Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
4
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
7
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Fyrir ÍslandFyrsti íslenski borgarinn sem var bólusettur við veirunni heitir Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík.Mynd: Heiða Helgadóttir
Ef eitthvað einkenndi árið sem er að líða þá er það baráttan fyrir því að fá að lifa í frjálsu samfélagi þar sem réttindi allra eru virt. En það er ekki alltaf einfalt að skilgreina hvar sú lína liggur eða hvernig eigi að framfylgja réttlætinu. Árið hefur því einkennst af átökum andstæðra hugmynda, en tvennt stendur helst upp úr. Annars vegar varðandi hversu langt á að ganga á rétt einstaklinga til að vernda heildina í heimsfaraldrinum. Hins vegar menningarstríðið þar sem tekist er á um hversu langt má ganga í að slaufa einstaklingum til að senda skýr skilaboð gegn ofbeldi.
Fleira situr eftir, eins og hvernig Samherji reyndi að endurskilgreina hugmyndir okkar um rétt og rangt með því að skipuleggja ófrægingarherferð á hendur einstaklingum sem stóðu að baki afhjúpunum á ólögmætum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu, hvernig auðmaður keypti fjölmiðlaumfjallanir í markvissri ímyndarsköpun á meðan hann hótaði og stóð í kýlingarleik við starfsfólk og hvernig einstaklingar högnuðust á sölu á innviðum til erlendra stórfyrirtækja.
Við stóðum í þeirri trú að þetta yrði árið þar sem við yrðum frjáls, frjáls undan heimsfaraldri, þöggunartilburðum og almennum leiðindum, en sitjum uppi með nýtt afbrigði af veirunni og hertar sóttvarnaraðgerðir, grátandi karla í sjónvarpinu sem kvarta undan neikvæðum viðbrögðum við því að þeir hafi gengið yfir mörk kvenna, og oft bara alls konar leiðindi sem gengu lengst þegar skotið var á bíl borgarstjóra.
Nú eða þegar lögreglan skammaðist yfir því skömmu fyrir jól að: „Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því.“
Hversu leiðinlegt er þegar það er bannað að dansa.
Vonin fylgdi vorinu
Undir lok síðasta árs varaði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin við því að Covid-19 heimsfaraldurinn væri líklega ekki sá alvarlegasti sem við myndum þurfa að takast á við. Þrátt fyrir það var bjartsýnin einkennandi í upphafi árs, faraldurinn var senn á enda. Svo sagði Kári, sérfræðingur í málefnum þjóðarinnar, sem lýsti því yfir að faraldurinn yrði kveðinn í kútinn með tilkomu bóluefna og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng, þó með fyrirvara um að ef tölur um virkni bóluefnis reyndust réttar sæjum við fram á endalok faraldursins.
Það var líka í vor sem var greint frá því að dómsmálaráðherra hafði í tvígang hringt í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að fá skýringar á aðgerðum í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var gripinn í ólögmætu margmenni á sölusýningu þar sem sóttvarnarlög voru margbrotin. Málið hafði ekki frekari afleiðingar fyrir ráðherrann, aðeins lögreglumennina á vettvangi sem viðhöfðu orðbragð sem lýsti forundran og hneykslan á háttsemi ráðherrans.
Talandi um dómsmálin. Skotið var á bifreið borgarstjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Sjálfur hélt hann því fram að heimili hans hefði verið gert að skotskífu í pólitískum áróðursmyndböndum. Varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að „byltingin væri komin heim“ og Dagur þyrfti bara að taka á því en var fordæmdur, baðst afsökunar og fór.
Íslenskar konur kærðu íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins vegna kerfisbundinna brota við meðferð á málum er varða kynbundið ofbeldi. Samúðarbylgja reið yfir þjóðina þegar Sölvi Tryggvason mætti í viðtal við lögmanninn sinn í sínum eigin þætti þar sem hann grét yfir því að hann væri jú góður maður, þótt hann væri sakaður um að hafa brotið gegn konu. Þekktur maður birti myndband af sér fella tár með Sölva, áður en það kom í ljós að Sölvi hafði vissulega verið kærður til lögreglu og lét sig hverfa úr kastljósinu í kjölfarið.
„Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárið“
Saksóknari birti ákæruskjöl á hendur Samherjamönnum í Namibíu, en það var líka í vor sem það var afhjúpað hvernig skæruliðadeild Samherja skipulagði ófrægingarherferðir gagnvart fjölmiðlafólki og vonaðist til að Þorsteinn Már Baldvinsson „myndi brýna hnífana“ og „slátra“ uppljóstraranum: „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárið.“
Jörðin skalf á Reykjanesinu.
Fram undan var uppgjör við óheiðarleika og þöggunartilburði. Fram undan var réttlátara, frjálsara og betra samfélag.
Fram undan voru líka langar biðraðir í Laugardalshöllina þar sem bóluefnum var sprautað í upphandleggi. Fyrst einum skammti. Svo tveimur.
Eftir langt og strangt 2020 horfði allt til betri vegar árið 2021.
Allt átti þetta að koma með hækkandi sól.
SÁÁ ákvað meira að segja að hætta að hagnast á spilafíklum.
Frelsi sumarsins
Himinninn varð skyndilega blóðrauður og eldgos brast á.
„Takk fyrir fórnirnar sem þið færðuð á þessum skrítnu mánuðum sem er að ljúka,“ sagði dómsmálaráðherra þann 25. júní þegar stjórnvöld boðuðu til blaðamannafundar, þar sem tilkynnt var að nú yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt á miðnætti. Allar takmarkanir á samkomum vegna farsóttar voru felldar á brott. Niður með fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir, grímuskyldu og skerta opnunartíma. Burt með skimanir á bólusettum, börnum og fólki sem hafði áður veikst af veirunni á landamærunum. Brátt átti að fella niður allar aðgerðir á landamærunum. Líkt og veirunni hefði verið útrýmt var enginn fyrirvari um að mögulega þyrfti að herða aðgerðir aftur síðar.
Við héldum að við værum frjáls undan faraldrinum.
Þórólfur varaði við því að þetta væri þrátt fyrir allt ekki afstaðið, forsætisráðherra hvatti okkur til að fara varlega en dómsmálaráðherra sagði að nú væri loks komið að áfanganum sem við hefðum öll beðið eftir: „Við erum öll svo spennt að geta lifað okkar eðlilega lífi aftur. Að mega heilsast og knúsa og faðma.“
„Við erum öll svo spennt að geta lifað okkar eðlilega lífi aftur“
Knús, faðmlög og kossar. Opin landamæri. Ástand sem varði ekki lengi.
Auður steig sjálfviljugur út úr sviðsljósinu eftir að hafa viðurkennt að hafa farið yfir mörk konu. Ingó Veðurguð brást öðruvísi við þegar tugir frásagna bárust af vafasömu framferði hans gagnvart ungum konum og krafðist afsökunarbeiðni, ella færi hann fram á miskabætur. Lögmaður hans sagði sig síðan frá málinu.
Samfélagið var að breytast.
Haustið með öllum sínum þunga
Mánuði eftir að stjórnvöld ákváðu að aflétta öllum aðgerðum var búið að setja samkomutakmarkanir aftur á, herða aðgerðir á landamærum og ráðleggja Íslendingum að ferðast ekki til hættusvæða. Öll lönd nema Grænland voru skilgreind sem hættusvæði.
Árið þar sem við áttum að endurheimta frelsið undan faraldrinum var kannski aldrei neitt nema tálsýn. Nú þegar líður að áramótum er búið að dæla 704 þúsund bólusetningarskömmtum í þjóðina, 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru fullbólusettir og 77 prósent allra landsmanna. Auk þess hafa um 150 þúsund fengið örvunarskammt. Þrátt fyrir það voru 240 ný smit á síðastliðnum sólarhring, 240 eru nú staddir í skimunarsóttkví, 2.800 í sóttkví og 1.800 í einangrun nokkrum dögum fyrir jól. Hátt í 5.000 einstaklingar eru því fjarri fjölskyldum sínum á aðventunni og væntanlega verður stór hluti þessa hóps það áfram yfir hátíðarnar. Einkennalausu fólki er haldið í einangrun sem er hætt við að hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu fólks, án þess að nokkuð sé gert til að vega upp á móti því.
Þegar veiran stökkbreytist og ný afbrigði herja á er vonin um að bólusetningarátak kveði faraldurinn í kútinn kannski ekki raunhæf, en við getum haldið áfram að reyna. Við getum líka sætt okkur við að fram undan er ekkert eins og áður, frelsið verður ekki endilega endurheimt í sama skilningi og áður og við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar, annað en ástand sem einkennist af sóttvarnaraðgerðum. Og því miður skorti í heilbrigðiskerfinu.
Við ráðum ekki við veiruna en við ættum að ráða við að styrkja heilbrigðiskerfið.
Þegar allt var lagt í sölurnar í sóttvarnaraðgerðum og allt samfélagið var undir, börnum var haldið frá skóla og öldruðum frá fjölskyldum sínum til lengri tíma, fjöldi fólks var ófær um að stunda vinnu sína og svo framvegis, þá láðist stjórnvöldum að gera viðeigandi ráðstafanir inni á viðkvæmri stofnun sem varð þess valdandi að fleiri létust þar af völdum veirunnar heldur en nokkurs staðar annars staðar, meðal annars fólk sem var almennt við góða heilsu og jafnvel komið þangað í hvíldarinnlögn.
Kannski ættum við að tala um þetta sem enn eitt árið sem Landspítalinn sendir frá sér neyðarkall en talar fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Yfirlæknir á bráðadeildinni lagði til, í fyllstu alvöru, að bílakjallari yrði nýttur fyrir sjúkrarúm áður en hann gafst upp og sagði upp. Starfsfólk hefur lýst því þannig að það sé með óbragð í munninum eftir hverja vakt því það veit að það getur ekki veitt fullnægjandi þjónustu, það sé erfitt að sinna fólki á mannsæmandi hátt í þessum aðstæðum.
„Ég er stundum alveg að gefast upp“
Örmagna læknir á heilsugæslunni lýsti sama ástandi þar. Sífellt er verið að útvista verkefnum þangað án þess að því fylgi fjármagn, mannafli eða rými, stöðvar eru löngu sprungnar og ný hverfi eru reist án þess að það sé svo mikið sem gert ráð fyrir heilsugæslustöðvum þar. Biðlistar lengjast, gæði þjónustunnar rýrnar og líkur á mistökum aukast. Sífellt verður erfiðara að sinna sjúklingum, vitandi að hann dugar ekki til. „Ég er stundum alveg að gefast upp.“
Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að skammast í læknum sem greina frá alvarleika ástandsins og ætlast til meira af stjórnendum.
Vetur fallinna stjarna
Þetta var árið þar sem konur komust í meirihluta á Alþingi og fréttirnar flugu um heiminn, þar til sá misskilningur var leiðréttur hálfum sólarhring síðar. Yngsti þingmaður sögunnar, ung kona af erlendum ættum, datt út fyrir manninn sem sagði: „Þarna kom loksins skrokkur sem passaði á typpið á mér,“ í umræðum hvernig þingmenn ætluðu að hefna sín á ráðherra fyrir að sýna þeim ekki nægilega pólitíska hollustu. „Þú getur riðið henni,“ lagði einn þeirra til.
Alþingi samþykkti niðurstöðu kosninga þrátt fyrir alvarlega annmarka á meðferð atkvæða og ný ríkisstjórn tók við völdum. Nýr dómsmálaráðherra glápti á eftir sjónvarpskonu og beitti sér gegn rétti kvenna, nýr vísindaráðherra hvatti til þess að börnin væru styttra í skóla því „heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar en við eigum ekkert nægan tíma“, nýr heilbrigðisráðherra hefur ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta hér á landi, fjármálaráðherra var í Panamaskjölunum og guð má vita hvað.
Fyrir Ísland! öskraði KSÍ í öllu markaðsefni þar sem landsliðsmönnum var stillt upp sem hetjum þjóðarinnar. Þeir voru óþægilega margir sakaðir um að beita ofbeldi en KSÍ vildi ekki viðurkenna það fyrr en formaðurinn hrökklaðist burt eftir að hafa verið staðinn að því að segja rangt frá. Reynt var að draga úr trúverðugleika þolenda með margvíslegum aðferðum en eftir stóð að svona var þetta bara, strákarnir okkar hafa sumir verið handteknir, kærðir og greitt bætur vegna ásakana um kynbundið ofbeldi.
Nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.
„Meistari Megas“ söng þessa línu í laginu sem var valið fallegasta ástarlag þjóðarinnar. Síðan steig ung kona fram og sagði frá því hvernig hann hafði í slagtogi við vin sinn meitt hana þegar hún var tvítug og þeir vel fullorðnir menn, annar yfirmaður hennar og hinn listræn fyrirmynd hennar, bæði með orðum og gjörðum. Fyrst með athöfnum sínum og síðan með textanum Litla ljót sem hún gat ekki skilið öðruvísi en svo að fjallaði um þessar athafnir.
Tvær stjörnur Megasar.
Sex stjörnur íslenska landsliðsins.
Við höfum alltaf Þóri Sæm, sem lýsti sig tilbúinn til að taka á sig erfiða umræðu um slaufunarmenningu því hann skildi ekki af hverju hann var hvergi ráðinn eftir að hafa verið óviðeigandi og sent ungum stúlkum kynfæramyndir, sem er reyndar hegningarlagabrot. Hann sem var áður ein skærasta ungstjarna leikhúsanna sá sér varla annarra kosta völ en að gerast glæpamaður í ljósi stöðunnar. Þrátt fyrir allt vildi hann þó búa áfram „í þessu klikkaða samfélagi“.
Líklega er niðurstaðan nefnilega sú að samfélagið er ekkert klikkað, heldur nokkuð gott í grunninn. Þótt víða megi enn gera betur erum við erum heppin með margt, meðal annars það hversu margir eru tilbúnir til að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttu fyrir betra samfélagi. Sú barátta mun halda áfram á nýju ári, þar sem áfram verður tekist á um gildi og mörk þess leyfilega.
Þangað til óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með bestu þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Megi sólin fylgja ykkur.
Árið þegar það var bannað að dansa. Þegar vísar til tíma þar sem til staðar.
Kemur á óvart að þaulvanur blaðamaður og ritstjóri skuli láta hanka sig á slíku.
0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
4
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
7
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
6
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
7
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
FréttirPlastið fundið
1
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
6
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
7
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
ÞrautirSpurningaþrautin
799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst
Fyrri aukaspurning: Hvern má sjá hér málaðan sem Súpermann? * Aðalspurningar: 1. Hvað kallast á íslensku sú sjónvarpssería sem á ensku er nefnd Blackport? 2. Glókollur heitir fugl af söngvaraætt sem gerðist staðfugl á Íslandi laust fyrir aldamótin 2000. Og þar með hlaut glókollur ákveðna nafnbót hér á landi. Hver er hún? 3. Jailhouse Rock er lag eftir þá kunnu...
Pistill
2
Þorvaldur Gylfason
Krafan um uppgjör
Framrás heimsins gengur í bylgjum eins og veðrið þar sem árstíðirnar taka hver við af annarri. Öldugangur tímans tekur á sig ýmsar myndir.
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
ÞrautirSpurningaþrautin
798. spurningaþraut: Betula betuloideae er víst að ná sér á strik aftur!
Fyrri aukaspurning: Hér að ofan má sjá einn vinsælasta rithöfund heimsins um þessar mundir. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Fyrir allnokkrum árum reið gífurleg flóðalda yfir strendur Indlandshafs í kjölfar jarðskjálfta út af ströndum indónesískrar eyju, sem heitir ... 2. Um svona flóðbylgju er notað orð sem upphaflega þýðir „hafnaralda“. Hvaða orð er það? 3. Og úr hvaða tungumáli...
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
ÞrautirSpurningaþrautin
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þessi eyja? * Aðalspurningar: 1. Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins? 2. En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli? 3. Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að...
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Kemur á óvart að þaulvanur blaðamaður og ritstjóri skuli láta hanka sig á slíku.