Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Við erum stödd í Árnessýslu, nánar tiltekið í Tangavík. Smábæ sem einungis er til í skáldheimi Einars Más Guðmundssonar og hefur einnig birst okkur í Íslenskum kóngum og Hundadögum. Það voru þó allt aðrar útgáfur bæjarins en birtist okkur í Skáldlegri afbrotafræði – en í lok bókar er framhald boðað, þannig að líklegast munum við bráðum fá að lesa meira um þessa útgáfu Tangavíkur. Og mögulega komast að því hver er að segja okkur þessa sögu.
Sögumaður hefur söguna nefnilega á tilvitnun en bætir svo við: „Þannig hefst þessi saga. Svona byrja ég núna.“ Þetta „ég“ sögumanns kemur ítrekað fyrir, þetta er ekki beint hinn alvitri sögumaður, öllu heldur frekar sögumaður sem veit það sem honum hentar. Maður fær á tilfinninguna að hann sitji á skjalasafni eða bókasafni að viða að sér heimildum og vitnar raunar í ótal heimildir, þeir Ari Knudsen og Oddur Benediktsson prestur eru meðal hans lykilheimilda – en allar eru þessar heimildir skáldaðar, þótt vissulega byggi margar þeirra á raunverulegum heimildum. Þannig er rithöfundurinn og grúskið hans ein lykilpersóna bókarinnar – og það er óútreiknanlegt samband, þannig er eins og stundum stoppi skortur á heimildum hann í að fara lengra með suma þræði sögunnar, en oft er hann ekkert að láta það trufla sig.
Þetta er sögumaður sem týnist ítrekað í útúrdúrum og á oft erfitt með að halda sig við eiginlegan …
Athugasemdir