Samherjafélög rekin frá DNB í faðm Arion banka

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.

„Öll starfsemi Samherja á Kýpur var flutt til Hollands fyrir rúmu hálfu ári,“ fullyrti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. og Samherja Holding ehf., í bréfi til starfsmanna fyrrnefnds fyrirtækis í febrúar á síðasta ári. Það er þó ekki rétt, sýna gögn sem fyrirtækið sjálft hefur lagt fyrir stjórnvöld um Kýpurfélögin sem heyra undir Samherja Holding. Þessi félög eru þungamiðjan í erlendri starfsemi útgerðarrisans og lykillinn að fjárhagslegu skipulagi þeirra.

Raunar var það nokkrum mánuðum áður en Þorsteinn Már skrifaði þetta bréf, um svipað leyti og hann vildi meina að útgerðin hefði hætt starfsemi sinni á Kýpur, sem eitt þessara félaga, Esja Shipping Ltd., opnaði bankareikning á Íslandi. Það er eitt þeirra félaga sem norski stórbankinn DNB rak úr viðskiptum eftir uppljóstrun Namibíumálsins árið 2019.

Í samband án áreiðanleikakönnunar

Samherji hefur verið í viðskiptum við fleiri en einn banka á Íslandi. Fyrir bankana getur verið mikið fengið með því að …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd.
 • user11364 skrifaði
  16. janúar 2022 13:15
  Góð grein.

  Kannski fer að renna upp ljós fyrir mönnum að Samherji er afleiðing og einkenni... ekki kölski sjálfur og það er kerfið á Íslandi sem menn þurfa að fara að rýna og gagnrýna... því enginn labbar með fullar töskur fjár milli landa. Bankar eru gerendur í þessum málum og þó svo slitastjórn Stanford hafi aðeins náð 3 af 5 atriðum sem þeir sóttust eftir í Toronto þá snýst sú barátta að kerfinu, aðstoðaraðilum ... í þessu tilfelli beneficial owners hlutverki bankanna og slíkra aðila. Og ber að horfa á íslensku bankana í því ljósi.

  Due diligence íslenskra banka er meiri sýndarmennska en þeirra norsku og er þá mikið sagt.

  Því beneficial owners eru eigendur ávinnings af gjörningi ... þurfa ekki einu sinni sinni að vera eigendur né í raun tengdir eigendakerfi fyrirtækja... bara hafa hag af gjörningnum. Þessvegna er BO skráning frekar gagnlitil líkt og Unexplained Wealth í þeirri mynd sem íslenska framkvæmdarvaldið líkt og mörg önnur framkvæmdarvöld útfæra það... eins og sést greinilega þegar horft er á Júlíus Vifilmálið og önnur þar sem menn geta ekki gefið sannanir fyrir öflun fjármunanna. Upptaka ávinnings er meginforsenda forvarnargildis slíkra aðgerða.

  Og í þessu tilfelli er Arionbanki Beneficial Owner í þessum málum þar sem þeir hafa ávinning að aðkomu sinni... óháð hvort þeir eru að þvo peninga eða bara veita "eðlilega" þjónustu. Jamm... nokkuð ljóst að Arionbanki er hættulega nálægt peningarþvætti.... nýrra eða gamalla peninga.

  Svo meiri umfjöllun um íslenska kerfið í þessu máli og minna drama um fjölmiðlafórnarlömb og drama og í raun þá þurfa menn frekar að beina sjónum á hægagangi og þykjustuleikjum skatts, viðskiftakerfis og rannsóknar og dómsmálakerfinu okkar en hvort Samherji fær makleg málagjöld. Samherji fær þau... hann er lítill hákarl sem synti á haf út og stóru ránfiskarnir fylgjast með honum... bara bíða eftir að íslenski þykjustuleikurinn klárist.....því það verða ekki lög og reglur né framkvæmdavalið á Íslandi sem verður þeim dýrt... heldur skaðabóta og svika lögmannastofurnar sem hafa fylgst með Fishrot frá upphafi... og langt í frá að bandarísk yfirvöld og FCPA aðilar hafi misst áhugann á þeim.

  Ef Dekhillmálið er skoðað þá sést fljótt að aðal BO í þeim leik er ekki Bank Julius Baer þó svo hann sé vissulega einnig BO og í raun skiftir litlu máli hvort bankinn átti Dekhill og hvort það var líkt og PACE gamla í Panama (Landsbankinn Lux ef ég man rétt), eða bara "financial vechicle" sem gekk kaupum og sölum.

  Samherjamálið hefur snúist upp í fjölmiðladrama þar sem fjölmiðlar eru aðalleikendur í hlutverki þolenda... en ekki í skoðun á íslenskri kerfisspillingu.

  Og það er algengur og almennur misskilningur að ekki sé hægt að rekja viðskiftasögur afskráðra félaga erlendis... í raun auðveldara en að rekja viðskiftasögur afskráðra félaga innanlands.

  PS. Holland er engin vörn... eins og Samherjamenn myndu vita ef þeir hætta að spila vasabilljard og horfa á vildarvini í íslenska kerfinu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Hörður „gengst við því“ að vera sá sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi
Fréttir

Hörð­ur „gengst við því“ að vera sá sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi

Hörð­ur J. Odd­fríð­ar­son, dag­skrár­stjóri göngu­deild­ar SÁÁ á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hann gang­ist við því að vera mað­ur­inn sem mis­not­aði yf­ir­burð­ar­stöðu sína gagn­vart Jó­dísi Skúla­dótt­ur þing­konu Vinstri grænna. Hörð­ur er kom­inn í leyfi frá störf­um hjá SÁÁ og hef­ur í dag sagt sig frá ýms­um starfs­skyld­um, með­al ann­ars sem formað­ur full­trúa­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hef­ur hann sagt sig úr stjórn Sund­sam­bands Ís­lands.
641. spurningaþraut: Katrín mikla að baki, hér eru venjulegar spurningar um hitt og þetta
Þrautir10 af öllu tagi

641. spurn­inga­þraut: Katrín mikla að baki, hér eru venju­leg­ar spurn­ing­ar um hitt og þetta

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er H2O? 2.  Með hvaða lands­liði í fót­bolta spil­ar Cristiano Ronaldo? 3.  Ragn­heið­ur Ósk Er­lends­dótt­ir var val­in mað­ur árs­ins 2021 af Stöð 2, Vísi og Bylgj­unni fyr­ir fram­göngu henn­ar við ... hvað? 4.  Í hvaða Ar­ab­alandi er höf­uð­borg­in Ríad? 5.  Hvaða höf­und­ur skrif­aði bók­ina Heims­ljós? 6. ...
„Svona lífsreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni“
Fréttir

„Svona lífs­reynsla mark­ar mann fyr­ir lífs­tíð og skil­ur eft­ir ör á sál­inni“

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir seg­ir að sam­band henn­ar við fjalla­leið­sögu­mann hafi ver­ið henn­ar „þyngsti bak­poki og hæsta fjall­ið að klífa“.
Læknar á Karolinska gagnrýna aukastarf Björns Zoëga á Íslandi
FréttirLaun Björns Zoëga

Lækn­ar á Karol­inska gagn­rýna aukastarf Björns Zoëga á Ís­landi

Fé­lag lækna við Karol­inska-sjúkra­hús­ið gagn­rýn­ir aukstarf for­stjór­ans, Björns Zoëga, á Ís­landi. Formað­ur fé­lags­ins seg­ir mál­ið snú­ast um trún­að og spyr hvernig það megi vera að Björn geti sinnt öðru starfi sam­hliða for­stjóra­starf­inu.
640. spurningaþraut um Katrínu miklu keisaraynju!
Þrautir10 af öllu tagi

640. spurn­inga­þraut um Katrínu miklu keis­araynju!

Það er kom­ið að þemaspurn­ing­um og því snú­ast spurn­ing­ar dags­ins all­ar um Katrínu miklu, keis­araynju í Rússlandi. Mynd­in hér að of­an sýn­ir leik­konu í hlut­verki Katrín­ar í mynd­inni The Scarlet Empress frá 1934. Hver er leik­kon­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Á hvaða öld var Katrín uppi? 2.  Katrín var keis­araynja í Rússlandi, vissu­lega, en hún var ekki rúss­nesk, held­ur var hún...
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
Þrjár konur segja frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns
Fréttir

Þrjár kon­ur segja frá of­beldi fjalla­leið­sögu­manns

Styrktarað­il­ar hafa hver á fæt­ur öðr­um snú­ið baki við fjalla­leið­sögu­manni í kvöld eft­ir að fyrr­ver­andi kær­asta sagði frá of­beld­is­reynslu af hon­um, sem aðr­ar kon­ur taka und­ir. „Í tvö ár var ég í of­beld­is­sam­bandi með manni sem um þess­ar mund­ir fer mik­ið fyr­ir í fjalla­heim­in­um,“ seg­ir kon­an.
SÁÁ fordæmir hegðun fráfarandi formanns
Fréttir

SÁÁ for­dæm­ir hegð­un frá­far­andi for­manns

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ seg­ist standa með þo­lend­um og boð­ar um­bæt­ur á starf­sem­inni.
Þau fengu íslensku bókmenntaverðlaunin
Fréttir

Þau fengu ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in

Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in 2021 voru veitt í kvöld.
„Um fádæma siðleysi að ræða“
Fréttir

„Um fá­dæma sið­leysi að ræða“

Ráð Rót­ar­inn­ar send­ir kær­leikskveðj­ur til þol­anda Ein­ars: „Við trú­um þér og stönd­um með þér.“
Segir málið hafa stöðvast þegar hætt var við kæru
Fréttir

Seg­ir mál­ið hafa stöðv­ast þeg­ar hætt var við kæru

Heil­brigð­is­starfs­mað­ur hafði sam­band við starfs­mann hjá Embætti land­lækn­is vegna þess að skjól­stæð­ing­ur hans upp­lýsti hann um vændis­kaup frá­far­andi for­manns SÁÁ.
Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
FréttirRannsókn á SÁÁ

Með óbragð í munni yf­ir að vændis­kaup­andi stýri SÁÁ

„Ég var hræði­lega veik,“ seg­ir kona sem birt­ir sam­skipti sín við Ein­ar Her­manns­son frá­far­andi formann SÁÁ og lýs­ir því að hann hafi greitt fyr­ir af­not af lík­ama henn­ar á ár­un­um 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn sam­tak­anna.