Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Samherjafélög rekin frá DNB í faðm Arion banka

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.

„Öll starfsemi Samherja á Kýpur var flutt til Hollands fyrir rúmu hálfu ári,“ fullyrti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. og Samherja Holding ehf., í bréfi til starfsmanna fyrrnefnds fyrirtækis í febrúar á síðasta ári. Það er þó ekki rétt, sýna gögn sem fyrirtækið sjálft hefur lagt fyrir stjórnvöld um Kýpurfélögin sem heyra undir Samherja Holding. Þessi félög eru þungamiðjan í erlendri starfsemi útgerðarrisans og lykillinn að fjárhagslegu skipulagi þeirra.

Raunar var það nokkrum mánuðum áður en Þorsteinn Már skrifaði þetta bréf, um svipað leyti og hann vildi meina að útgerðin hefði hætt starfsemi sinni á Kýpur, sem eitt þessara félaga, Esja Shipping Ltd., opnaði bankareikning á Íslandi. Það er eitt þeirra félaga sem norski stórbankinn DNB rak úr viðskiptum eftir uppljóstrun Namibíumálsins árið 2019.

Í samband án áreiðanleikakönnunar

Samherji hefur verið í viðskiptum við fleiri en einn banka á Íslandi. Fyrir bankana getur verið mikið fengið með því að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Góð grein.

    Kannski fer að renna upp ljós fyrir mönnum að Samherji er afleiðing og einkenni... ekki kölski sjálfur og það er kerfið á Íslandi sem menn þurfa að fara að rýna og gagnrýna... því enginn labbar með fullar töskur fjár milli landa. Bankar eru gerendur í þessum málum og þó svo slitastjórn Stanford hafi aðeins náð 3 af 5 atriðum sem þeir sóttust eftir í Toronto þá snýst sú barátta að kerfinu, aðstoðaraðilum ... í þessu tilfelli beneficial owners hlutverki bankanna og slíkra aðila. Og ber að horfa á íslensku bankana í því ljósi.

    Due diligence íslenskra banka er meiri sýndarmennska en þeirra norsku og er þá mikið sagt.

    Því beneficial owners eru eigendur ávinnings af gjörningi ... þurfa ekki einu sinni sinni að vera eigendur né í raun tengdir eigendakerfi fyrirtækja... bara hafa hag af gjörningnum. Þessvegna er BO skráning frekar gagnlitil líkt og Unexplained Wealth í þeirri mynd sem íslenska framkvæmdarvaldið líkt og mörg önnur framkvæmdarvöld útfæra það... eins og sést greinilega þegar horft er á Júlíus Vifilmálið og önnur þar sem menn geta ekki gefið sannanir fyrir öflun fjármunanna. Upptaka ávinnings er meginforsenda forvarnargildis slíkra aðgerða.

    Og í þessu tilfelli er Arionbanki Beneficial Owner í þessum málum þar sem þeir hafa ávinning að aðkomu sinni... óháð hvort þeir eru að þvo peninga eða bara veita "eðlilega" þjónustu. Jamm... nokkuð ljóst að Arionbanki er hættulega nálægt peningarþvætti.... nýrra eða gamalla peninga.

    Svo meiri umfjöllun um íslenska kerfið í þessu máli og minna drama um fjölmiðlafórnarlömb og drama og í raun þá þurfa menn frekar að beina sjónum á hægagangi og þykjustuleikjum skatts, viðskiftakerfis og rannsóknar og dómsmálakerfinu okkar en hvort Samherji fær makleg málagjöld. Samherji fær þau... hann er lítill hákarl sem synti á haf út og stóru ránfiskarnir fylgjast með honum... bara bíða eftir að íslenski þykjustuleikurinn klárist.....því það verða ekki lög og reglur né framkvæmdavalið á Íslandi sem verður þeim dýrt... heldur skaðabóta og svika lögmannastofurnar sem hafa fylgst með Fishrot frá upphafi... og langt í frá að bandarísk yfirvöld og FCPA aðilar hafi misst áhugann á þeim.

    Ef Dekhillmálið er skoðað þá sést fljótt að aðal BO í þeim leik er ekki Bank Julius Baer þó svo hann sé vissulega einnig BO og í raun skiftir litlu máli hvort bankinn átti Dekhill og hvort það var líkt og PACE gamla í Panama (Landsbankinn Lux ef ég man rétt), eða bara "financial vechicle" sem gekk kaupum og sölum.

    Samherjamálið hefur snúist upp í fjölmiðladrama þar sem fjölmiðlar eru aðalleikendur í hlutverki þolenda... en ekki í skoðun á íslenskri kerfisspillingu.

    Og það er algengur og almennur misskilningur að ekki sé hægt að rekja viðskiftasögur afskráðra félaga erlendis... í raun auðveldara en að rekja viðskiftasögur afskráðra félaga innanlands.

    PS. Holland er engin vörn... eins og Samherjamenn myndu vita ef þeir hætta að spila vasabilljard og horfa á vildarvini í íslenska kerfinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár