig reiðubúna að vinna með stofnuninni að verkefninu. Að mati stjórnarinnar gefst þar kjörið tækifæri til að koma sjónarmiðum um bætta úrvinnslu úrgangs á framfæri og fá úttekt óháðs aðila á því hvað megi gera betur til þess að bæta núgildandi kerfi. Komi fram athugasemdir af hálfu ríkisendurskoðenda mun sjóðurinn að sjálfsögðu leggja sig fram um að vinna að úrbótum,“ segir í frétt á heimasíðu Úrvinnslusjóðs.

Segja að brestir séu í starfsemi Úrvinnslusjóðs

Í lokin á skýrslubeiðninni taka flutningsmenn hennar fram að þeir voni að skýrsla ríkisendurskoðanda muni varpa ljósi á hvað það er sem valdi þeim brestum sem virðast vera á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mikill titringur innan stjórnar sjóðsins vegna rannsóknar ríkisendurskoðanda á starfsemi sjóðsins.

„Flutningsmenn telja að nauðsynlegt sé að fela ríkisendurskoðanda, sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár, að taka saman skýrslu um málið með hliðsjón af 6. gr. a laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Flutningsmenn binda vonir við að skýrsla ríkisendurskoðanda muni varpa ljósi á hvað veldur þeim brestum sem virðast vera á starfsemi Úrvinnslusjóðs og hvað megi gera til þess að bæta núgildandi kerfi svo opinberum fjármunum sjóðsins sé varið í þá umhverfisvænu ferla og endurvinnslu sem að er stefnt.“

Tölur sjóðsins ekki réttar

Stundin greindi frá því á síðasta ári að tölur sem Úrvinnslusjóður hafi skilað af sér ættu enga stoð í raunveruleikanum. Samkvæmt tölum sjóðsins var um 50% af öllu plasti sem safnað var á Íslandi endurunnið. Í raun var hlutfallið í kringum 19%, samkvæmt rannsókn norska skilakerfisins Gröne punkt. Upp komst að sænska plastendurvinnslufyrirtæki Swerec hefði til langs tíma logið til um endurvinnslutölur. Meðal fyrirtækja sem sendu plast til Swerec eru Sorpa, Terra og Íslenska gámafélagið. Þurfti fyrirtækið að greiða skaðabætur bæði í Noregi og Svíþjóð vegna svindlsins, en engar skaðabætur voru greiddar til Íslands þar sem Úrvinnslusjóður sóttist ekki eftir því, þrátt fyrir að hafa vitað af svindlinu. 

Blaðamaður Stundarinnar spurði Ólaf Kjartansson, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, hvort tölur hefðu verið lagaðar hjá Úrvinnslusjóði eftir að upp komst um svindlið hjá Swerec. „Swerec-svindlið þarna, ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig það var, þannig ég ætla svo sem ekki alveg að úttala mig um það,“ svaraði hann.

„Því vissi ég af, að þeir voru að fabúlera einhverjar tölur þarna.“
Ólafur Kjartansson
Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs um afdrif plasts frá Íslandi.

Aðspurður hvort Úrvinnslusjóður hefði vitað um svindlið játar Ólafur því. „Því vissi ég af, að þeir voru að fabúlera einhverjar tölur þarna.“ Hann segir að ekki hafi verið brugðist við og tölfræðin ekki leiðrétt. „Nei, það gerðum við ekki,“ segir Ólafur. „Á þessum tíma reikna ég með að við höfum verið að horfa á að um 50% hafi verið að fara í endurvinnslu.“ Eins og kom fram hér að ofan var sú tala mun lægri og samkvæmt rannsókn norska skilakerfisins kom í ljós að eingöngu um 19% af öllu plasti sem sent var til Swerec var í raun endurunnið, afgangurinn var brenndur eða sendur til annarra landa.

Endurvinnslutölurnar eru ekki raunverulegar

Öllum sorpfyrirtækjum á Íslandi, sem sjá um að þjónusta sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklinga, ber að skila tölum um úrgang til Úrvinnslusjóðs. Ekki er bara um tilkynningarskyldu að ræða, heldur skipta þessar tölur máli þegar kemur að því að fá greitt úr Úrvinnslusjóði. Samkvæmt verðskrá Úrvinnslusjóðs fær fyrirtæki, sem endurvinnur plast, 65 krónur á hvert kíló af plasti sem er endurunnið. Ákveði hins vegar fyrirtæki að senda plastið í brennslu, til orkuvinnslu, fær fyrirtækið 35 krónur. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar kemur fram að árið 2019 hafi 56% af öllu plasti sem var safnað verið sent til endurvinnslu.

En því miður er það ekki reyndin og árangurinn mun minni. Umhverfisstofnun byggir tölfræði sína á tölum frá fyrrnefndum Úrvinnslusjóði. Í samtali við Stundina segir Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, að hans eigin tölur stemmi ekki og einhver villa hljóti að vera þarna. Svo virðist vera að tölur allt til ársins 2011 séu að gefa ranga mynd af því hversu vel við Íslendingar erum að standa okkur í endurvinnslu á plasti. 

„Þær eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum“

Í ljós hefur komið að villan var einföld. Samkvæmt skilgreiningu Úrvinnslusjóðs er búið að endurvinna plast um leið og það er sent úr landi til úrvinnsluaðila erlendis. Skiptir þar engu máli hversu mikið af plasti útlendi úrvinnsluaðilinn nær að endurvinna. Til dæmis ef íslenskt fyrirtæki sendir 100 tonn af plasti til erlends úrvinnsluaðila teljast öll 100 tonnin af plasti vera endurunnin, þrátt fyrir að öll 100 tonnin séu svo á endanum send í brennslu eða jafnvel til þriðja heims ríkja. Ólafur segir að Úrvinnslusjóður sé að vinna í því að laga þetta og krefja íslensk fyrirtæki, sem senda plast út úr landi, um að fá að vita nákvæmlega hversu mikið er endurunnið og hversu mikið sé brennt til orkuvinnslu.

Samkvæmt verðskrám Úrvinnslusjóðs fengu íslensk fyrirtæki 65 krónur á hvert kíló af plasti sem er endurunnið en eingöngu 35 krónur fyrir hvert kíló af plasti sem sent er í orkuvinnslu. Vegna þessa fá íslensk fyrirtæki, meðal annars Sorpa, Terra og Íslenska gámafélagið, alltaf greitt fyrir að senda plastið í endurvinnslu þrátt fyrir að langstærstur hluti plastsins rati aldrei í endurvinnslu.

Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þessar endurvinnslutölur séu ekki raunverulegar. „Þær eiga sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Birgitta hreint út.

Í samtali við Stundina staðfestir Umhverfisstofnun að engin tilkynning hafi borist frá Úrvinnslusjóði vegna svindlsins, en þeir bera ábyrgð á að skila inn réttum tölum til Umhverfisstofnunar.

Kerfið hvetur til útflutnings á plasti

Í greinargerð sem fylgdi beiðninni kemur fram að kerfi, sem Úrvinnslusjóður hefur sett upp hvetji ekki til endurvinnslu á plasti hér á landi, heldur sé það sett upp til að hvetja til útflutnings á plasti. Um 99% af plasti, sem Íslendingar flokka samviskusamlega, er fluttur úr landi.

„Mikilvægi endurvinnslu er mikið rætt í nútímasamfélagi og umhverfismál verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðunni. Síðustu misseri hefur verið talsvert fjallað um endurvinnslu á íslensku sorpi, ekki síst plasti. Stór hluti þess plasts sem fellur til hér á landi er sendur úr landi til endurvinnslu, sem sætir furðu margra. Bent hefur verið á að núgildandi lagaumhverfi og kerfi sem þessum málum eru búin hér á landi hvetji ekki til endurvinnslu innan lands heldur til þess að plast sé flutt til útlanda með tilheyrandi kolefnisspori.“

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Villi Bald skrifaði
  Takk fyrir þessa umfjöllun Stundin. Þið standið vaktina og þorið að hreyfa við málum sem aðrir ekki þora. Mig langar að vita meira um úrvinnslumálin okkar. Hvað verður t.d. af pappanum? Er hann endurunnin hér heima eða endar hann í haug í Svíþjóð eða jafnvel útá túní í Malasíu?
  0
 • Grétar Reynisson skrifaði
  Endilega að fá mannskap í að sortera „íslenska plastið” frá öðru plasti og fá það bara heim aftur 🥴
  0
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Takk Stundin. þið eruð best
  0
 • O
  olo skrifaði
  "það væri nánast ómögulegt að taka bara íslenska plastið þar sem mikið af því væri nú þegar búið að blandast saman" Skiptir nokkru máli hvort plastið sé íslenskt eða ekki? skiptir ekki meira mála að taka jafn mikið magn af plasti sem var sent í vöruhúsið og flytja til endurvinnslu og sinna þannig þeirri skyldu að endurvinna sinn hluta?
  Takk fyrir að vera varðhundur og fjalla um málið! Nauðsynlegt að axla ábyrgð og sinna vel þessu mikilvæga hlutverki að endurvinna efnivið
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Stjórn Úrvinnslusjóðs og sendinefndin verði kölluð fyrir þingnefnd
FréttirPlastið fundið

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og sendi­nefnd­in verði köll­uð fyr­ir þing­nefnd

„Mér finnst, enn sem kom­ið er, þetta ekki líta vel út,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is um ís­lenska plast­ið sem fannst í miklu magni í vöru­skemmu í Sví­þjóð í fyrra og við­brögð sendi­nefnd­ar og stjórn­ar Úr­vinnslu­sjóðs við frétt­um Stund­ar­inn­ar af því. Vil­hjálm­ur hyggst óska eft­ir því að stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og nefnd­in sem fór í vett­vangs­ferð í vöru­skemm­una og skil­aði að því loknu skýrslu, komi fyr­ir nefnd­ina.
„Nokkuð langt í land að þessum aðilum sé treystandi“
FréttirPlastið fundið

„Nokk­uð langt í land að þess­um að­il­um sé treyst­andi“

Formað­ur Land­vernd­ar gagn­rýn­ir vinnu­brögð sendi­nefnd­ar sem átti að rann­saka ís­lenska plast­ið sem sent var til Sví­þjóð­ar ár­ið 2016 og sit­ur þar enn í vöru­húsi. Hann seg­ir að það dragi mjög úr trú­verð­ug­leika rann­sókn­ar­inn­ar að hún hafi ver­ið fram­kvæmd af fólki sem eigi hags­muna að gæta.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
Íslenska plastið í Svíþjóð: „Stuttu seinna komu rotturnar og flugurnar“
ViðtalPlastið fundið

Ís­lenska plast­ið í Sví­þjóð: „Stuttu seinna komu rott­urn­ar og flug­urn­ar“

Ís­lenska plast­ið sem Stund­in fann í vöru­húsi í Suð­ur-Sví­þjóð hef­ur ver­ið lif­andi mar­tröð fyr­ir ná­granna þess und­an­far­in fimm ár. Enn hef­ur plast­ið ekki ver­ið fjar­lægt nú tæp­um tveim mán­uð­um eft­ir að Stund­in greindi frá mál­inu.
Úrvinnslusjóður útskýrir ekki aðgerðarleysi
FréttirPlastið fundið

Úr­vinnslu­sjóð­ur út­skýr­ir ekki að­gerð­ar­leysi

Stjórn­end­ur Úr­vinnslu­sjóðs hafa ekki svar­að því af hverju ekki var brugð­ist við fyrr vegna þess mikla magns plasts sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í Sví­þjóð. Stjórn sjóðs­ins hef­ur haft vitn­eskju um mál­ið í meira en ár og hef­ur það ver­ið til um­ræðu á fund­um henn­ar.

Mest lesið

Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
1
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
2
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
3
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
4
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Í vöku og draumi
5
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Misnotaður af eldri bróður sínum í 6 ár
6
Eigin Konur#99

Mis­not­að­ur af eldri bróð­ur sín­um í 6 ár

Vor­ið 2016 ósk­aði Barna­vernd­ar­nefnd eft­ir því að lög­regl­an tæki til rann­sókn­ar langvar­andi meint kyn­ferð­is­brot drengs sem hafði greint sál­fræð­ingi frá kyn­ferð­is­leg­um at­höfn­um með yngri bróð­ir sín­um, sem við köll­um Pét­ur. „Þetta var eins og að taka jörð­ina af bak­inu á mér,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að það hafi ver­ið mik­ill létt­ir þeg­ar bróð­ir hans hafi ákveð­ið að segja frá kyn­ferð­isof­beld­inu. Pét­ur seg­ir frá því að hann hafi ver­ið lagð­ur í mik­ið einelti á þess­um tíma og hafi ekki þekkt neitt ann­að en að líða illa. „Mað­ur fatt­ar bara ekki hvað þetta er al­gjör­lega óeðli­legt og ég í raun­inni fatt­aði það ekki fyrr en 2017,” seg­ir hann í þætt­in­um og grein­ir frá því að hann hafi sótt mik­ið í vímu­efni eft­ir að þetta komst upp. Einna erf­ið­ast, seg­ir Pét­ur, er að hugsa til þess að fjöl­skyld­an gæti sundr­ast vegna máls­ins en mál­ið var aldrei rætt heima fyr­ir. „Fyr­ir mér var hann bara veik­ur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skil­ið,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að hann vilji halda fjöl­skyld­unni sam­an. Pét­ur vill vekja at­hygli á af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is en í dag glím­ir hann við þung­lyndi og áfall­a­streiturösk­un. Hann seg­ir Pieta sam­tök­in hafa bjarg­að lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálf­an sig. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
7
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Mest deilt

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
1
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Sigmundur Davíð hættir við
2
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
3
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
4
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Creditinfo setur strangari skilyrði um framúrskarandi fyrirtæki
5
Fréttir

Cred­it­in­fo set­ur strang­ari skil­yrði um framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki

Stærri fyr­ir­tæki sem sæta op­in­ber­um rann­sókn­um munu verða fjar­lægð af lista Cred­it­in­fo yf­ir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki. Aukn­ar kröf­ur um um­hverf­is-, jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­stefnu auk sam­fé­lags­ábyrgð­ar eru nú lagð­ar til grund­vall­ar. Stór­fyr­ir­tæki sem geng­ist hafa við sam­keppn­is­brot­um eða sætt op­in­ber­um rann­sókn­um hafa hing­að til átt auð­velt með að fá fyr­ir­mynd­arstimp­il og að­ild að sam­tök­um sem kenna sig við sam­fé­lags­ábyrgð.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
6
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
7
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Hér er sér­stakt hættu­svæði hjá eld­gos­inu

Göngu­leið að eld­gos­inu ligg­ur yf­ir áætl­að­an kviku­gang þar sem þyk­ir mögu­legt að hraun geti kom­ið upp úr jörðu með litl­um fyr­ir­vara.

Mest lesið í vikunni

Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
1
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
2
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
3
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
4
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
5
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
6
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
7
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
3
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
5
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
6
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
7
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.

Nýtt á Stundinni

Misnotaður af eldri bróður sínum í 6 ár
Eigin Konur#99

Mis­not­að­ur af eldri bróð­ur sín­um í 6 ár

Vor­ið 2016 ósk­aði Barna­vernd­ar­nefnd eft­ir því að lög­regl­an tæki til rann­sókn­ar langvar­andi meint kyn­ferð­is­brot drengs sem hafði greint sál­fræð­ingi frá kyn­ferð­is­leg­um at­höfn­um með yngri bróð­ir sín­um, sem við köll­um Pét­ur. „Þetta var eins og að taka jörð­ina af bak­inu á mér,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að það hafi ver­ið mik­ill létt­ir þeg­ar bróð­ir hans hafi ákveð­ið að segja frá kyn­ferð­isof­beld­inu. Pét­ur seg­ir frá því að hann hafi ver­ið lagð­ur í mik­ið einelti á þess­um tíma og hafi ekki þekkt neitt ann­að en að líða illa. „Mað­ur fatt­ar bara ekki hvað þetta er al­gjör­lega óeðli­legt og ég í raun­inni fatt­aði það ekki fyrr en 2017,” seg­ir hann í þætt­in­um og grein­ir frá því að hann hafi sótt mik­ið í vímu­efni eft­ir að þetta komst upp. Einna erf­ið­ast, seg­ir Pét­ur, er að hugsa til þess að fjöl­skyld­an gæti sundr­ast vegna máls­ins en mál­ið var aldrei rætt heima fyr­ir. „Fyr­ir mér var hann bara veik­ur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skil­ið,” seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að hann vilji halda fjöl­skyld­unni sam­an. Pét­ur vill vekja at­hygli á af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is en í dag glím­ir hann við þung­lyndi og áfall­a­streiturösk­un. Hann seg­ir Pieta sam­tök­in hafa bjarg­að lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálf­an sig. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.