Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lífsóður fjallamannsins sem „bjó með tveimur konum“

Lista­mað­ur­inn Guð­mund­ur Ein­ars­son frá Mið­dal var einn af for­víg­is­mönn­um fjalla­mennsku á Ís­landi og hef­ur bók hans Fjalla­menn nú ver­ið end­urút­gef­in. Verk­ið er inn­blás­inn og há­fleyg­ur óð­ur til úti­vist­ar þar sem ung­menna­fé­lags­and­inn svíf­ur yf­ir text­an­um. Guð­mund­ur var fað­ir Ara Trausta Guð­munds­son­ar sem ræð­ir um bók­ina, ást föð­ur síns á fjall­göng­um, óhefð­bund­ið fjöl­skyldu­mynst­ur sitt í æsku og drama­tíska fjöl­skyldu­sögu í við­tali við Stund­ina.

Bók

Fjalla­menn

Höfundur Guðmundur Einarsson frá Miðdal
Salka
400 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Hvað man maður langt aftur? Þar til maður er fjögurra ára, fimm ára. Hann deyr þegar ég er fjórtán ára þannig að þetta eru 10 ár sem ég get sagt að ég muni eftir honum,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, sonur lista- og fjallamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, aðspurður um hvaða minningar hann eigi helst um pabba sinn. 

Ari Trausti er landsþekktur jarðfræðingur, leiðsögumaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður VG sem bauð sig meðal annars fram í forsetakosningunum árið 2012. Líkt og faðir sinn hefur Ari líka skrifað bækur um fjöll og fjallgöngur sem margir þekkja, meðal annars bókina Fólk á fjöllum: Gönguleiðir á 101 tind þar sem er að finna leiðarlýsingar á mörg þekkt fjöll á Íslandi. 

Bók Guðmundar frá Miðdal, Fjallamenn, hefur nú verið endurútgefin í fyrsta sinn frá því að bókin kom út árið 1946. Ari Trausti, sem er fæddur 1948, segir að bókin hafi vakið mikla athygli …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    4,5 stjörnur af 5
    Þetta er afar merkileg grein. Ég verð reyndar að segja að mér er meinilla við orðið helför sem íslendinger eru farnir að nota um holocaust sem er notað í mörgum málum og er víst komið úr hebresku. Orðið helför er þekkt t. d. um helför Galdra-Lofts . Það er til þess fallið að gefa í skin að þessir atburðir séu ekki einstakir og að fela orsakavaldana. Við meigum aldrei gleyma því að holocaust er einstakt í sögunni og það var framkvæmt næstum eingöngu af þjóðverjum en það voru ekki allir þjóðverjar sekir. Því meigum við ekki álasa þjóðverjum nútímans, þeir hafa tekið á sig ábyrgðina en á Íslandi gerðust ýmisir ljótir hlutir varðandi gyðinga á fjórða áratugnum og við höfum ekki tekið ábyrgð á þeim.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    5 stjörnur af 5
    Gott viðtal við Ara. Takk fyrir.
    0
  • Bubbi Morthens skrifaði
    þessi bók er algjör demantur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár