„Mamma mín, Sigrún Rafnsdóttir, er líklega sú manneskja sem hefur mótað mig hvað mest, vísindakona með fæturna á jörðinni, forvitin og greind. Að eignast dætur mínar þrjár, Söru, Sigrúnu og Elsu, á tímabili sem spannaði frá því að ég var 22–39 ára, var líka mikil gæfa og rammaði inn mitt óstýriláta eðli. Þær hafa fyllt mig stolti og veitt mér ómælda gleði allar þrjár. Óvænt fráfall pabba míns þegar ég var 26 ára hafði á mig þroskandi áhrif, það var sárt en opnaði um leið ung augu mín fyrir því að ekkert er eilíft. Í seinni tíð held ég að mín gæfa hafi falist í því að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast með mínum besta vini og sambýlismanni, Valdimar Jóhannssyni leikstjóra. Kvikmyndin okkar, Dýrið, sem fer nú sigurför um heiminn, verður líklega seinna það sem ég mun nefna sem „atvik“ sem hafði veruleg áhrif á líf …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir