Ég stend úti á stétt í hverfi í Reykjavík. Kuldinn smýgur inn fyrir þunnar sparibuxurnar og ýfir upp gæsahúðina. Sprengingar bergmála blokkanna á milli, tappar fljúga úr freyðivínsflöskum, upphrópanir skjótast á loft með fljúgandi eldum. Þetta er hátíðlegasta stund ársins. Tímamót. Úlpur og vettlingar faðmast á stéttinni, „takk fyrir það gamla“ og „gleðilegt nýtt ár“. Djúpar hljóðbylgjur sprenginganna slá óreglulegan bassa í líkamann, þær hrista mig, eins og til að segja: þú ert lifandi.
Ég setti mér ekki áramótaheit fyrir gamlárs heldur áramótaþema. Árið 2022 verður ár byrjandans. Ég geng inn í nýja árið í nýju hugarfari.
Að vera byrjandi er að stinga sér í nýjar aðstæður án þess að kunna beinlínis sundtökin, treystandi því að einhvern veginn rati maður aftur á yfirborðið, hlæjandi eins og selur.
„Ég geng inn í nýja árið í nýju hugarfari“
Í ár ætla ég að stinga mér í allt sem ég tek mér fyrir …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir