„Öll þessi líf. Fíflar í órækt.“ Þessi orð eru fyrstu kynni okkar af Björt, sögumanni okkar sem er önnum kafin við að skrásetja líf ókunnugra í miðbæ Reykjavíkur. Svo önnum kafin við að stúdera aðra að maður verður strax fyrst og fremst forvitinn um hvaða sjálf hún sé um leið að fela, þessi draugur sem annað fólk virðist varla taka eftir núorðið og talar um eins og hún sé ekki viðstödd.
Hún kallar sig ráfara, hennar helsta iðja er að skrásetja hegðun fólks og flokka hana í möppur á borð við „atvik“, „farsæld“, og „vafaatriði og athuganir“. Hún lætur eins og dýrafræðingur að flokka tegundir en afneitar um leið sinni raunverulegu iðju sem skáld hversdagsleikans. Skammar sjálfa sig þegar hún túlkar – en er þó nánast ófær um að gera það ekki.
„Hér staldra ég við. Veit samt betur … Hvað er hlaupið í mig? Er ég að túlka fólk …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Höfundur Auður Jónsdóttir
Útgefandi Bjartur
359 blaðsíður
Niðurstaða: Bók sem er alltof lengi í gang og á það til að vera full melódramatísk á köflum – en þegar hún kemst almennilega í gang er hún full af innsæi um fólk á jaðri samfélagsins, lífið í leiguhjöllum höfuðborgarinnar og allt það tráma sem fylgir fólki í ógæfu sinni og fær það til að endurtaka sinn ógæfublús aftur og aftur.
Gefðu umsögn
Athugasemdir
Athugasemdir