Eyríkið Barbados í Karíbahafi gerðist um daginn lýðveldi þegar landsmenn afsköffuðu Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja en kusu söngkonuna Rihönnu um leið þjóðhetju. Saga Barbados er mörkuð blóði og kúgun en nú vilja landsmenn líta fram á veginn.
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
3
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
„Ég hjóla nú töluvert,“ segir Kjartan Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Netverjar vilja meina að hjálmur sem hann sést skarta í kosningamyndbandi flokksins snúi öfugt. Fyrirséð er að samstaða sé þvert á flokka um aukna innviði fyrir hjólandi Reykvíkinga á komandi kjörtímabili
4
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
5
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“
Frambjóðendur í oddvitakappræðum Stundarinnar höfðu ólíkar áherslur varðandi ákall um aðgerðir til að bæta leigumarkaðinn. Sumir sögðu hinn almenna markað hafa brugðist og að borgin þurfi að stíga inn í á meðan aðrir vildu ekki slík afskipti af markaði. Sitjandi borgarstjóri sem sagði að nú þegar væri leiguþak á óhagnaðardrifnu leigufélögunum.
6
Eigin Konur#85
Lilja Bjarklind: „Áfallið kom eftir að ég sagði frá“
„Ég er bara ein að labba þegar hann stoppar og býður mér far,” segir Lilja Bjarklind, sem stígur hér fram í þætti Eigin kvenna, en hún var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil.
Lilja segir frá því hvernig hann lokkaði hana með sér í bíl á þeim forsendum að hún fengi að keyra. „Hann tekur mig bara svona yfir og á meðan ég er að keyra að þá er hann að fara inn á mig og þukla á mér,” segir hún í þættinum og bætir við að hún hafi frosið og þótt þetta mjög skrítið.
Lilja segir manninn hafa keyrt um bæinn og leitað að sér. „Hann var alltaf mættur þar sem ég var að leika.” Hún segir brotin hafa aðallega átt sér stað heima hjá honum en stundum hafi hann keyrt með hana út í móa og brotið á henni þar. „Þetta var bara eitthvað sem við gerðum og ég vissi alltaf hvað var að fara gerast,” segir Lilja.
Maðurinn var 54 ára gamall og barnlaus og bjó hjá foreldrum sínum á þeim tíma. „Ég vildi oft fá að heilsa uppá mömmu hans til að kaupa aðeins tíma,“ segir Lilja. Svo hafi hann opnað hlera þar sem hún átti að fara niður. Lilja segir það mög súrt að móðir hans hafi ekki gert athugasemd við að hann hafi verið að fá Lilju til sín í heimsókn.
Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Greining
1
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 27. maí.
Um aldamótin síðustu var lítil stúlka að nafni Robyn Rihanna Fenty að alast upp þar sem heitir Bridgetown á örsmáu eyríki sem er umkringt hinum heiðbláa sjó Karíbahafsins. Ríkið er Barbados og þið sjáið á meðfylgjandi korti hversu lítið það er, en fagurt er það og veðrið milt.
Líf þessarar ungu stúlku var enginn leikur. Faðir hennar var illa haldinn drykkjusjúklingur og til sífelldra og mikilla vandræða fyrir eiginkonu sína og þrjár dætur. Rihanna var elst dætranna og tók ástandið svo nærri sér að hún þjáðist af ofsafengnum höfuðverkjaköstum sem engin líkamleg skýring fannst á.
Það eina sem Rihanna hafði sér til hugarhægðar í sárum raunum sínum var tónlist. Sem betur fer er rík tónlistarhefð á Barbados. Calypso-tónlistin leikur lausum hala eins og víðar við Karíbahafið og afrísk áhrif eru sterk, en einnig suður-amerísk, og líka bresk enda var Barbados um aldir undir stjórn Breta. Tuk og spouge heita svo tónlistarstefnur sem eru beinlínis upprunnar á Barbados. Gáið á Youtube!
Þjóðhetja!
Allt þetta drakk Rihanna í sig þótt allra mest dáðist hún að bandarískri söngkonu að nafni Madonna, sem flestallar söngfúsar stúlkur fæddar 1988 hlutu að máta sig við.
Þegar Rihanna var 15 ára hafði hún myndað söngtríó með vinkonum sínum og þegar frægur bandarískur músíkfrömuður kom til Barbados, með þarlenskri eiginkonu sinni, tókst stúlkunum að útvega sér áheyrn hjá honum.
Og sú áheyrn endaði með því að nú um daginn, þegar Barbados sleit síðustu tengsl sín við Bretland með því að taka sér forseta, þá fór jafnframt fram athöfn þar sem Rihanna litla Fenty, söngglaða stúlkan með höfuðverkjaköstin og drykkjusjúka ruddalega föðurinn, var formlega útnefnd „þjóðhetja Barbados“ að kröfu sjálfrar þjóðarinnar!
Á kulborða
Höfuðverkjaköstin höfðu reyndar lagast um leið og hún slapp úr sínum sorglegu aðstæðum heima á eyjunni fögru í sjónum bláa.
Barbados er hluti Kulborðaeyjanna sem liggja í suður frá Hléborðaeyjum að strönd Suður-Ameríku. Eyjan er þó ekki í hinni eiginlegu Kulborðaröð heldur ein úti í hafinu, um 160 kílómetra í austur frá St. Vincent. Frumbyggjar frá Suður-Ameríku námu þar land í nokkrum bylgjum, sú síðasta kom um 1200. Nú er helst talið að frumbyggjar þessir hafi allir verið af kyni Aravaka en hinir herskáu bogamenn Karíba-þjóðarinnar hafi ekki sest þar að þótt þeir hafi iðulega heimsótt eyjuna á ferðum sínum.
Frumbyggjum útrýmt algjörlega
Eftir að sjóferðir Spánverja vestur um haf hófust 1492 lentu þeir fljótlega á Barbados og virðast hafa hneppt alla íbúana í þrældóm og flutt þá burt. Svo mikið er víst að þegar portúgalski sæfarinn Campos kom þar við 1436 var eyjan óbyggð með öllu.
Campos skírði eyjuna Barbados, sem þýðir „sá skeggjaði“ og mun vísa til fíkjutrés sem sprettur á eyjunni en smágreinar og lauf sem hanga til jarðar þykja ekki ósvipuð síðu skeggi.
Portúgalar litu á Barbados sem sitt yfirráðasvæði í tæpa öld en árið 1625 mættu Bretar til leiks en þeir voru þá að hreiðra um sig á mörgum eyjum Karbíahafsins og hrifsa sumar þeirra frá öðrum Evrópuþjóðum.
Mjög víða, eins og á Barbados, hafði frumbyggjum þá fyrir löngu verið eytt gjörsamlega.
Bretar settu á land 80 bændur sem rækta skyldu eyjuna og fylgdu þeim 10 ánauðugir verkamenn og skömmu síðar voru fluttir inn 40 þrælar frá Guyana á norðurströnd Suður-Ameríku. Tólf árum seinna voru íbúar orðnir 8.700, aðallega landnemar frá Bretlandi og ánauðugir verkamenn, glæpamenn eða stjórnarandstæðingar sem yfirleitt fengu frelsi eftir að hafa púlað kauplaust í fimm ár.
Sykur í stað tóbaks
Framan af ræktuðu Bretar aðallega tóbak á Barbados en mjög fljótlega fór ræktun á sykurreyr að verða sífellt umfangsmeiri. Barbados er láglendari og frjósamari en flestar hinna eyjanna í Karíbahafi og hentaði svo vel til sykurræktunar að 1660 var velta verslunar með afurðir frá Barbados meiri en allra annarra nýlendna Breta samanlagt. Bresku smábændurnir og þeirra fátæku hvítu verkamenn hrökkluðust burt, margir til Jamaíka eða Suður-Karólínu, en í staðinn komu stórar plantekrur þar sem púluðu þrælar sem fluttir voru inn á hinum illræmdu þrælaskipum frá Austur-Afríku.
Árið 1750 voru 18.000 hvítir íbúar á Barbados en 65.000 svartir þrælar.
Fína hyskið á Bretlandi græddi á púli þræla
Þrælar sættu svo illri meðferð við sykurpúlið að þeir hrundu niður en alltaf var hægt að fá ódýra þræla í staðinn. Plantekrueigendurnir rökuðu saman ofsagróða og flestir urðu forríkir. Fæstir bjuggu á staðnum, heldur létu umboðsmenn og verkstjóra reka plantekrurnar fyrir sig og halda þrælunum við efnið.
Ýmsar af þeim snöfurlegu bresku aðalsættum, sem okkur þykir svo gaman að sjá bukka sig og beygja í bíómyndum og sjónvarpsþáttum, þær byggðu sitt iðjuleysislíf og mannasiðaprump á púli húðstrýktra þræla á Barbados.
Því þrælarnir sættu oft og iðulega hinni verstu meðferð. Þegar almenningsálit á Bretlandi og víðar á Vesturlöndum tók að snúast gegn þrælahaldi undir lok 18. aldar, þá fullyrtu plantekrueigendurnir á Barbados gjarnan að sögur um illa meðferð á þrælum væru uppspuni. Þrælarnir á Barbados fengju nóg að bíta og brenna, þeir liðu engan skort og þeir fengju meira að segja að halda sín böll sér til skemmtunar!
Ekki rétt til lífs
En sannleikurinn var sá að auk frelsissviptingar og sviptingar nær allra mannréttinda, sem þrælarnir sættu, þá kom berum orðum fram í reglugerðum hvítu plantekrueigendanna um þrælahaldið hve lítils metnir þeir voru. Þeir höfðu ekki einu sinni þann rétt til lífs sem þá var farið að telja til mannréttinda. Ef þeir gerðu eitthvað af sér – og dómarinn í þeirri sök var eigandinn – þá mátti húðstrýkja þá „alvarlega“, skera af þeim nefið, svíða af þeim andlitið og svo framvegis.
Við annað brot mátti taka þá af lífi. Þrælar áttu ekki rétt á réttarhöldum, „þar sem þeir eru þrælar og rustamenni og staða þeirra hin lægsta í samfélaginu“ stóð berum orðum í þrælareglum Breta.
Ef hvítur maður drap þræl sinn „af einskærri mannvonsku“ – eins og stóð blákalt í reglunum – þá þurfti hann að borga lítils háttar sekt til yfirvalda, en dræpi hann þræl annars manns þurfti auk þess að borga tvöfalt virði hans til eigandans.
En ef þræll missti líf eða limi í höndum eiganda sem var að refsa honum „sem gerist mjög sjaldan“, staðhæfðu reglurnar, þá þurfti hinn refsiglaði eigandi ekki að borga neina sekt.
Því refsingin hlaut að hafa verið réttlætanleg!
Uppreisn Bussa
Árið 1807 bönnuðu Breta verslun með þræla og á Barbados og víðar héldu þrælarnir að nú færi þrældómi þeirra að ljúka. En það var eitthvað annað, því sjálft þrælahaldið var enn leyft.
Í apríl 1816 gerðu þúsundir þræla á Barbados uppreisn sem kennd er við Bussa nokkurn, og athyglisvert er að þrælarnir töldu sig mundu fá stuðning frá yfirvöldum á Bretlandi gegn þrælahöldurum á Barbados.
Svo fór vitaskuld ekki og yfirvöld á Barbados brutu uppreisnina á bak aftur af mikilli hörku, þótt uppreisnarþrælarnir hefðu kostað kapps um að fella ekki hvíta menn þegar þeir hófu uppreisn sína. Bussa var meðal þeirra uppreisnarþræla sem féllu í bardaga og handteknir uppreisnarmenn voru síðan brytjaðir niður í hundraðatali og enn fleiri limlestir.
Þrælahald loks afnumið
Tíu árum síðar samþykkti þing hvítra manna á Barbados ráðstafanir sem juku réttindi svartra þræla töluvert en raunverulegur tilgangur reglnanna var þó að róa hvíta þrælaeigendur og sýna þeim fram á að þótt réttur svartra ykist yrði sjálft þrælahaldið enn við lýði. Það var loks úr sögunni 1834 þegar breska þingið samþykkti að afnema þrælahald.
Þrælaeigendur fengu þá gríðarlega háar bætur frá breska ríkinu fyrir þessa „eignaupptöku“ og lifðu fyrrum plantekrueigendur og afkomendur þeirra bílífi á bótunum í meira en hundrað ár.
Þrælarnir eða afkomendur þeirra fengu engar bætur.
Eftir afnám þrælahaldsins voru svartir mjög lengi kúguð undirstétt á Barbados þótt heita ættu frjálsir. Þeir héldu áfram að puða á plantekrunum og framleiða sykurinn sem hefðarfólkið á Bretlandi græddi stórfé á – en sjálfir löptu þeir dauðann úr skel.
En þeir voru þó ekki barðir og ekki klippt af þeim nefið við minnstu „yfirsjón“.
Smátt og smátt náðu svartir og aðrir innflytjendur frá Asíu og víðar þó undirtökunum í nýlendunni enda mun fjölmennari en „hreinræktaðir“ hvítir menn. Sú þróun hélt mjög áfram eftir að Barbados varð sjálfstætt ríki 1966.
Traust lýðræðisríki, Barbados
Síðan Barbados varð sjálfstætt ríki hefur þróun þess verið að mörgu leyti góð. Á undanförnum áratugum hefur dregið úr sykurgróðanum en mikilvægi ferðamennsku hins vegar aukist. Hinn blái sjór ku vart eiga sinn líka. Lýðræði er stöðugt á Barbados og stofnanir ríkisins traustar. Mannréttindi eru flest með mesta sóma, gegnsæi einna mest hjá ríkjum í heimshlutanum og spilling aðeins í meðallagi – svipuð og í Bandaríkjunum, segja eftirlitsmenn. Fátækt er tiltölulega minni en víðast hvar í Ameríku, en launamisrétti fer þó vaxandi og hinir ríkustu ryksuga upp æ fleiri eignir og auðlindir.
En það gerist nú víðar en á Barbados, sem kunnugt er.
Hvað myndi Gunnar Smári segja?
Frá 1966 hafa Verkamannaflokkur Barbados (BLP) og Verkamannaflokkur alþýðu (DLP) skipst á um völdin. Báðir flokkarnir telja sig sósíaldemókratíska en sá sem kennir sig við alþýðuna er ívið vinstri sinnaðri en hinn.
Vinstristefna hvorugs flokksins mundi þó falla sérstaklega í kramið hjá Gunnari Smára um þessar mundir.
DLP var við völd 2008–2018 og fyrir nokkrum árum kom forsætisráðherrann Freundel Stuart hreyfingu á þrálátar umræður frá fyrri tíð um að afskaffa Elísabetu 2. sem þjóðhöfðingja en setja í staðinn forseta.
Mia Mottley forsætisráðherra.
Í kosningum 2018 gerðust þau undur og stórmerki að Verkamannaflokkur Barbados, BLP, vann öll 30 þingsætin sem kosið er um á barbadosíska þinginu. Mia Mottley, þrautreyndur stjórnmálamaður um fimmtugt, tók við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og var hún þar með eini lýðræðislega kjörni valdamaðurinn í heiminum sem þurfti ekki að hafa NEINAR áhyggjur af stjórnarandstöðu á þingi.
Eitthvað bogið við kosningarnar?
Raunar er til öldungadeild á Barbados sem skipað hefur verið í af landstjóra, forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðunnur, en þessi deild hefur lítil sem engin raunveruleg völd.
Og nei, ekkert var bogið við kosningarnar 2018, svo því sé nú til skila haldið, en þar sem einmenningskjördæmi eru við lýði á Barbados og Stuart og DLP höfðu hvarvetna glatað miklu fylgi vegna erfiðleika í efnahagsmálum, þá fékk BLP einfaldlega meira fylgi en DLP í öllum kjördæmunum 30, og þar með eina þingmann hvers kjördæmis.
Og þannig gat þetta gerst.
Sigur BLP var raunar svo vandræðalega stór að viku eftir kosningarnar sagði einn af þingmönnum flokksins skilið við hann, bara svo að EINHVER stjórnarandstaða væri til staðar í þinginu.
Mottley ákvað að halda fast við hugmyndir DLP um að stofna lýðveldi og því verkefni er nú lokið. Ekki leituðu Barbadosbúar langt yfir skammt til að finna sér forseta. Frá sjálfstæðisyfirlýsingunni 1966 hafði barbadosíska þingið skipað sérstakan landstjóra sem sinnti hinum táknrænu embættisverkum þjóðhöfðingja á eyjunni í umboði Elísabetar drottningar, og eftir þingkosningarnar 2018 var hin sjötuga Sandra Mason valin í starfið. Hún var á sínum tíma fyrsta konan sem varð starfandi lögmaður á Barbados.
Og nú í nóvemberlok kaus barbadosíska þingið Mason með öllum greiddum atkvæðum fyrsta forseta landsins.
Og Rihanna tók við viðurkenningu sinni sem ellefta þjóðhetja eyjunnar fögru.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Í síðasta blaði hóf Illugi Jökulsson að kanna styrjaldarsögu Rússlands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sífellt sætt grimmum árásum frá erlendum ríkjum, ekki síst Vesturlöndum. Því sé eðlilegt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuðpúða“ gegn hinni miskunnarlausu ásælni vestrænna stórvelda. Í fyrri greininni höfðu ekki fundist slík dæmi, því oftar en ekki voru það Rússar sem sóttu fram en vörðust ei. En í frásögninni var komið fram á 19. öld.
Flækjusagan
Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkusprengjum hefur fækkað mjög í vopnabúrum helstu stórveldanna síðustu áratugi. En vonandi fækkar þeim brátt enn meira og hverfa loks alveg.
Flækjusagan
1
Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Stuðningsmenn Rússa halda því gjarnan fram að eðlilegt sé að Rússar vilji hafa „stuðpúða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rússneska ríkið og rússneska þjóðin verið nánast á heljarþröm eftir grimmar innrásir úr vestri.
Flækjusagan
5
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Liza Alexandra-Zorina er rússneskur rithöfundur sem nú býr erlendis, enda andstæðingur Pútins. Árið 2017 skrifaði hún merkilega grein um sálarástand þjóðar sinnar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merkilegt dæmi um að andstæðingar Pútins í Rússlandi leita aldrei skýringa á hörmungum landsins, sem nú hafa brotist út með stríðinu í Úkraínu, í „útþenslu NATO til austurs“ eða „einangrun Rússlands“ eða „öryggisþörf rússnesku þjóðarinnar“. Hinir hugrökku stjórnarandstæðingar í Rússlandi sjá skýringuna eingöngu í alltumlykjandi alræði stjórnar Pútins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástandið en stjórnmálaskýrendur á Vesturlöndum.
Flækjusagan
2
Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Freigátunni Hetman Sahaidachny sökkt í höfninni í Mykolaiv svo hún félli ekki í hendur Pútins
Flækjusagan
„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berjast gegn árásinni á Úkraínu. Svo hljóðar það: „Við — Rússar — viljum vera þjóð friðar. En því miður myndu fáir kalla okkur það núna. En við skulum að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af raggeitum sem þykjast ekki...
Mest lesið
1
Úttekt
6
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
3
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
„Ég hjóla nú töluvert,“ segir Kjartan Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Netverjar vilja meina að hjálmur sem hann sést skarta í kosningamyndbandi flokksins snúi öfugt. Fyrirséð er að samstaða sé þvert á flokka um aukna innviði fyrir hjólandi Reykvíkinga á komandi kjörtímabili
4
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
5
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Ólíkar áherslur oddvita varðandi leigumarkað: „Eigum við að eltast endalaust við leigusala?“
Frambjóðendur í oddvitakappræðum Stundarinnar höfðu ólíkar áherslur varðandi ákall um aðgerðir til að bæta leigumarkaðinn. Sumir sögðu hinn almenna markað hafa brugðist og að borgin þurfi að stíga inn í á meðan aðrir vildu ekki slík afskipti af markaði. Sitjandi borgarstjóri sem sagði að nú þegar væri leiguþak á óhagnaðardrifnu leigufélögunum.
6
Eigin Konur#85
Lilja Bjarklind: „Áfallið kom eftir að ég sagði frá“
„Ég er bara ein að labba þegar hann stoppar og býður mér far,” segir Lilja Bjarklind, sem stígur hér fram í þætti Eigin kvenna, en hún var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil.
Lilja segir frá því hvernig hann lokkaði hana með sér í bíl á þeim forsendum að hún fengi að keyra. „Hann tekur mig bara svona yfir og á meðan ég er að keyra að þá er hann að fara inn á mig og þukla á mér,” segir hún í þættinum og bætir við að hún hafi frosið og þótt þetta mjög skrítið.
Lilja segir manninn hafa keyrt um bæinn og leitað að sér. „Hann var alltaf mættur þar sem ég var að leika.” Hún segir brotin hafa aðallega átt sér stað heima hjá honum en stundum hafi hann keyrt með hana út í móa og brotið á henni þar. „Þetta var bara eitthvað sem við gerðum og ég vissi alltaf hvað var að fara gerast,” segir Lilja.
Maðurinn var 54 ára gamall og barnlaus og bjó hjá foreldrum sínum á þeim tíma. „Ég vildi oft fá að heilsa uppá mömmu hans til að kaupa aðeins tíma,“ segir Lilja. Svo hafi hann opnað hlera þar sem hún átti að fara niður. Lilja segir það mög súrt að móðir hans hafi ekki gert athugasemd við að hann hafi verið að fá Lilju til sín í heimsókn.
Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Greining
1
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
Mest deilt
1
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
3
Úttekt
6
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
4
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
5
Fréttir
2
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
Oddvitar Reykjavíkurframboðanna eru flestir sammála um að bæta eigi almenningssamgöngur og aðeins einn sagðist vera á móti Borgarlínu. Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, vill greiða götu einkabílsins og hætta við Borgarlínu.
6
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
Borgarstjóraefni flokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum um helgina mætast í kappræðum sem streymt verður á vef Stundarinnar í dag. Lokasprettur kosningabaráttunnar er genginn í garð og verða oddvitarnir krafðir svara um hvernig þeir ætla að koma sínum stefnumálum til framkvæmda.
7
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“
Bankasýsla ríkisins vinnur nú að minnisblaði um þær gjafir sem starfsmenn stofnunarinnar þáðu í aðdraganda og í kjölfar útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, staðfestir að bara einn flugeldur hafi komið sem gjöf. Hann hafi verið „miðlungs“.
Mest lesið í vikunni
1
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn deildi um ábyrgð á hækkun húsnæðisverðs. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagði fulltrúa minnihlutans ekki kunna að skammast sín.
2
Úttekt
6
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Aðsent
Hilmar Þór Hilmarsson
Kjarnorkustríð í Úkraínu?
Aldrei fyrr hefur heimurinn komist jafnnálægt kjarnorkustríði, segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor.
5
Fréttir
1
Fordómar fyrir allra augum á netinu
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að þó fordómar gagnvart transfólki séu almennt duldari á Íslandi en víða í heiminum séu þeir fyrir allra augum á netinu. Systurnar sem taka þátt í Júróvisjón fyrir Íslands hönd hafi verið kallaðar kynvillingar á netinu fyrir að vekja athygli á transfólki og transbörnum. Ástandið hér sé þó betra en í Bretlandi þar sem stöðug ofbeldismenning sé ríkjandi í fjölmiðlum.
6
Eigin Konur#84
Orð þín eru ofbeldi þegar þau stangast á við réttindi og velferð fólks
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að umræða um trans sé enn mjög erfið í Bretlandi en hún vinnur sem greinahöfundur fyrir fréttamiðilinn MetroUK. „Í Bretlandi þarft þú bara að undirbúa þig undir að það verði sett mjög transfóbísk manneskja á móti þér og þið þurfið að rífast í beinni útsendingu,” segir Ugla en hún kom sjálf úr skápnum sem trans árið 2010 og flutti til Bretlands sex árum síðar.
Ugla segir að bresk fjölmiðlamenning sé afar ofbeldisfull. Hún ræðir um ábyrgð fjölmiðla í þættinum Eigin Konur og veltir upp spurningunni hvenær umræða er tengd málfrelsi og hvenær hún er hreint og klárt ofbeldi. „Þegar þú ert farin að grafa undan réttindabaráttu minnihlutahópa, þá ert þú ekki lengur í neinu málfrelsi,“ segir hún í þættinum. Hún segir að hatursfull umræða sé farin að láta á sér kræla á Íslandi og að fólk gleypi auðveldlega við áróðri. Hún nefnir sérstaklega umræðuna um íþróttir og kynjuð rými sem hefur verið áberandi og þá sérstaklega varðandi transkonur í íþróttum. „Það er eins og það sé engin gagnrýnin hugsun eins og í tengslum við íþróttamál, að transkonur séu með einhverja yfirburði og það sé bara verið að skemma kvennaíþróttir,“ segir Ugla í þættinum.
7
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
Mest lesið í mánuðinum
1
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í mars var ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur dreift til flokksmanna. Þar var rætt um vinnu manns hennar, Jóns Skaftasonar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ásgeir verður hluti af prókjörsbaráttu í flokknum.
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
3
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 býður upp á greiningu á svörum almennings og sigtun á mikilvægustu spurningunum.
4
Fréttir
7
Systurnar berjast fyrir bótunum
„Æskunni var rænt af okkur. Við höfum aldrei átt eðlilegt líf,“ segja systurnar Anna og Linda Kjartansdætur, sem ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi og stjúpmóður sem var dæmd fyrir að misþyrma þeim. Bótasjóður vildi ekki greiða út miskabætur því brot föður þeirra voru framin erlendis og hefur ekki enn svarað kröfum vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Úps, hann gerði það, aftur. Seldi ættingjum ríkiseignir, aftur. Vissi ekki neitt um neitt, aftur.
6
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Eigin Konur#81
Patrekur
Patrekur bjó með móður sinni og stjúpföður þegar hann reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun. Helga Sif er móðir Patreks, en hún steig fram í viðtali við Eigin konur þann 25. apríl og lýsti ofbeldi föðurins. Patrekur stígur nú fram í stuttu viðtali við Eigin konur og segir sárt að ekki hafi verið hlustað á sig eða systkini sín í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
Nýtt á Stundinni
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
Þrautir10 af öllu tagi
1
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Hér snúast allar spurningar um Stalín eða eitthvað sem honum tilheyrir. Fyrri aukaspurning: Í sjónvarpsseríu frá 1994 fór víðfrægur breskur leikari með hlutverk Stalíns. Hann má sjá hér að ofan. Hver er leikarinn? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins, fæddist Stalín? 2. Stalín var af óbreyttu alþýðufólki. Faðir hans starfaði við ... hvað? 3. ...
Greining
1
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
Þrautir10 af öllu tagi
749. spurningaþraut: Í fyrsta — og síðasta — sinn er í boði sérstakt Kólumkilla-stig!
Fyrri aukaspurning: Hver er konan hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver lék Mad Max í þremur bíómyndum frá 1979 til 1985? 2. Fræg söngkona lék aðalkvenrulluna í þriðju myndinni, Mad Max Beyond Thunderdome. Hvað heitir hún? 3. Lag sem söngkonan kvað í þeirri mynd varð afar vinsælt og heyrist jafnvel enn stöku sinnum í útvarpi. Hvað hét lagið? 4. ...
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
Úttekt
6
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
Úttekt
Barist um borgina: Áherslur og átakalínur
Ellefu framboð bjóða fram til borgarstjórnar fyrir kosningarnar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalínurnar sem greina má í kosningaáherslum flokkanna eru einkum mismunandi áherslur í húsnæðisuppbyggingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í samgöngumálum þar sem ekki ríkir samstaða um hvort lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna eða uppbyggingu sem þjóni einkabílum. Í öðrum málaflokkum ber almennt minna á milli.
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Einar Þorsteinsson
Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni
Atkvæði greitt Framsókn getur brotið upp meirihlutann í borginni, skrifar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík.
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Við byggjum ekki hús á sandi
Byggja á húsnæði fyrir fólk sem er í neyð en ekki til að búa til gróða, skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022
Ómar Már Jónsson
Draumur um betri borg lifir enn
Fyrsta verkefnið er að fá stjórnkerfið til að viðurkenna að kerfisvandi er til staðar, skrifar Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
AðsentBorgarstjórnarkosningar 2022
Jóhannes Loftsson
Byggjum aftur ódýrt í Reykjavík
Ískyggileg þróun hefur orðið á Íslandi á undanförnum árum. Vald yfirvalda yfir okkur hefur vaxið úr hófi á sama tíma og ábyrgðin er horfin. Valfrelsið minnkar þegar þeir sem taka ákvarðanir um líf okkar bera enga ábyrgð, skrifar Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir