Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bakgrunnur Brynjars: Líkir femínistum við nasista og efast um byrlanir

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari og akti­visti, seg­ir skip­un Jóns Gunn­ars­son­ar sem inn­an­rík­is­ráð­herra og ráðn­ingu Brynj­ars Ní­els­son­ar sem að­stoð­ar­manns hans vera stríðs­yf­ir­lýs­ingu við bar­áttu­fólk gegn kyn­ferð­isof­beldi.

Bakgrunnur Brynjars: Líkir femínistum við nasista og efast um byrlanir
Áreitni ekki kynbundin Brynjar Níelsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Brynjar hefur sagt að dómskerfið eigi ekki að eiga við öll mál og á þar við áreitni og þar að auki segir hann áreitni ekki vera kynbundna. Mynd: xd.is

Yfir 2.600 manns hafa skrifað undir áskorun á Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra, eða það sem áður hét dómsmálaráðherra. „Eftir að hafa séð tekin skref síðastliðin ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra,“ segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni. 

Í áskoruninni er ráðning Brynjars Níelssonar einnig ávörpuð. Hann var nýlega ráðinn aðstoðarmaður Jóns ásamt Hreini Loftssyni. „Til að bæta gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.“

Katrín Jakobsdóttir sagði síðar í viðtali við RÚV að hún treysti Jóni til að vinna af heilindum þegar kæmi að kynbundnu ofbeldi. „Stjórnarsáttmálinn er algjörlega skýr í þessum efnum, þar stendur til meðal annars að gera úrbætur á réttarstöðu brotaþola og halda áfram að vinna í þeim málum, sem hefur verið unnið mjög ötullega að,“ sagði hún. 

Að því loknu var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í afstöðu sinnar varðandi skipan Jóns og ráðningu Brynjars. Hann sagði að lýðræðislegar kosningar hefðu sýnt það umboð sem Jón hefði frá almenningi. Bjarni sagði jafnramt að spurning fréttamanns um það hvort Brynjar væri hæfur til að sinna starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra væri út í hött. „Og mér er sömuleiðis ómögulegt að skilja hvað átt er við með því að Brynjar Níelsson sé ekki hæfur, ég bara átta mig ekki á því… Mér finnst þessi spurning þín algjörlega út í hött,“ sagði hann við fréttakonu RÚV.

Sömuleiðis sagði Bjarni þá sem mótmæltu ráðningu Brynjars vera hluta af „litlum minnihlutahópi“.

Jóni og Brynjari muni vera veitt aðhald

Flokkssystur Katrínar, Jódís Skúladóttir og Svandís Svavarsdóttir, voru á sitt hvorum vettvanginum spurðar út í ráðningu Brynjars, Jódís í Silfri Egils og Svandís í Vikulokunum.

Aðspurð hvort hún treysti þessum tveimur mönnum sagði Jódís að hún hefði „ekkert endilega valið þessa tvo“. 

„Ég er mikill feministi og mér var alveg brugðið. Ég verð að trúa því og stóla á það að það sem fram kemur í stjórnarsáttmála, starfsfólk ráðuneyta og annað standi sína plikt. Við skulum bara sjá hvernig þessir átján mánuðir verða og auðvitað verður mikið aðhald, bæði utan úr samfélaginu en ekki síður frá öðrum flokkum.“

„Ég er mikill feministi og mér var alveg brugðið.“
Jódís Skúladóttir, nýr þingmaður VG

Svandís dró upp svipaða mynd í Vikulokunum þegar hún var spurð út í ráðningu Brynjars.  „Þetta dregur upp ákveðna mynd og við verðum að vera tilbúin að ræða þá mynd.“ Sömuleiðis talaði hún um að þeim yrði veitt aðhald svo að þau mál sem undir þá falla í stjórnarsáttmála yrðu kláruð og að Katrín myndi til að mynda veita það aðhald.

Sjálfur sat Jón í þættinum með Svandísi og var spurður út í þessa ráðningu. Hann sagði Brynjar hafa yfirburðaþekkingu og reynslu af mörgum málasviðum ráðuneytisins.

 „Brynjar er hæstaréttarlögmaður og hefur áratuga reynslu alveg eins og Hreinn Loftsson (...) grundvallaratriði og gríðarlega mikilvægt í svona samstarfi að það ríki mikið traust á milli aðstoðarmanna og ráðherra og það er fyrir hendi nú þegar. Ég þarf ekkert að kynnast þessum mönnum.“

„Hefði ekki þurft einhvern sem ríkir meiri sátt um út á við?“, spurði þáttastjórnandi þá.

„Ég velti þessu ekkert fyrir mér. Þetta var ákvörðun tekin á faglegum nótum og ég hef engar áhyggjur af þessari umræðu, hún bara truflar mig ekkert,“ svaraði Jón. 

Aðför að dómstólum hættuleg

Brynjar Níelsson mætti Þórarni Hjartarsyni í hlaðvarpi þess síðarnefnda, Ein pæling, þann 21. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en hann var ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.  

Brynjar NíelssonFyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson, hefur verið ráðinn aðstoðamaður Jóns Gunnarsssonar innanríkisráðherra.

Í þættinum fer Brynjar yfir 25 ára reynslu sína sem lögmaður í dómsal fyrir Þórarni. Hann nefnir sem dæmi venjulegt fólk í venjulegum einkamálum sem deila um staðreyndir. „Menn segja bara það sem þeim sýnist eftir því hvar hagsmunir þeirra liggja og það er ekkert nýtt. Ég horfi á fólk í forsjárdeilum lýsa því hvað gerist í þeirra sambúð og menn segja bara sitt hvorn hlutinn. Ég get aldrei sett mig í einhvert dómarasæti í því hverjir eru að ljúga og hverjir eru ekki að ljúga. Sumir bara upplifa veruleikann með mjög mismunandi hætti.“

Þá segir hann að það eigi ekki að beita viðurlögum við því eingöngu sem fólk segir en það sé orðin krafa réttindabaráttunnar. „Dómsalur myndi aldrei sæta sig við þetta með núverandi stjórnarskrá. Þess vegna er aðförin að dómstólunum, þeir eru orðnir ómögulegir og menn sjá ekki hvað þetta er hættuleg þróun og það er full ástæða til að hafa miklar áhyggjur.“

„Þessi feminismi núna, þau eru að breyta þessu í ofstækishópa sem taka þetta yfir. Eins og gerist bara með þessi vinstri þjóðernis róttækni, þetta er bara ofstækisfólk“
Brynjar Níelsson

Þórarinn bendir Brynjari þá hóp kvenna sem segir dómskerfið brotið og fólki sem sé þeim sammála. Hann spyr Brynjar hvort ekki sé hægt að komast til móts við þennan hóp og hvort það sé ekki eitthvað í þessum málaflokki sem hægt sé að bæta. Brynjar segir hins vegar gagnrýninina vera byggða á misskilningi. 

„Það er mikill misskilningur að kerfið taki ekki á móti þessu eða sinni þessu ekki. Menn verða að átta sig á því að menn kvarta stundum yfir því hvað þetta tekur langan tíma, þeir sem kvarta eru þeir sem kærðu ekkert og þekkja það ekkert. Það eru auðvitað fullt af málum sem eru kærð sem falla niður, þau falla niður af ýmsum ástæðum, bara vegna þess að þetta er ekki brot eftir lýsingu þolandans, innan gæsalappa. Málin tefjast oft því hlutirnir passa ekki, standast ekki, það sem sagt er og hægt er að upplýsa, það stemmir ekki.“

Dómskerfið á ekki að eiga við allt

Brynjar segir mikið ákært í kynferðisbrotamálum og það hafi myndast ákveðinn þrýstingur að ákæra en dómstólar, „sem eru kletturinn í hafinu,“ sýkna og þá sé ráðist á dómstóla. Þar að auki segir hann málsmeðferð slíkra mála á Íslandi vera styttri en í mörgum en það sem þó teppi dómskerfið sé vegna þess að „menn kæra öll mál, til dæmis ef menn lenda í einhverjum stympingum í einhverju rifrildi.“

„Það dynur á dómskerfið allskonar mál sem fólk á bara að leysa sjálf. Við eigum ekki að láta dómskerfið eiga við allt. Stundum er bara einföld fyrirgefning sem bara báðir aðilar bera ábyrgð á,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég er bara almennt að tala um svona ofbeldismál. Ég er ekki bara að tala um, einhver strýkur á læri, eða strýkur á öxl eða rass, er það dómskerfið sem þarf að eiga við þetta. Mér finnst að fólk eigi bara að eiga við þetta sjálft. Vissulega getur þetta verið stórmál fyrir einhverjum, ég útiloka það ekki. Ég held að nánast allir karlmenn hafa lent í því sama, einhverju svona,“ segir hann svo og útskýrir að áreitni sé ekki „kynbundið á annað kynið“. 

„Þetta er bara hluti af samskiptum sem auðvitað geta verið klaufaleg, sérstaklega ef fólk er undir áhrifum en það er svolítið mikið til þess ætlast að réttarvörslukerfið geti afgreitt þetta allt saman.“

„Þetta er ekki brot eftir lýsingu þolandans, innan gæsalappa“
Brynjar Níelsson

Ennfremur segir hann í því samhengi að „físískar nauðganir, þar sem er beitt líkamlegu afli“ séu afar sjaldgæf vandamálið sé iðulega í kringum fyllerí. „Þetta snýst venjulega um það að viðkomandi er ölvaður, það er mjög sjaldgæft að þú beitir físísku afli til að ná fram vilja þínum. Vandamálið er í kringum þetta fyllerí.“

Þá segir hann að í þeim málum sem hann kom að á sínum starfsferli sem lögmaður hafi „reglulega komið upp þar sem því hafi verið haldið fram að viðkomandi hafi verið byrlað“ þegar „eitthvað fer úrskeiðis í líkamanum“. „Aldrei kom það út úr blóðprufunum í neinu einasta máli sem ég tengdist, það kom aldrei nein merki þess að það hafi verið byrlun.“

Réttindabarátta árás á vestræna lýðræðisríkið

Í þættinum ræddu þeir einnig réttindabaráttu hreyfinga á borð við Metoo- og Black lives matter hreyfinguna sem Brynjar vildi skilgreina sem pólitíska. „Við erum öll sammála um það að berjast gegn hvers konar misrétti, kynþáttamisrétti eða „whatever,“ berjast gegn ofbeldi. En þessar byltingar snúast um miklu meira en það. Þú sérð alveg hvaða pólitísku öfl eru að taka þetta yfir. Black lives matter er ekki bara spurning um kynþáttamisrétti, þetta er miklu stærri pólitík heldur en bara það. Sama á við um Metoo byltinguna og þessa feminísku baráttu, þetta er hluti af ákveðinni pólitík og þú getur séð þetta líka í umhverfis og náttúruverndar baráttu.“

Því næst útskýrir Brynjar hvernig þessar hreyfingar hafa reynt að breyta „hinu frjálsa vestræna lýðræðisríki sem mörgum er í nöp við“.

„Það ætla allir að hanna sitt réttláta samfélag og maður er alltaf að verja þetta. Ég er gamall að því leytinu til að gamla vestræna lýðræðisríkið er eina samfélagið sem við getum kallað siðlegar reglur réttarríkisins. Þetta kerfi erum við búin að búa til og það mótmælir því enginn en það er alltaf verið að reyna að vega að því með einhverjum hætti og allt þetta er hluti af því.“

Líkir aktivistum við nasista

Skömmu áður eða þann 16. september síðastliðinn hafði Brynjar einnig rætt við Þórarinn í hlaðvarpi hans og enn var umræðuefnið réttindabarátta og þá sérstaklega réttindabarátta brotaþola kynferðisofbeldis. Hanna Björg Vilhálmsdóttir kom til tals í því samhengi.

Þórarinn benti Brynjari á atvik sem hafði komið upp í öðru hlaðvarpi eða The Mike show, undir stjórn Huga Halldórssonar og Mikaels Nikulássonar, þar sem annar þáttastjórnanda gagnrýndi Hönnu fyrir að hafa skrifað pistilinn Um KSÍ og kvenfyrirlitningu, en pistilinn er einmitt gagnrýni á KSÍ fyrir að taka afstöðu með gerendum innan hreyfingarinnar en pistilinn varð síðar til þess að stjórnamenn KSÍ sögðu af sér fyrir að hafa tekið illa á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og formaður hennar, Guðni Bergsson, logið um að hafa ekki vitneskju um þau í Kastljósi. 

Hugi segir KSÍ ekki hafa átt að svara Hönnu, hún væri „kona með lyklaborð sem viti ekkert um íþróttir.“ „Til hvers að svara þessu? Það eru margar ritvélar réttlætisins í dag,“ sagði Hugi svo í hlaðvarpinu. 

„Hvernig geta þau gert þetta? Hvernig geta hinir, sem eru ekki beinir aðilar að þessu, setið hjá og sagt ekkert?“
Hanna Björg

Þórarinn hafði hins vegar áhyggjur af því í samtali síns og Brynjars að Dominos hafi dregið sig til baka sem styrktaraðili hlaðvarpsins í kjölfar þessara ummæla. „Ég ætla bara að hætta versla við Dominos,“ sagði Þórarinn við Brynjar og Brynjar svarar um hæl:

„Hefði ég átt Dominos hefði ég bætt við stuðninginn. Mér finnst þetta svo aumingjalegt og ég held að þetta skaði þetta fyrirtæki til lengri tíma.“

Í framhaldinu lýsir Brynjar því yfir að hann hafi engan húmor fyrir þessu að ráðleggur fólki almennt að taka sér taki. „Við ætlum ekki að láta þetta ofstækisfólk stjórna þessu íslenska samfélagi. Þetta er eins og gerðist á þriðja áratug síðustu aldar í Þýskalandi. Hvernig þessi ofstækisöfl náðu völdum með því að „terror-isera“ fyrirtæki og fólk, það er það sem er verið að gera. Þetta er svo hættulegt samfélaginu. Þessi feminismi núna, þau eru að breyta þessu í ofstækishópa sem taka þetta yfir. Eins og gerist bara með þessi vinstri þjóðernis róttækni, þetta er bara ofstækisfólk.“

Brynjar segir þá einnig að ofbeldishugtakið sé notað yfir alla hegðun sem sé skelfileg þróun sem þurfi að standa í lappirnar gegn. „Við erum svo miklir aumingjar öll, hvort sem við heitum stjórn KSÍ eða fyrirtæki. Það stendur enginn í lappirnar. Menn bara láta og leyfa fólki að finna að ofstækið virkar og þá gengur það á lagið og við erum allir sömu aumingjarnir,“ sagði Brynjar við Þórarinn. 

Síðar sagði Brynjar í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins að „aðförin að KSÍ er bara pólitík“.

„Þetta er stríðsyfirlýsing“

„Mér finnst þetta eins og kjaftshögg,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, í samtali við Stundina, um skipun á Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra og ákvörðun hans um að ráða Brynjar Níelsson þingmann sem aðstoðarmann sinn.

Þetta er eins og kjaftshögg

„Annað hvort eru menn algjörlega úr tengslum við alla samfélagslega umræðu um kynferðisbrot og viðbrögðum við þeim eða þetta er bara stríðsyfirlýsing,“ segir hún.

Hún segir Jón og Brynjar vera „þær tvær raddir, með mikil formleg völd, sem hafa staðið gegn kvenréttindum“:

„Jón var á móti breyttum lögum um þungunarrof, hann var fylgjandi fleiri en einu frumvarpi um að refsa vegna tálmunar. Hann var talsmaður þess að refsa. Þetta var til höfuðs konum sem voru að vernda börnin sín fyrir ofbeldi. Það er alveg hægt að segja það þó frumvarpsfylgjendur myndu ekki túlka það þannig.“

Hvað varðar Brynjar segir hún eftirfarandi: „Brynjar hefur haft mjög hátt um og haldið uppi vörnum fyrir gerendur eða meinta gerendur. Hann hefur smættað þolendur og þeirra viðleitni í að tjá sig og gert lítið úr þeim. Hann hefur bara gert lítið úr konum. Það er eins og hann þrífist á því stundum að smætta konur og alla viðleitni þeirra til þess að auka jafnrétti og réttlæti.“

„Það á að lemja okkur niður“

Hanna segir Jón og Brynjar ekki einungis hafa mikil völd í höndunum heldur einnig örlög þolenda. „Við erum í miðri Metoo-bylgju, það hefur sjaldan verið eins mikil og hávær umræða þar sem við erum að ná ákveðnum árangri. Við erum að afhjúpa gerendameðvirkni í samfélaginu, sem er ákveðinn árangur,“ segir hún og bætir við að skipan Jóns og ráðning Brynjars upplifi hún eins og verið sé að „lemja okkur niður“. 

„Þegar ég segi okkur þá er ég að meina fólk sem er að berjast fyrir auknu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Blaut tuska er vanmat á aðstæðum, þetta er bara stríð upplifi ég. Það á að lemja okkur niður, það á að lemja umræðuna niður, það á að þagga niður í okkur.“

Hún segir það form af því sem hún kallar félagslegt ofbeldi. „Það er verið að beita aðferðum í samskiptum og beita völdum með þeim hætti að það er verið að kæfa niður raddir réttlætis. Þetta er bara svo ofsafengið, þetta er ofsafengin ákvörðun um að láta þessa menn hafa þessi völd þegar við erum að sjá glitta í árangur. Þá er ég að meina að fá einhverjar lagalegar úrbætur um meðferð mála, hvort sem það er hjá lögreglunni eða hjá þeim sem flytja mál hjá dómstólum.“

„Við látum ekki þagga niður í okkur“

Þrátt fyrir að upplifa að hún hafi verið „kýld í magann“ eins og hún orðar það, segist hún ekki ætla láta þetta stoppa sig. „Auðvitað læt ég ekki þessa karla stoppa mig. Auðvitað höldum við áfram, við látum ekki þagga niður í okkur, við látum ekki reka okkur ofan í einhverja andlega holu þangað sem þessir menn vilja að við förum og höldum kjafti.“

„Þetta er bara stríð“
Hanna Björg

Þá segist hún hafa fundið fyrir mikilli reiði í kringum sig vegna þessa. „Ég finn fyrir reiði í kringum mig, heilagri, réttlátri reiði. Reiði yfir því að stjórnvöld komi svona fram við fólkið sitt. Hvernig geta þau gert þetta? Hvernig geta hinir, sem eru ekki beinir aðilar að þessu, setið hjá og sagt ekkert? Aðilar sem kenna sig við feminisma. Þetta er náttúrulega bara stríðsyfirlýsing, það er ekkert öðruvísi, við baráttufólk gegn kynferðisofbeldi, við viðbrögðum stjórnvalda, dómstóla og yfirvalda við þeim.“

Tálmun eitt alvarlegasta sem hægt er að gera barni

Brynjar hefur fjallað um mál sem hann sjálfur skilgreinir sem ofbeldi á þingi. Hann lagði til dæmis fram frumvarp til breytinga á barnalögum sem varða tálmun og lagði til fimm ára fangelsisvist við henni og Jón Gunnarsson var meðflutningsmaður frumvarpsins.. Á þinginu sagði Brynjar eftirfarandi:

„Einhvern veginn hefur það verið svo undarlegt í meðferð þessa máls áður á þinginu að þeir sem hafa kannski talað hæst um mikilvægi réttinda barna, haldið margar ræðurnar um réttindi barna, um ofbeldi gegn börnum, en svo þegar kemur að ofbeldi af þessu tagi, að svipta barn foreldri sínu, umgengni við foreldri sitt, sem er auðvitað með því alvarlegasta sem hægt er að gera barni, það getur haft alvarlegar afleiðingar, þá allt í einu kemur þögn í salinn, ótrúleg þögn. Þeir fáu sem hafa kannski eitthvað mótmælt þessu frumvarpi viðurkenna þó að þetta sé ákveðið ofbeldi, en þetta mál hefur meira og minna farið snúast um einhvers konar kynjaréttindamál eða kvenréttindamál eða ofbeldi gegn konum og svo framvegis. Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um ótvíræðan rétt barnsins og mikilvægi þess að það fái að umgangast báða foreldra.“

Brynjar kaus, eins og Jón Gunnarsson, gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof og gegn því að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækja.  

Eins og Jón hefur Brynjar verið fjarverandi meðferð ýmissa mála á þingi, sum þeirra falla nú undir málefnasvið innanríkisráðherra, eins og atkvæðagreiðslu um umsáturseinelti sem varðar almenn hegningarlög og kynferðislega friðhelgi. Þá var hann einnig fjarverandi meðferð þingsins á afmörkuðum hluta þess á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þann anga sem snéri að rekstraraðilum sérhæfðra sjóða. Þá kaus hann gegn frumvarpi um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hvernig getum við viðurkent ráðgjafa í Dómsmálaráðuneti sem bar MÚTUR á fyrverandi Forsætisráðherra þótt svo það hafi verið Davíð .Ég ber virðingu fyrir embætti forsætisráðherra þót svo Katrín beri ekki virðingu fyrir þessu sama embætti.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Mér finnst hvorugur þessa tveggja vera traustvekjandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu