Hildur Hermannsdóttir listakona segir að í verkum sínum búi einhvers konar myrkur, þau séu litrík og einkennist af húmor og geðveiki. Þrátt fyrir allt verði að vera gaman. „Þetta verður að vera fyndið og skemmtilegt en ég er samt að tala um dimma hluti og ræða óþægileg mál. Ég er að tala um andleg veikindi og geðveiki, kynferðislega áreitni og MeToo og alkóhólisma en ég geri það með skemmtilegum hætti. Það má hlæja að þessu. Og það er mikilvægt að það megi tala um þessa hluti sem eru tabú.“
Hildur er alin upp í Njarðvík, þar sem hún var lítil í sér og til baka sem barn, en skapandi. Hún hefur verið að teikna síðan hún man eftir sér. Hún var aldrei mikil félagsvera og átti auðvelt með að vera ein. „Ég sagði upp á leikskólanum fimm ára því ég vildi ekkert leika við aðra krakka. Ég var ómöguleg alla …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir