Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“

Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Vill vera sauðfjárbóndi Gróa, sem hér er ásamt ærinni Gibbu, segir að hún geti ekki hugsað sér að hætta búskap en hins vegar verði að vera hægt að hafa lífsviðurværi af honum. Hún óttast að það sé að verða vonlaust.

Hækkanir á áburðarverði munu að óbreyttu éta upp 60 prósent af því verði sem sauðfjárbóndi á Austurlandi fær fyrir afurðir sínar næsta haust. Gríðarlegt verðfall varð á afurðaverði til bænda á árunum 2016 og 2017 og lætur nærri að sauðfjárbændur hafi vegna þess tapað um sex milljörðum króna í afurðatekjur á þriggja ára tímabili. Verð fyrir lambakjöt til bænda hefur þá alls ekki fylgt almennri verðlagsþróun heldur vantar þar mikið upp á. Gróa Jóhannsdóttir, bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal, segir ekkert verða eftir þegar búið er að gera upp kostnað og veltir því alvarlega fyrir sér hvort hún eigi að bregða búi. „Sauðfjárbændur hafa í raun engar tekjur, það er ekki hægt að reikna tekjur af rekstrinum.“

Gríðarlegar verðhækkanir eru orðnar, og fyrirséðar, á tilbúnum áburði og hefur verðið því sem næst tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæðanna er einkum að leita í hærra hráefnisverði, hækkun á orkuverði og áhrifum heimsfaraldurs Covid-19 kórónaveirunnar á framboð í heiminum en allur tilbúinn áburður er fluttur inn til landsins. Íslenskir bændur eru verulega háðir notkun á tilbúnum áburði á tún sín, ekki bara svo að uppskera verði nægjanleg að magni heldur að efnainnhald þess fóðurs sem bændur uppskera sé ásættanlegt fyrir búfénað.

Ríkið styrkir bændur um 700 milljónir

Í umsögn Bændasamtaka Íslands við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 kom fram að hækki áburðarverð um 50 prósent mynd það þýða kostnaðarauka fyrir bændur upp á 1,3 milljarða króna miðað við að keypt magn á þessu ári yrði hið sama og var á síðasta ári. Hækkunin virðist hins vegar vera enn meiri, eða allt að 100 prósent. Þannig nemur hækkun á áburðarverðskrá SS 98 prósentum milli ára. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði til í desember að bændur yrðu styrktir um 700 milljónir króna vegna hækkunarinnar. Í nefndaráliti meirihlutans kom fram að ef hækkun á áburðarverði myndi fylgja áburðarvísitölu Alþjóðabankans, sem hefur hækkað um 93 prósent milli ára, myndi það þýði 2,5 milljarða kostnaðarauka fyrir bændur. Tillagan um 700 milljóna króna stuðning var samþykkt á fjárlögum.

„Þegar ég fór að setja þetta upp í Excel varð allt hins vegar skuggalega raunverulegt“

Gróa Jóhannsdóttir býr á Hlíðarenda í Breiðdal ásamt Arnaldi Sigurðssyni manni sínum en þar reka þau sauðfjárbú með um 300 vetrarfóðruðum kindum. Bæði vinna þau vinnu utan búsins eins og líklega flestir sauðfjárbændur á Íslandi. Um síðustu helgi hugðist Gróa panta áburð fyrir komandi vor, meðvituð um þær hækkanir sem orðið hefðu. „Þegar ég fór að setja þetta upp í Excel varð allt hins vegar skuggalega raunverulegt.“ Gróa segir að á síðasta ári hafi 31,5 prósent þeirrar upphæðar sem búið fékk frá sláturhúsi fyrir innlegg sitt farið til áburðarkaupa. Kaupi hún sama magn áburðar í ár færi 62,5 prósent afurðaverðs síðasta hausts til að greiða áburðinn. Vissulega geti orðið hækkanir á afurðaverði næsta haust en það séu þó fuglar í skógi en ekki í hendi.

Hrun á afurðaverði fyrir fimm árum

Árið 2016 og einkum árið 2017 varð algjört hrun á afurðaverði til bænda. Frá árinu 2007 til 2013 hafði afurðaverð farið nokkuð hækkandi ár frá ári og árið 2013 fengu bændur 594 krónur fyrir kíló af lambakjöti. Verðið hélst á svipuðum slóðum næstu tvö ár og árið 2015 var kílóverðið 604 krónur. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð á lambakjöti hins vegar um 9,1 prósent og árið eftir, 2017, um 30 prósent. Það haust fengu bændur 387 krónur fyrir kíló af lambakjöti, aðeins 64 prósent þess verðs sem fengist hafði tveimur árum áður.

Heldur ekki í við verðlagsþróunTölur Hagstofunnar sýna að eftir verðfallið sem varð á árunum 2016 og 2017 hefur þróun á kílóverði fyrir kindakjöt verið langr frá því að halda í við almenna verðlagsþróun.

Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og skilað var í maí á síðasta ári má gera ráð fyrir að verðfallið hafi numið um 6 milljörðum króna í afurðatekjum til bænda á árunum 2017 til 2019. Árið 2019 var beinn framleiðslukostnaður bónda á kíló af lambakjöti 1.133 krónur. Það ár var meðalverð frá sláturhúsi til bænda 469 krónur á kíló. Í sömu skýrslu kemur fram að að meðaltali tapaði sauðfjárbú á Íslandi 103 þúsund krónum árið 2018.

Verð hefur stigið síðan þá, en síðasta haust var það þó enn langt frá því sem var þegar hæst var árið 2015. Síðasta haust var kílóverð 532 krónur, eða 88 prósent af því verði ársins 2015. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá árinu 2013 hefði það átt að vera um 725 krónur síðastliðið haust, um 27 prósent hærra en var.  

Ekkert upp úr búskapnum að hafa

Bara yndisarðurGróa segir að það verði ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir öll aðföng sem búskapurinn krefst.

Gróa segir að jörðin Hlíðarendi beri ekki að dregið verði úr áburðarnotkun til að vinna gegn kostnaðaraukanum. Land á Austfjörðum sé frekar rýrt og þar af leiðandi áburðarfrekt. „Það er mjög áleitin spurning hvað við eigum eiginlega að gera.“

Spurð hvort 700 milljóna króna stuðningur stjórnvalda til bænda breyti engu þar um svarar Gróa því til að auðvitað hjálpi stuðningurinn. Hins vegar sé fátt sem bendi til þess að áburðarverðshækkanir verði gengnar til baka á næsta ári og auk þess sé ljóst að önnur aðföng muni einnig hækka. „Í hvaða stöðu er atvinnugrein ef hún þarf alltaf að leita til ríkisvaldsins ef eitthvað bjátar á? Þarf þá ekki að breyta einhverju, þannig að við séum ekki alltaf í síðasta gati á beltinu? Síðan 2017, þegar verulegt verðfall varð á lambakjöti, höfum við í raun ekkert haft upp úr þessu nema yndisarðinn. Þá hlýtur maður að hugsa að hvort maður næði ekki sama yndisarði þó maður hætti sauðfjárbúskap sem atvinnu og fækkaði bara fé niður í nokkra tugi. Vissulega er maður að reyna að nýta fjárfestingar en til hvers er að nýta þær ef maður hefur ekkert upp úr því.“

„Það verður ekkert eftir“

Áburðarkaup eru fjarri því að vera eini kostnaðarliðurinn við rekstur sauðfjárbúa. Það þarf olíu á vélar, heyrúlluplast, kjarnfóður, rafmagn, viðhald og endurbætur á húsum auk ótal margra annarra þátta sem skapa kostnað. Ljóst er að flestir þessa kostnaðarliða hafa hækkað eða munu hækka á næstunni, þannig er verð á kjarnfóðri til að mynda tengt við áburðarverð. Spurð hvað verði þá eftir af því sem sláturhúsin greiða fyrir kjötið þegar allir kostnaðarliðir hafi  greiddir er Gróa snögg til svars:

„Það verður ekkert eftir. Fyrir utan greiðslur fyrir kjöt kemur til ríkisstuðningur en það er í sjálfu sér sama, það er ekkert eftir. Sauðfjárbændur hafa í raun engar tekjur, það er ekki hægt að reikna tekjur af rekstrinum. Tekjur sem fólk er að fá af vinnu utan búsins fara síðan inn í búreksturinn. Það er aðvitað alveg klikkað, það er í raun bilun í manni að vera að standa í þessu.“

Afskaplega dýrt áhugamál

Sauðfjárbúskapur er, miðað við lýsingar Gróu, því farinn að líkjast og afskaplega dýru áhugamáli. „Auðvitað er það það,“ segir Gróa og bætir við: „Það var vissulega afar klaufalegt hjá Kristjáni Þór Júlíusson fyrrverandi landbúnaðarráðherra þegar hann sagði að sauðfjárbúskapur væri lífstíll. En er það ekki þannig að fólk velur sér oft á tíðum störf vegna lífsstíls. Er ekki lífstíll hjá þér að vera blaðamaður, starf sem þú velur að vera í vegna þess að þú hefur ástríðu fyrir því? Það er rétt eins og saufjárbúskapurinn, fólk hefur ástríðu fyrir því. Það þyrfti hins vegar að vera hægt að lifa af því.“

„Ég held bara að þetta sé að verða vonlaust“

Spurð hvort hún sjái einhverjar leiðir út úr þeim ógöngum sem búgreinin er komin í verður fátt um svör hjá Gróu. Hún nefnir þó að hún telji mikilvægt að sláturhúsum verði gert kleift að vinna saman rétt eins og afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt, með því mætti draga úr kostnaði við slátrun og markaðssetningu sem aftur ætti að skila sér til bænda. Það dugi þó tæpast til. Spurð hvort hún telji að mögulega væri rétt að beita styrkjum til að stuðla að búsetu, svo land haldist í byggð, en slíkir styrkir eru þekktir með ýmsu móti innan Evrópusambandsins til að mynda, svarar Gróa því til það væri hugsanlegur möguleiki. „Það er ein leiðin en ég held að það þurfi alltaf einhvern vegin að styrkja þennan búskap líka. Það skiptir máli að framleiða matvæli hér á landi og það þarf líka mannlíf til sveita. Sauðfjárbúskapur er líka samfélagsleg ábyrgð, um leið og einn dettur út eykst vinnuálag á öðrum bændum í sveitinni.“

Gróa segir að hún sé alvarlega farin að velta fyrir sér að hætta búskap. „Maður hugsar í alvöru, þetta gengur ekki lengur Gróa. Svo kemur maður í fjárhúsin og horfir á féð og hugsar með sér: Nei, ég get ekki hætt, þetta er bara ég. Ég vil vera sauðfjárbóndi, hjartað er þar. Mig langar að telja mér trú um að það sé hægt að hafa lífsviðurværi af því en ég held bara að þetta sé að verða vonlaust. Mig langar ekki til að vera svartsýn en því miður sé ég bara ekki hvernig á að láta þetta dæmi ganga upp og sú spurning leitar á mig hvort þetta verði í síðasta skipti eða næst síðasta skipti sem ég sest niður til að panta áburð.“

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Þorsteinn Ingimarsson skrifaði
  Er þá ekki bara að snúa sér að einhverju öðru?
  0
 • Guðjón Sigurbjartsson skrifaði
  Svo er framleiðsla lambakjöts líklega óumhverfisvænasta kjötframleiðsla í veröldinni þegar þess er gætt að bústofninn nagar allann nýgræðing og fær að ganga laus við þá iðju.
  0
 • ÁJ
  Ágúst Jónatansson skrifaði
  Fyrrverandi landbúnaðarráðherra sagði nú Sauðfjárrækt lífstíl frekar en atvinnugrein ?
  0
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Enn og aftur, Sauðfjárbændur eru of margir, allt of margir. Það er offramleiðslu á kjöti. þið bændur sem búið á háhitasvæðum, breytið fjárhúsunum og hlöðu í gróðurhús. Ræktið korn og kál á túnum, grænmeti og ávexti í húsum.
  0
 • Jóhann Arnaldsson skrifaði
  Flott grein
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
2
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
3
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
4
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
5
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
6
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
7
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.

Mest deilt

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
4
Fréttir

Berst gegn Borg­ar­línu og hef­ur ekki tek­ið strætó í 30 ár

Odd­vit­ar Reykja­vík­ur­fram­boð­anna eru flest­ir sam­mála um að bæta eigi al­menn­ings­sam­göng­ur og að­eins einn sagð­ist vera á móti Borg­ar­línu. Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins, vill greiða götu einka­bíls­ins og hætta við Borg­ar­línu.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
5
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
6
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Odd­vit­ar mæt­ast í beinni út­send­ingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Mest lesið í vikunni

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Átök í kapp­ræð­um: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skamm­ast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
4
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Hilmar Þór Hilmarsson
5
Aðsent

Hilmar Þór Hilmarsson

Kjarn­orku­stríð í Úkraínu?

Aldrei fyrr hef­ur heim­ur­inn kom­ist jafnn­á­lægt kjarn­orku­stríði, seg­ir Hilm­ar Þór Hilm­ars­son pró­fess­or.
Kappræður Stundarinnar 2022
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar 2022

Odd­vit­ar fram­boð­anna sem bít­ast um völd­in í borg­inni mæt­ast í kapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar klukk­an 14:00. Um er að ræða fyrstu kapp­ræð­urn­ar í beinni út­send­ingu þar sem all­ir odd­vit­arn­ir mæta til leiks.
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hjól­að í Kjart­an vegna hjálms­ins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Mest lesið í mánuðinum

Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
1
Eigin Konur#82

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Áróð­urs­bréfi um störf eig­in­manns Hild­ar fyr­ir Jón Ás­geir dreift til sjálf­stæð­is­fólks

Í að­drag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í mars var ómerktu dreifi­bréfi um eig­in­mann Hild­ar Björns­dótt­ur dreift til flokks­manna. Þar var rætt um vinnu manns henn­ar, Jóns Skafta­son­ar fyr­ir fjár­fest­inn Jón Ás­geir Jó­hann­es­son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ás­geir verð­ur hluti af pró­kjörs­bar­áttu í flokkn­um.
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Kosn­inga­próf Stund­ar­inn­ar er nú op­ið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.
Systurnar berjast fyrir bótunum
4
Fréttir

Syst­urn­ar berj­ast fyr­ir bót­un­um

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Fjár­mála­ráð­herra, flækju­fót­ur, föð­ur­lands­svik­ari

Úps, hann gerði það, aft­ur. Seldi ætt­ingj­um rík­is­eign­ir, aft­ur. Vissi ekki neitt um neitt, aft­ur.
Helga Sif og Gabríela Bryndís
6
Eigin Konur#80

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Patrekur
7
Eigin Konur#81

Pat­rek­ur

Pat­rek­ur bjó með móð­ur sinni og stjúp­föð­ur þeg­ar hann reyndi al­var­lega sjálfs­vígstilraun. Helga Sif er móð­ir Pat­reks, en hún steig fram í við­tali við Eig­in kon­ur þann 25. apríl og lýsti of­beldi föð­ur­ins. Pat­rek­ur stíg­ur nú fram í stuttu við­tali við Eig­in kon­ur og seg­ir sárt að ekki hafi ver­ið hlustað á sig eða systkini sín í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...