Þótt kjör alþýðu í Frakklandi, verkamanna og launþega fyrirtækja, væru oft á tíðum harla bág, gátu þessir menn þó borið höfuðið hátt, þeir voru hluti af voldugri stétt sem stóð saman og hafði sína sterku formælendur, verkalýðssambandið CGT, sennilega stærsta verkalýðssamband landsins, og svo kommúnistaflokkinn sem CGT var reyndar í mjög nánum tengslum við. Verkamaður var ekki einangraður náungi úti í horni sem enginn hlustaði á og enginn tók mark á, ef hann vildi koma á framfæri einhverju sem snerti hans líf og kjör gat hann átt von á að CGT talaði fyrir hann, kannske kommúnistaflokkurinn líka. Og það heyrðist. Ef eitthvað mikið bjátaði á, skipulagði verkalýðssambandið hörð verkföll. Þar fór allt fram með röð og reglu, menn báru kröfuspjöld með vígorðum sem áður höfðu verið rædd og samþykkt, og ef einhverjir óeirðarseggir reyndu að hleypa þeim upp, kannske efna til slagsmála við lögguna, var handföstum öryggisvörðum að mæta, og …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir