Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólatónleikar í algleymingi

Jülevenner Emmsjé Gauta

 Hvar? Háskólabíó

 Hvenær? 22. og 23. desember

 Aðgangseyrir: 4.990–8.990 kr.

 Jülevenner Emmsjé Gauta er sannkölluð jólakeyrsla þar sem hópur skemmtikrafta sameinast. Popptónlist, leikþættir og jólastemning mun ráða ríkjum. Jülevenner Emmsjé Gauta eru meðal annars Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör. Hljómsveit Jülevenner Emmsjé Gauta skipa Magnús Jóhann Ragnarsson, Vignir Rafn Hilmarsson, Matthildur Hafliðadóttir, Rögnvaldur Borgþórsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Björn Valur Pálsson og Steingrímur Teague.

„Við náðum ekki að halda Jülevenner í fyrra svo það er tvöföld spenna fyrir gigginu í ár. Það er uppselt á flestar sýningarnar en við erum líka í streymi fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á svæðið,“ segir Emmsjé Gauti.

Aðventudagatal Ferðafélags Íslands

Hvar? Víða

Hvenær? í desember

Verð: Ókeypis!

Til að heiðra minningu Johns Snorra Sigurjónssonar stendur Ferðafélag Íslands fyrir aðventu- og brosgöngum í desember og frá 1. desember hefur Ferðafélag Íslands birt eina hugmynd að göngu á Facebook-síðu FÍ og Instagram.
Hver ganga / viðburður er farinn á eigin vegum heiman að frá og þátttaka ókeypis. Hver ganga er létt og þægileg fyrir alla aldurshópa og í nærumhverfinu. 
Þátttakendur eru beðnir að taka myndir úr sinni göngu, merkja með #fiaðventa og deila á samfélagsmiðlum.

,,Skammdegið er erfiður tími fyrir marga og mikilvægt að nýta birtuna eins og hægt er, fara út og hreyfa sig og reyna að fá fólk með sér í göngu,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir hjá FÍ.

Emil í Kattholti

Hvar? Borgarleikhúsið

Verð: 5.900 kr.

Fallega fjölskyldusýningin um Emil í Kattholti, þar sem Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstjóri leiðir sannkallað stórskotalið leikara Borgarleikhússins og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku, var frumsýnd á stóra sviðinu um síðastliðna helgi og ríkti gríðarleg ánægja meðal gesta. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú hefur hann lifnað sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á stóra sviði Borgarleikhússins.

KK & MUGISON í Fríkirkjunni

Hvar? Fríkirkjan

Hvenær? 15. og 16. desember kl. 10 og 22, fernir tónleikar

Miðaverð: 4.990 kr. 

KK og Mugison munu koma saman fram á tónleikum í Fríkirkjunni en báðir hafa átt stórglæsilega sólóferla ásamt því að hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem margir þekkja. Þorleifur Gaukur mun koma fram með þeim og spila á slide-gítar og munnhörpu.

„Í Fríkirkjunni ætlum við að spila okkar bestu lög í bland við nokkra lélega brandara sem við höfum verið að semja saman undanfarið,“ segir Mugison.

Guðrún Árný og Egill Rafns  Jólasingalong

Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði

Hvenær? 16. desember kl. 20.00

Miðaverð: 3.900 kr.

Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný og trommuleikarinn Egill Rafns verða með jóla-singalongkvöld í Bæjarbíói 16. desember. Gestir hafa mikið um lagavalið að segja og taka þannig virkan þátt og syngja með.

„Þetta er með því skemmtilegra sem við gerum. Áhorfendur geta beðið um óskalög og við erum alveg óhrædd við að vera með áhættuatriði og telja bara í. Við lofum eðalpartíi þar sem við hvetjum alla til að syngja hástöfum með,“ segir Guðrún Árný.

Hera Björk  Ilmur af jólum í 20 ár

Hvar? Hallgrímskirkja

Hvenær? 20. desember.

Miðaverð: 8.900 kr.

Söngkonan Hera Björk blæs til hátíðar- og afmælistónleikanna ILMUR AF JÓLUM í 20 ÁR í Hallgrímskirkju 20. desember en jólaplata hennar, ILMUR AF JÓLUM, fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Ásamt Heru Björk koma fram Páll Óskar, Hjördís Geirs, Ari Ólafs og Þórdís Petra ásamt hljómsveit, strengjakvartettinum LÝRU, kórnum VOX FELIX og félögum úr VóKal.  Saman munu þau, ásamt táknmálstúlkum frá Hraðar hendur, flytja lögin af ILMUR AF JÓLUM I & II í bland við vel valdar jólaperlur. Miðasala á TIX.is.

„Hjá mér er að rætast langþráður draumur um ILMUR AF JÓLUM í Hallgrímskirkju. Og það að fá táknmálstúlkana með í flutninginn mun klárlega lyfta þessu í hæstu hæðir. Ég hlakka því alveg extra mikið til að syngja og spila jólin inn með öllu þessu dásamlega samstarfsfólki. Við stefnum á jólagaldra af bestu sort og hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur áhorfendum,“ segir Hera Björk.

Margrét Eir Jólatónleikar

Hvar? Fríkirkjan í Hafnarfirði

Hvenær? 22. desember

Miðaverð: 4.900 krónur

Margrét Eir kemur fram á jólatónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 22. desember ásamt hljóðfæraleikurunum Daða Birgissyni, Birki Hrafni Birgissyni og Þorgrími Jónssyni. Sérstakur gestur verður Egill Árni Pálsson tenórsöngvari. Þetta verður kvöld til að hverfa frá amstri hversdagsins og ströngum undirbúningi jólanna og njóta fallegrar tónlistar og afslöppunar. „Ég hef haldið þessa tónleika í nokkur ár og mér þykir mjög vænt um stemninguna sem myndast þarna svona rétt fyrir aðfangadag. Leyfa sér að slaka á og njóta,“ segir Margrét Eir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
7
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu