Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Endurnýtir til að skapa fegurð

Að­al­heið­ur Sigríður Ey­steins­dótt­ir lista­mað­ur ólst upp við að end­urnýta hluti og í gegn­um árin hef­ur hún búið til ýmiss kon­ar lista­verk úr göml­um hlut­um sem hún finn­ur hér og þar. Skúlp­túrar og lágmynd­ir úr sam­settu timbri hafa vak­ið at­hygli margra og auð­vit­að jólakött­inn síðast­lið­in 22 ár.

Endurnýtir til að skapa fegurð

Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir fæddist og ólst upp á Siglufirði, þar sem hún býr í dag, og kynntist snemma endurnýtingunni sem átti eftir að lita listrænt líf hennar.

„Endurvinnsla var í hávegum höfð þegar ég var að alast upp. Það var til dæmis verið að hekla töskur úr mjólkurpokum og vefa mottur úr gömlum gallabuxum. Á sjöunda áratugnum var mikil vakning um endurnýtingu og var heimilið alltaf undirlagt af einhverju sem var verið að búa til. Ég ólst þess vegna upp með það í huga að nýta það sem til fellur og búa til gjafir, nytjahluti og listmuni. Sú hugsun hefur fylgt mér alla tíð og skilað sér í mínu daglega lífi og listsköpun,“ segir hún.

Það var snemma ljóst að Aðalheiður hefur hæfileika þegar kemur að myndlist og segist hún hafa verið einn af þeim nemendum sem myndmenntakennarar stungu að að ættu kannski að fara í myndlistarnám. „Ég var sjálfstæður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu