Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Eitthvað mjög skrítið að gerast“ í umferðinni

Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is-og fræðslu­deild­ar Um­ferð­ar­stofu, fer yf­ir ár­ið í um­ferð­inni með Stund­inni. Hann er ugg­andi yf­ir fjölg­un í um­ferð­ar­slys­um á ár­inu mið­að við ár­in á und­an. Stærstu breyt­ing­una seg­ir hann vera aukn­ingu á slys­um á raf­magns­hlaupa­hjól­um.

Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Umferðarstofu, er uggandi yfir fjölgun umferðarslysa og slasaðra á tímabilinu janúar til september á árinu 2021, en á því tímabili voru umferðarslys orðin fleiri en allt árið 2020 og 2019 sömuleiðis. „Það er eitthvað mjög skrýtið að gerast. Við erum eiginlega bara mjög uggandi yfir þessum tölum, segir Gunnar. 

Aðspurður um það hver helsta breytingin á þessu tímabili miðað við árin tvö á undan er segir hann fjölgun slysa á rafmagnshlaupahjólum vera stærstu breytinguna en á þessu tímabili hafa 30 einstaklingar slasast alvarlega á þeim farartækjum. Algengasta tegund alvarlegra slysa á þessu tímabili var að óvarinn vegfarandi féll af farartæki, eða 42 slys, og þar á eftir voru 32 slys sem rekja má til útafaksturs eða bílveltna og þriðja algengasta tegund slyss er ekið á óvarinn vegfaranda. 

Hvað óvarða vegfarendur varðar, það er að segja allir þeir sem ekki eru í bifreið, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Mikill hluti hlaupahjólaslysum stafar af árekstrum við illa hönnuð umferðarmannvirki. Flest gatnamót í Reykjavík eru hönnuð sem farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Þræða þarf krákustíga. Fláar upp á gangstéttir eru víða þannig að erfitt er að komast slysalaust upp þá á rafskútu. Nýjir stígar er síðan lagðir þannig að göngu og hjólastígar fléttast saman í kaðlaprjónsmunstri sem fjölgar tækifærum til árekstra.
    0
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Hvert er hlutfall slysanna eftir hlutfalli samgöngutækja í umferð?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu