Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ. Dæmi sé um að ráðgjafi hafi hringt í skjólstæðing til að tilkynna lokun göngudeilda en skráð símtalið sem ráðgjafaviðtal og rukkað Sjúkratryggingar í samræmi við það. Málið er komið inn á borð Landlæknis. Formaður SÁÁ segir framkvæmdastjórnina hafna niðurstöðu Sjúkratrygginga og kallar hana „tilefnislausar ásakanir“.
Lokaniðurstaða eftirlitsnefndar Sjúkratrygginga Íslands vegna skoðunar á starfsemi SÁÁ, sem hófst í byrjun árs 2020, liggur fyrir en nefndin hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru með þjónustusamning við Sjúkratryggingar og fá þaðan greiðslur. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, fékk bréf frá eftirlitsnefndinni þar sem niðurstaðan er kynnt, þann 29. desember síðastliðinn, og segist í samtali við Stundina hafa kynnt það fyrir framkvæmdastjórn SÁÁ í síðustu viku. Stundin hefur óskað eftir því við Sjúkratryggingar Íslands að fá afrit af bréfinu og hefur það verið samþykkt þar en SÁÁ þarf að gefa leyfi til að bréfið verði afhent og Einar Hermannsson segir að sá frestur sem SÁÁ fær til að afhenda bréfið verði nýttur og því verði það ekki afhent fyrr en 17. janúar næstkomandi. Hann staðfestir að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga sem samtökin sendu til Sjúkratrygginga og fengu þá greidda. Nú sé þeim gert að …
Athugasemdir