Jóna Hlíf hefur lengi átt í ástarsambandi við Mokka, kaffihúsið á Skólavörðustíg þar sem tíminn virðist standa í stað. Sem barn bjó Jóna í sveit, Holti undir Eyjafjöllum, en man vel eftir Reykjavíkurferð árið 1988 sem fól í sér stóra vöfflu á Mokka. Þegar hún flutti svo til Reykjavíkur 19 ára fékk hún vinnu á Mokka, rétt eins og Tobba systir sín. Þar kynntist hún mörgum af sínum bestu vinum og sýning Ilmar Stefánsdóttur, Ljósagangur í vefjunum, árið 1999, varð til þess að Jóna Hlíf ákvað sjálf að skella sér í myndlistarnám. Hringnum hefur verið lokað, eins og sagt er, þó, eins og allir vita, er enginn hringur heldur spírall. En hvað sem hringjum og spírölum líður, opnaði Jóna Hlíf sýningu á Mokka þann 23. september og stendur hún til 17. nóvember. Sýningin ber heitið Fífulogar, „sem er ótrúlega ótrúlega ótrúlega fallegt orð,“ að mati Kristínar Ómarsdóttur og Hillbilly er …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir