Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Innrásin: Útlendingar eignast íslenska innviði

Ef ár­in 2005 til 2007 voru tími út­rás­ar­inn­ar er 2021 ár inn­rás­ar­inn­ar. Í stað þess að ís­lensk­ir fjár­fest­ar taki yf­ir fyr­ir­tæki er­lend­is í stór­um stíl eru er­lend­ir fjár­fest­ar að kaupa upp eign­ir hér á landi. Sala á greiðslumiðl­un leið­ir af sér að greiðsl­ur Ís­lend­inga inn­an­lands gætu stöðv­ast í út­lönd­um ef til krísu kæmi.

Norðmenn eiga nánast allt laxeldi á Íslandi og norskt fyrirtæki keypti sælgætisgerðina Nóa Siríus skömmu eftir hundrað ára afmælið. Erlendir aðilar hafa þegar keypt stóru greiðslumiðlunarfyrirtækin og fjarskiptainnviði og fjarskiptanet Mílu hefur verið selt á 78 milljarða króna til alþjóðlegs fyrirtækis. Síðustu misseri hafa fréttir af kaupum erlendra aðila á íslenskum fyrirtækjum og innviðum hrannast inn eins og árið sé 2007 á röngunni.

Á sama tíma er ekki allt sem sýnist, því hagtölur segja aðra sögu af stöðu Íslendinga gagnvart umheiminum. 

Uppnám við sölu á greiðslumiðlun

Í sumar var komin upp sú staða að bæði stóru greiðslumiðlunarfyrirtækin á Íslandi voru komin undir erlent eignarhald. 

Einn þeirra sem hefur áhyggjur af stöðu greiðslumiðlunar á Íslandi er Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor og forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, auk þess að vera fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings í ríkisstjórninni sem tók við eftir efnahagshrunið.

„Þetta er satt best að segja stórmál“
Gylfi Magnússon hagfræðingur
Um kaup erlendra aðila á greiðslumiðlun Íslendinga

„Þetta er satt best að segja stórmál, eða getur orðið það í krísu,“ segir hann í samtali við Stundina. „Það skipti til dæmis máli 2008 að öll debetkortin og undirliggjandi innstæðukerfi var íslenskt. Íslendingar gátu gripið til aðgerða til þess að tryggja þau kerfi. Það er alls ekki ljóst að ef sama staða kæmi upp aftur væri hægt að gera það með sama hætti. Færslurnar á Íslandi gætu strandað erlendis.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár