Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Brim segist komið undir lögbundið 12 prósenta hámarksaflahlutdeild eftir 3,4 milljarða viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er langstærsti eigandi útgerðarfélagsins. Útgerðir tengdar Brimi eru enn samtals með 17,41 prósent aflahlutdeild.
Útgerð Guðmundar Kristjánssonar hefur keypt loðnukvóta af Brimi, þar sem hann er forstjóri, til að koma útgerðinni undir 12 prósenta aflahlutdeild. Viðskiptin fóru fram á milli Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem að langstærstum hluta er í eigu Guðmundar, og Brims, þar sem Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn.
Útgerðarfélag Reykjavíkur greiðir Brimi 3,4 milljarða króna fyrir heimildirnar, sem nema 5,84 prósenta aflahlutdeildar í loðnu og 0,2 prósenta í ufsa. Samhliða gerði Brim samkomulag við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kauprétt á loðnuheimildunum til baka verði breyting á þorskígildsstuðlum.
Fiskistofa vakti athygli á því í kjölfar úthlutunar loðnukvóta í haust að Brim væri komið yfir leyfileg mörk er varða aflahlutdeild. Lögin kveða á um að engin útgerð eða tengdar útgerðir megi fara með meira en 12 prósent aflaheimilda mælt í þorskígildistonnum. Sú aðferð er notuð til að gera verðmæti ólíkra fisktegunda samanburðarhæfar.
Samkvæmt lögum …
Athugasemdir (1)