Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Valdið að verki í réttarhöldunum yfir Julian Assange

Stund­in fylgd­ist með rétt­ar­höld­un­um yf­ir Ju­li­an Assange, sem Banda­rík­in hafa hundelt vegna upp­ljóstr­ana hans á leynd­ar­mál­um rík­is­ins.

Valdið að verki í réttarhöldunum yfir Julian Assange
Vill frelsa manninn sinn Stela Moris, kona Julians Assange, var þreytuleg eftir tveggja daga réttarhöld. Mynd: AFP

Árið 2010 birti RÚV myndband sem samtökin WikiLeaks komust yfir og láku til fjölmiðla. Myndbandið sýnir bandaríska hermenn í árásarþyrlum skjóta óvopnaða borgara í Bagdad í júní 2007. Síðan er ráðist á saklaust fólk í bíl sem reyndi að hjálpa þeim sem höfðu særst í árásinni. Meðal þeirra ellefu sem féllu í árásinni voru blaðamaður og ljósmyndari frá Reuters-fréttastofunni. Myndbandið var ekki það eina sem WikiLeaks lak til fjölmiðla, en alls birtu samtökin um 750 þúsund af öðrum skjölum sem innihéldu bandarísk hernaðarleyndarmál, meðal annars gögn sem sýndu fram á frekari stríðsglæpi og pyntingar. Þetta var bara byrjunin hjá WikiLeaks, en samtökin hafa lekið milljónum skjala frá stofnun þeirra og hafa allir helstu fjölmiðlar heimsins birt fréttir úr þessum sömu skjölum.

Eltur og fangelsaður

Stofnandi WikiLeaks er Julian Assange, en hann hefur verið hundeltur af bandarískum yfirvöldum eftir að hafa lekið gögnum sem hafa niðurlægt bandarísk yfirvöld og komið upp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár