Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hjólað og hermt eftir

Stund­ar­skrá dag­ana 14. janú­ar til 4. fe­brú­ar.

Hjólað og hermt eftir

Muggur - Guðmundur Thorsteinsson

Hvar? Listasafn Íslands

Hvenær? Stendur til 13. febrúar 2022

Á sýningunni „Muggur – Guðmundur Thorsteinsson“ kynnast gestir sérstæðum myndheimi Muggs þar sem meðal annars prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, þeir kynnast tröllaheimum myrkurs og ógnar, landslagi og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningum frá framandi stöðum, náðarheimi trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka auk þess sem á sýningunni er að finna skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur. 

„Muggur var einstakur listamaður og heillandi persónuleiki sem lést aðeins 32 ára að aldri. Hann hefur réttilega verið kallaður fyrsti fjöllistamaður Íslands. Á sýningunni er leitast við að gera stuttum en glæsilegum listferli hans ítarleg skil og sýna fjölbreytnina í áhrifamiklu höfundarverki hans sem spannar breitt svið bæði hvað efni og inntak varðar,“ segir Kristín G. Guðnadóttir sýningarstjóri.

Jazz í hádeginu: Ferðalag með Elvari Braga

Hvar og hvenær? Borgarbókasafnið Gerðubergi 14. janúar kl. 12.15 og Borgarbókasafnið Spönginni 15. janúar kl. 13.15

Hljómsveitina skipa þeir Elvar Bragi (flugelhorn og trompet), Hróðmar Sigurðsson (gítar) og Leifur Gunnarsson (kontrabassi). Lögin á efniskránni koma úr öllum áttum svo sem Kind folk (Kenny Wheeler), Sirrý (Elvar Bragi Kristjónsson), Gone fishing (Hróðmar Sigurðsson) og Skuggar í dimmum borgum (Leifur Gunnarsson).

„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“ skrifaði ljóðskáldið á sínum tíma. Ferðalög eru margslungin, þau geta verið bókstafleg, andleg og líkamleg. Á þessum tónleikum bjóðum við gestum upp á alls konar ferða„lög“,“ segir Elvar sem hefur verið virkur í tónlist síðan hann byrjaði í ballhljómsveit með pabba sínum aðeins 15 ára gamall. Hann útskrifaðist frá TFÍH með burtfararpróf í jazztrompetleik vorið 2016. Elvar er hljóðfæraleikari, lagahöfundur og útsetjari. Hann hefur spilað, útsett og samið tónlist með Unu Stef, Babies flokknum, Hróðmari Sigurðssyni, Stórsveit Reykjavíkur, Bangoura Band, Big Band Samma svo eitthvað sé nefnt.

Hjólatúr | Stefnumót við skáldin í hverfinu

Hvar? Borgarbókasafnið Kringlunni

Hvenær? Laugardaginn 15. janúar

Árni Davíðsson hjá Hjólafærni á Íslandi og Guttormur Þorsteinsson, sagnfræðingur og deildarbókavörður á Borgarbókasafninu, fara með áhugasama í hjólatúr á vegum Borgarbókasafnsins. Guttormur les upp ljóð og prósa sem tengjast hverfunum í kringum Kringlumýri, þátttakendur kynnast skáldunum í Hlíðunum og Háaleitishverfi og svo verður elst við ketti í Kringlunni og ræningja í Öskjuhlíðinni.

Hjólatúrinn hefst við Borgarbókasafnið Kringlunni og ættu þátttakendur að mæta í hlýjum fatnaði og með hjól sem henta veðri og færð. 

Boðið er upp á fleiri hjólatúra með bókmenntalegu ívafi til apríl, sjá heimasíðu Borgarbókasafnsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna og fékk það styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar.

Ljósmyndahátíð Íslands: Loftþétt

Hvar: Ásmundarsalur

Hvenær: 15.–30. janúar

Laugardaginn 15. janúar opnar sýningin Loftþétt í Ásmundarsal. Að sýningunni standa Klængur Gunnarsson og Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi). Í verkum sínum takast listamennirnir á við hversdagslega tilburði, fyrirbæri og staði. Sýningin veltir fyrir sér lágstemmdum möguleikum í hversdagsleikanum og hátíðlegum áformum um uppbrot hans.

Barrokk – óperu – jazz | Tíbrá tónleikaröð

Hvar? Salurinn

Hvenær? 25. janúar

Verð 4.400 kr.

Á tónleikunum verða fluttar aríur, dúettar og forleikir úr barrokkóperum eftir meðal annars Händel, Glück og Purcell og munu klassískar söngkonur og jazztónlistarmenn tvinna saman tónlistarstefnur og -stíla. Listamennirnir eru Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópransöngkona, Kjartan Valdemarsson píanóleikari, Magnús Tryggvi Elíasen gítarleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari.

„Barrokk-óperu-jazz er dálítið sérstök samsetning en einstaklega spennandi og forvitnilegt hvernig þessar ólíku en þó líku tónlistarstefnur koma saman,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir. Og Nathalía Druzin bætir við: „Það sem við leyfum okkur að gera er að taka þekktar aríur og dúetta sem okkur þykir vænt um og höfum flutt áður á hefðbundinn hátt og leyfum okkur að spinna þær og snúa þeim í svolítið nýjar áttir og víddir.“

Sóli Hólm - Loksins eftirhermur

Hvar? Bæjarbíó

Hvenær? 27.–29 janúar, 10.–12. febrúar og 24.–26. febrúar.

 Sýning Sóla Hólm, Loksins eftirhermur, var frumsýnd í haust og hafa um 5.000 gestir séð hana. Sóli heldur áfram að gleðja landann á nýju ári og er markmiðið að gera tilveru fólks örlítið jákvæðari.

Þetta gekk fáránlega vel fyrir áramót og sem betur fer náði ég að klára að sýna allar sýningar fyrir jól. Nú get ég ekki beðið eftir að byrja aftur,“ segir Sóli. „Þetta er þriðja sýningin sem ég set upp og fólk sem hefur ekki hag af því að láta mér líða sem best hefur sagt mér að þetta sé mitt besta verk og ég hef ákveðið að trúa því. Þarna er ég bara að gera það sem ég geri best, sem er að herma eftir fólki og gera grín að málefnum líðandi stundar.“

Jóhannes S. Kjarval: Í íslenskum litum

Hvar: Kjarvalsstaðir

Hvenær: Opnuð 29. janúar.

Á sýningunni „Jóhannes S. Kjarval: Í íslenskum litum“ er lögð áhersla á litinn í verkum listamannsins og kannað hvernig litanotkun hans var háttað. Kjarval notaðist við fjölbreytta liti í listaverkum sínum en á síðu listasafsins segir að veður og birtuskilyrði hverju sinni hafi stýrt litavali landslagsverka og að í fantasíum og öðrum verkum hafi það verið tilfinning og persónuleg sýn listamannsins sem réði för. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum hafa verið valin verk með það í huga að endurspegla frjálsa litanotkun og flæði hugmynda og tjáningar í list Kjarvals.

„Kjarval var mikill náttúruunnandi og málaði fjölda verka af litadýrð íslenskrar náttúru. Hann leit svo á að náttúra landsins væri litaspjald í sjálfri sér og vann þó nokkur verk af litaspjöldum samofnum náttúrunni,“ segir Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri. „Á sýningunni verða nokkur litaspjöld til sýnis, þar á meðal tómt litaspjald sem var síðasta verkið sem hann vann áður en hann lést.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu